Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 595
Y F I R L I T S G R E I N
lendis (3,49).1 Upplifun K-Alm hérlendis af stuðningi var marktækt
lægst þó oftar væri hún jákvæð en neikvæð. Í klasanum um sjálfs-
ákvörðun og sjálfræði lækna í vinnu var upplifun íslensku RSér já-
kvæðust (tafla VI) líkt og í klasanum um tilfinningalega tengingu
við starfið (tafla VII) þar sem bresku RSér skoruðu meira að segja
aðeins lægra en íslensku K-Alm.
Samantekið benda niðurstöður fyrstu tveggja klasanna til
markverðs og sambærilegs vanda á vinnustöðum lækna hérlendis
og í Bretlandi. Upplifunin var neðarlega í öðrum fjórðungi (2,1-3)
matsskala þess að vinnuumhverfið hamli því að fagleg manngerð
þeirra njóti sín og einnig vantaði upp á þætti stuðnings, þó minnst
hjá bresku RSér í því tilliti. K-Alm upplifa marktækt meiri streitu,
minni stuðning og sjálfstæði í vinnu sinni en RSér hérlendis. Á
móti finna þeir marktækt meira fyrir stuðningi starfsfélaga. Síðari
klasarnir tveir um sjálfræði/sjálfsákvörðun og (sérstaklega) um
tilfinningaleg tengsl við starfið koma betur út í báðum löndum.
Skor K-Alm í sjálfstæði/sjálfsákvörðunar-klasanum er þó lakast.
Íslensku RSér skora hagstæðast í þeim og upplifa áberandi góð til-
finningaleg tengsl við starfið. Þetta bendir til að upplifun lækna af
starfsumhverfi eða starfsmenningu landanna sé um margt lík en
mismunandi styrkleikar og veikleikar koma fram í þeim báðum.
Í rannsókn okkar voru af neikvæðu þáttunum mest áberandi
vinnuálagið, bæling tilfinninga og ónægur tími til að skila vönd-
uðu starfi (spurningar 2, 8 og 9 í töflu IV) en af jákvæðu þáttun-
um mikill áhugi á að gera sitt besta og þættir sjálfsákvörðunar.
Klasi 1 kom lakast út hjá læknum beggja landa og ber því nokkur
merki kulnunar í starfi þótt góð útkoma í klösum 3 og 4 vegi þar
á móti. Erfitt er að finna nákvæmlega ástæðurnar fyrir þessum
niðurstöðum rannsóknar okkar og Jubilee-setursins. Ólíkar orsak-
ir geta leitt til hins sama en Ísland er fámennt land sem þarf samt
að halda uppi sömu gæðum í heilbrigðisþjónustu og fjölmennari
lönd. Skattfé í heild er minna og stofnanir hafa minna af sérhæfðri
þjónustu. Læknar fara mikið utan í sérnám og stærð og styrkur
erlendra heilbrigðisstofnana lokkar skiljanlega lækna til að setjast
þar að til langframa. Þetta veikir endurnýjun í stéttinni hérlendis
og erfitt er að viðhalda stöðugleika í mönnun stofnana með sífelld-
an skort á læknum á millistiginu milli kandídata og sérfræðinga.
Samkvæmt viðtali við Ölmu Möller landlækni er vitað „að ekki er
nógu vel mannað víða í heilbrigðiskerfinu.“6
Endurrómun umræðu um vinnuálag lækna
Í ritstjórnargrein eftir Sigurberg Kárason svæfinga- og gjörgæslu-
lækni, í Læknablaðinu 2018, kom fram að mannekla og plássleysi
á gjörgæsludeildum Landspítala hafi lengi valdið margvíslegum
vandkvæðum í starfsemi spítalans sem bitnuðu bæði á sjúklingum
og heilbrigðisstarfsfólki.14 Elísabet Benedikz, læknir hjá gæða- og
sýkingarvarnardeild Landspítala, skrifaði einnig í ritstjórnargrein
um hvernig langlífi og fjölgun aldraðra eykur fjölda langveikra og
með því álag á sjúkrahúsunum. Það á sér einnig stað í Bretlandi en
Elísabet talar um hvernig sú sérstaka íslenska hefð að heilbrigðis-
starfsfólk taki orlof yfir fáa sumarmánuði fylli heilbrigðisstofnanir
af nemum og lítt reyndu starfsfólki. Þetta vinnufyrirkomulag sé
óskynsamlegt, úr sér gengið og mæti ekki þörfum um öryggi sjúk-
linga. Rannsóknir sýni að það stuðli oft að mistökum að lítt þjálfað
fagfólk fái of mikla ábyrgð í hendur.15 Okkar könnun bendir til
marktæks meira álags á minna reynda lækna (K-Alm) en á reyndu
sérfræðingana (RSér).
