Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 14
R A N N S Ó K N
578 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107
Áhugavert er að skoða allar sjúkdómsgreiningar örorku lífeyris-
þega, skipt eftir fjögurra ára tímabilum (tafla V). Hér má sjá að
geðsjúkdómar eru greindir hjá yfir þriðjungi örorkulífeyrisþega
í upphafi tímabils en hjá yfir helmingi þeirra í lok þess á meðan
litlar breytingar verða á hlutfallslegum fjölda þeirra sem greinast
með stoðkerfissjúkdóma. Þegar fjöldi sjúkdómsgreininga er skoð-
aður eftir tímabilum, hvort sem er milli sjúkdómaflokka eða allra
greininga, kemur fjölgun þeirra í ljós eftir því sem nær dregur í
tíma. Þannig má sjá að þegar borin eru saman fyrstu og síðustu
fjögur ár tímabilsins hafa sjúkdómsgreiningar örorkulífeyrisþega
næstum tvöfaldast, meðalfjöldi allra sjúkdómsgreininga fer úr 2,2
í 3,7 á hvern nýjan örorkulífeyrisþega (tafla V). Ástæða þessa get-
ur skýrst af öðru en aukinni sjúkdómsbyrði, svo sem meiri ná-
kvæmni í sjúkdómsgreiningum lækna og auðveldari yfirfærslum
þeirra í læknisvottorð í rafrænum sjúkraskrárkerfum.
Þegar allar sjúkdómsgreiningar örorkulífeyrisþega á tímabil-
inu eru skoðaðar (tafla I) í samanburði við Finnland kemur í ljós að
hlutfall geðsjúkdóma er nokkru hærra hér, 45,6% samanborið við
35,5% en munurinn er mikill hvað varðar stoðkerfissjúkdóma sem
eru 45,3% hér á landi samanborið 8,3% í Finnlandi.13 Taka verð-
ur þó samanburði milli landa með þeim fyrirvara að almanna-
tryggingakerfi eru ólík, til dæmis getur fólk ekki farið á örorku í
Danmörku fyrr en 40 ára og 30 ára í Svíþjóð en sjúkra- og endur-
hæfingarlífeyriskerfin eru líka frábrugðin.14
Á því 20 ára tímabili sem hér er til skoðunar má sjá stöðuga
hlutfallslega fjölgun öryrkja fyrsta áratuginn eftir innleiðingu ör-
orkumatsstaðalsins, úr 6% í vel yfir 7% fólks á vinnualdri (mynd
1). Hápunkti er náð um 2016 þegar hlutfallið fer vel yfir 8% en síð-
an hefur hlutfallið lækkað lítillega, niður í um 8%, en hafa verður í
huga að á sama tíma fjölgar endurhæfingarlífeyrisþegum verulega
(tafla IVb) sem skýrist af áherslu TR frá árinu 2018 á að endurhæf-
Tafla IVa. Fyrsta sjúkdómsgreining örorkulífeyrisþega eftir fjögurra ára tímabilum.
Tímabil 2000-2003 2004-2007 2008-2011 2012-2015 2016-2019
Fyrsta sjúkdómsgreining Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Stoðkerfissjúkdómur 1734 33,1 1522 28,4 1582 30,0 1712 32,7 1553 25,1
Geðsjúkdómur 1357 25,9 1710 31,9 1447 27,4 1652 31,6 1990 32,2
Allir aðrir sjúkdómar 2141 40,9 2131 39,7 2243 42,5 1864 35,7 2632 42,6
Samtals 5232 100,0 5363 100,0 5272 100,0 5228 100,0 6175 100,0
is þroskahömlunar og dæmigerðrar einhverfu) og geðsjúkdóma
(til dæmis snemmkominna geðrofssjúkdóma) valda oft ævilangri
óvinnufærni hjá ungu fólki. Þessi atriði skýra þó ekki þá þróun
að á síðustu fjórum árum rannsóknartímabilsins fara fleiri á ör-
orku vegna geðsjúkdóma en á tímabilunum á undan á sama tíma
og meðferðar- og endurhæfingarúrræðum fyrir geðsjúka hefur
fjölgað, til að mynda innan heilsugæslunnar (tafla IVa).12 Aldurs-
dreifing örorkulífeyrisþega vegna stoðkerfissjúkdóma er gagn-
stæð; fjölgun með hækkandi aldri (tafla IIIa) og litlar breytingar á
fjölda á tímabilinu 2000-2019 (tafla IVa).
Aldursdreifing endurhæfingarlífeyrisþega sýnir mikla fjölg-
un (þreföldun) í hópi þeirra sem eru með geðsjúkdóm sem fyrstu
greiningu á síðustu fjórum árum rannsóknartímabilsins (tafla
IVb) og flestir þeirra í yngsta aldurshópnum (tafla IIIb). Aldurs-
dreifing endurhæfingarlífeyrisþega vegna stoðkerfissjúkdóma er
eins og hvað örorkuna varðar, nokkuð jöfn á tímabilinu en endur-
hæfingarlífeyrisþegunum fjölgar eftir því sem nær dregur í tíma
(tafla IVb).
Hvað alla aðra sjúkdómaflokka varðar má sjá jafnt vaxandi
fjölda endurhæfingarlífeyrisþega eftir því sem nær dregur í tíma
(tafla IVb) með nokkuð jafnri aldursdreifingu (tafla IIIb). Sömu
mynstur má sjá í hópi örorkulífeyrisþega annarra sjúkdómaflokka
og hjá stoðkerfissjúkdómum, fjölgun með hækkandi aldri (tafla
IIIa) en tiltölulega litlar sveiflur á rannsóknartímabilinu (tafla VIa).
Þegar þróunin er skoðuð eftir tímabilum má sjá að hlutfalls-
lega fleiri fara á örorkulífeyri vegna geðsjúkdóma síðustu ár þótt
nokkrar sveiflur séu milli tímabila (tafla IV). Þessi þróun, fjölgun
í hópnum með geðsjúkdóma, verður enn skýrari þegar endurhæf-
ingarlífeyrishópurinn er skoðaður (tafla IVb). Þrisvar sinnum fleiri
voru í endurhæfingu vegna geðsjúkdóma, og rúmlega tvöfalt fleiri
vegna stoðkerfissjúkdóma 2016-2019 samanborið við 2000-2003.
Tafla IVb. Fyrsta sjúkdómsgreining endurhæfingarlífeyrisþega eftir fjögurra ára tímabilum.
Tímabil 2000-2003 2004-2007 2008-2011 2012-2015 2016-2019
Fyrsta sjúkdómsgreining Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Stoðkerfissjúkdómur 511 19,5 636 18,3 706 20,1 1103 26,7 1159 20,8
Geðsjúkdómur 811 31,0 1223 35,3 1269 36,1 1612 39,0 2481 44,5
Allir aðrir sjúkdómar 1293 49,4 1607 46,4 1536 43,7 1414 34,2 1940 34,8
Samtals 2615 100,0 3466 100,0 3511 100,0 4129 100,0 5580 100,0