Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 48
612 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 Heidi Stensmyren er vön að leiða lækna- samtök. Hún var formaður Sænska lækna félagsins um 6 ára skeið, frá 2014 til 2020. Hún tók við forsetaembættinu í þessum alþjóðlegu óháðu samtökum lækna, WMA, um miðjan október. Félags- menn eru um 9 milljónir frá 115 löndum. Heilbrigðisráðherra ávarpar oftast aðal- fund Læknafélagsins en óljóst hver leiðir ráðuneytið næstu fjögur árin og Heidi tók þetta hlutverk að sér í þetta sinn. Heidi er norsk. „Já, en ég er líka með sænskt ríkisfang,“ segir hún þegar hún sest niður með blaðamanni Læknablaðsins í kjölfar erindis síns á aðalfundinum. „Ég flutti til Svíþjóðar 19 ára gömul, fyrir mörgum árum,“ segir hún sposk. Hún lærði til læknis í Würzburg í Þýskalandi. Sérnámið tók hún svo á Sahlgrenska í Gautaborg í Svíþjóð. „Rétt eins og margir íslenskir læknar.“ Hún er svæfinga- og gjörgæslulæknir. Eftir 10 ár á Sahlgrenska flutti hún til Stokkhólms og stýrir heilbrigðisdeild kvenna og barna á Karólínska sjúkrahús- inu. „Já, þetta þýðir að yfirmaður minn er íslenskur,“ segir hún og vísar til Björns Zoëga, forstjóra sjúkrahússins. „Maður fárra orða,“ lýsir hún og hlær. „Kannski þess vegna kemur hann svona mörgu í verk. Hann er skilvirkur. Hann stendur sig mjög vel. “ Hún slær á létta strengi. „Mér finnst að Svíar þurfi að sýna auðmýkt og læra af öðrum,“ segir Heidi Stensmyren við Læknablaðið um baráttuna við COVID-19. Hún hélt sína fyrstu opinberu ræðu í embætti forseta Alþjóðasamtaka lækna, WMA, á aðalfundi Læknafélagsins ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Vert að sinna stjórnunarstörfum til að hafa áhrif á forgangsröðunina V I Ð T A L „Við Norðmenn notum frekar mörg orð þegar við útskýrum hluti. Svíar færri, Danir líka. Finnar nota svo ansi fá orð en Íslendingar jafnvel enn færri.“ Það sé því alltaf ákveðið stress að tala við Íslendinga. Heidi setur starfið sitt til hliðar næsta árið meðan hún sinnir forsetaembættinu. „Ég hitti ekki sjúklinga, en sé þó til þess að þeir fái sína þjónustu á Karólínska,“ segir hún. Hún snýr aftur eftir árið, en gegnir þó einnig stöðu fráfarandi forseta WMA í ár til viðbótar. Hún segir mikil- vægt fyrir lækna að sinna stjórnunarstörf- um. Stjórnunarstörf mikilvæg „Heilbrigðisþjónusta snýst um forgangs- röðun og því mikilvægt að hafa áhrif á hana. Ef ég sinnti aðeins hverjum og einum sjúklingi er ekki víst að mér tækist að sjá eins marga læknast. Ég lít því svo á að ég sé að sinna sjúklingum meðan ég sinni stjórnunarstarfi,“ segir hún. En meðal kosta þess að vera læknir séu að hún geti klætt sig í sloppinn þegar á þurfi að halda. En hvers vegna kýs hún að starfa að hagsmunum læknastéttarinnar? „Ég held að uppeldið skýri það,“ segir hún. „Foreldrar mínir hafa tekið að sér svona félagsstörf og unnið fyrir nærsamfélagið. Þau hafa líka tekið þátt í íþróttastarfi. Þetta er því í blóðinu; er uppeldi mitt.” Hún vilji bæta læknasamfélagið. „Það má segja að ég sé kjörin til að lækna félagsstarfið. Ég bæti strúkturinn svo við getum fengið sem mest út úr starfi okkar sem læknar,“ segir hún ákveðin. Hlutverk forseta sé að koma fram og kynna stefnu félagsins. Hún setji fókusinn á siðfræði við rannsóknir. „Við sjáum hversu hratt vísindastarf gengur fyrir sig um þessar mundir. Við þurfum því þéttan siðferðislegan ramma utan um starfið svo ekkert fari úrskeiðis. Við missum traust samfélagsins á lækn- isfræðinni ef eitthvað fer úr skorðum og samtökin voru einmitt byggð til að auka traustið.“ Einnig vonist hún til þess að vinna nánar með alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO. Stórar stofnanir geri ákvarðanir skjótvirk- ari. Þær séu til að mynda mikilvægar við bólusetningar á alheimsvísu. En telur hún að COVID-faraldurinn hafi skaðað traustið á læknavísindin? „Nei. Fólk hefur séð hversu mikilvægar bólusetningar eru. Það þýðir ekki að tekist hafi að taka á misvísandi skilaboðum og vantrausti á bóluefnum, en það er vandi sem við glímdum einnig við fyrir ára- tug. Við höfum hins vegar séð ávinning rannsókna,“ segir hún en það skorti þó á að aðrir sjúkdómar fái sömu athygli og COVID-19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.