Ofmetnaður í þágu skilvirkninnar
Í þessu kerfi mikils vinnuálags eru metnaðarfullir læknar og sér-
fræðingar árangursmiðaðir,16 bæði í þágu þeirra veiku og afkasta
heilbrigðiskerfsins. Það sem skilar hröðu greiningar- og bataferli
sjúklinga er þá eitt meginatriðið. Rannsóknir benda til að þessi
metnaður auki álagstilfinningu og einkenni kulnunar: að finnast
maður vera úrvinda og aftengdur við sjálfan sig og starfið. Af-
tengingin sé að hluta meðvitað viðbragð sem dregur úr álags-
tilfinningu, en herði læknir á faglegum kröfum sínum auki það
vandann.17 Rannsóknir hafa einnig beinst að takmörkum skil-
virkninnar hvað árangur og líðan varðar. Bætir það til dæmis
læknis-sjúklings sambandið að þjappa því saman í tíma líkt og
þegar laga þarf verkferla hreinna tæknilegra úrlausnarefna? Það
er ólíklegt og rannsóknir sýna að viðtöl í tímaþröng auka óánægju
sjúklinga og lækna, fjölda útgefinna lyfseðla og óviðeigandi lyfja-
ávísana, sem og líkur á lögsóknum gegn læknum.12
Bæta þarf starfsskilyrði lækna
Könnun okkar meðal læknakandídata / almennra lækna með
skemmri en 5 ára starfsreynslu og sérfræðinga með meira en 5 ára
reynslu við sérfræðistörf sýndi að mikið vinnuálag og þættir sem
geta hamlað því að mannkostir lækna njóti sín voru næstir því að
vera neikvæðu megin við miðju. Sama má segja um þætti stuðn-
ings hjá K-Alm. Í samanburði við niðurstöður sömu könnunar hjá
sambærilegum hópi reyndra sérfræðilækna í Bretlandi er upplif-
un íslensku sérfræðilæknanna á stuðningi nokkru neikvæðari, en
jákvæðari gagnvart sjálfsákvörðun og tilfinningalegri tengingu
við starfið. Rannsókn okkar sýnir í fyrsta sinn þessi tengsl vinnu-
umhverfis og álags á mikilvæga fagtengda mannkosti lækna hér-
lendis. Frekari rannsóknir gætu beinst að athugun á því hvaða
mannkostir skipti íslenska lækna mestu máli varðandi tilgang
starfsins, vellíðan og velfarnað til lengri tíma. Einnig má kanna
hvort munur sé á þessu milli ólíkra sérgreina fagsins, en erlend-
ar rannsóknir benda til að þar liggi mun meiri munur en á milli
kynja eða mismunandi starfsreynslu.8 Stærð úrtaka meðal K-Alm
og RSér uppfyllti ekki kröfur um 5% skekkjumörk og svarhlutfall
hefði því mátt vera hærra. Einhver bjögun gæti skapast af því að
sjálfvaldir þátttakendur hafi meiri áhuga á efni rannsóknarinnar
en hinir sem skráðu sig ekki og sá áhugameiri hópur kynni þá að
svara á einhvern annan máta. Úr því verður ekki skorið. Í ljósi fyrr-
greindra fræðigreina um þá mannkosti lækna sem tengjast góðri
líðan og velfarnaði í starfi benda niðurstöður okkar til að uppfylla
þurfi þau starfsskilyrði að læknar geti: a) nýtt þá mannkosti sína
sem lúta að kjarnagildum læknis (heiðarleika, góðvild, sanngirni,
dómgreind) og b) notið sjálfræðis svo sterkur áhugi, samstarfs-
hæfni, þrautseigja og bjartsýni, viðhaldist. Að okkar mati verður
ekki nægjanlega í haginn búið fyrir fagfólk með launabótum og
auknum frítökurétti heldur benda rannsóknir og reynsla þeirra
sem gerst þekkja til álags heilbrigðiskerfisins að uppbygging þess
þurfi að fylgja auknum þörfum, álagi og gæðakröfum hvers tíma.
Þjóðfélagið ætti að gera læknum kleift að starfa eftir hugsjón sinni