Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 567 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Ólafur Árni Sveinsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 2000 Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Póstdreifing Hádegismóum 2 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Stöðugildum augnlækna hefur fækkað um 36% á 15 ára tímabili, segir María Soffía Gottfreðsdóttir augnskurðlæknir ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Starfsemi okkar augnlækna á Landspítala hefur breyst mikið. Mun meiri áhersla er á klíníska starfsemi en lítil á vísindavinnu,“ segir María Soffía Gottfreðsdóttir, eini augnskurðlæknirinn á Íslandi sem sinnir sérhæfðum glákuaðgerðum, sú eina síðustu 20 ár, eða allt frá árinu 2000. „Við gerum fleiri augasteinaaðgerðir og sjáum sprengingu í lyfjainndælingu í augnbotna. Með- ferðin hefur þanist út og tekur til dæmis mikinn tíma frá deildarlæknum sem sinna inndælingun- um,“ segir hún. „Ég geri mun fleiri aðgerðir en þegar ég kom fyrst heim úr námi.“ María bendir á að nokkuð af starfsemi augn- lækna fari fram á augnlæknastöðvum utan spítalans. Líkur séu á að sú þróun verði nú enn hraðari. „Mikilvægt er að fram fari greining á þörf fyrir sérfræðilækna í mismunandi sérgrein- um og samtal um hvernig best er að hafa áhrif á sérhæfingu og menntun yngri augnlækna.“ Hún segir jákvætt að ýmsar smærri aðgerðir hafi flust frá spítalanum. Á sama tíma hafi öðr- um verkefnum, sem gætu einnig verið unnin utan spítalans, fjölgað gífurlega. „Það kemur niður á annarri starfsemi, svo sem vísindavinnu, en ég tel að starfsemi háskólasjúkrahúss ætti að snúast um meðferð flóknari sjúkdómstilfella, vís- indavinnu og kennslu.“ Vísindastarf deildarinn- ar hafi verið í miklum blóma um aldamótin en sé nú nær alveg dottið niður. Augnsjúkdómadeildin er nýflutt af Eiríksgötu 37 vegna myglu og í nýja göngudeildarhúsið að Eiríksgötu 5. María segir deildina með þeim fyrstu sem sé komin í varanlegt húsnæði. Hún hefði kosið meira samráð um aðstöðuna. Skurð- stofurnar séu minni og því mjög þröngt komi gestir og nemar. Einnig séu nú opin vinnurými fyrir hvern sem fyrstur kemur að. „Þau henta kannski sumstaðar en mörgum okkar finnst þau ekki eiga við í okkar starfi. Vinnurýmin eru ópersónuleg og ekki hvetjandi til vísindavinnu en við höfum engar sérstakar hirslur til að geyma vísindagögn fyrir utan svo- kallaða munaskápa sem eru dreifðir um deildina. María Soffía starfar á Landspítala á göngudeild augnsjúkdóma sem áður hét göngudeild augnlækninga. Mynd/gag Augnlæknum hefur fækkað og aðgerðum fjölgað á Landspítala Þá er mikilvægt að hafa næði þegar við vinnum með viðkvæm gögn sjúklinga okkar.“ Við flutningana var nafni deildarinnar breytt úr göngudeild augnlækninga í augnsjúkdóma. „Orðin læknir og að lækna hefur verið afmáð úr starfsemi okkar. Það finnst mér bæði skrýtið og leitt því hér snýst allt um lækningar, að greina sjúkdóma og lækna þá,“ segir hún. María segir að frá því að hún kom heim úr 7 ára sérfræðinámi við Duke- og síðar Michigan- háskóla í Bandaríkjunum hafi margt breyst. Tölur hagdeildar Landspítala sýna að stöðugildi sérfræðinga og yfirlækna deildarinnar voru 7,42 árið 2006 en eru nú 4,77. „Á sama tíma og stöðu- gildum augnlækna á deildinni fækkar, hefur sjötugum og eldri, sem er meginþorri sjúklinga- hópsins, fjölgað um 58% frá aldamótum.“ Hún finni fyrir meiri pressu. „Biðlistinn hefur lengst síðustu ár og ég þarf stöðugt að forgangsraða. Áður gerði ég auga- steinsskipti á glákusjúklingunum en ákvað í fyrra að draga verulega úr því þar sem biðlistinn var orðinn of langur fyrir sérhæfðar skurðað- gerðir,“ segir hún. „Sjúkdómurinn er þannig. Þau sem geta beðið lengur verða því miður að gera það, þótt ég reyni að taka sem fyrst alla sem geta það illa.“ Ævintýraleg þróun meðferðar María segir þróunina í greiningu og meðferð gláku mjög hraða á síðustu 20 árum. „Við fram- kvæmum 8 mismunandi glákuaðgerðir í dag, en einungis ein aðgerð var í boði hér á landi áður en ég kom heim. Það heyrir til undantekninga ef sjúklingar þurfa innlögn en áður var eins til tveggja vikna innnlögn eftir glákuskurðaðgerð.“ Gláka getur herjað á allan aldur, líka nýfædd börn, og þá er skurðaðgerð eina úrræðið. „Það er mjög gefandi að að koma í veg fyrir sjón- skerðingu og blindu,“ segir hún. „Framfarir frá því að ég fór í sérnám eru ótrúlegar, bæði í grein- ingu og meðferð og ævintýri að taka þátt í því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.