Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 607 Nú þegar aðventan gengur í garð og ég með hvítvoðung á heimilinu er mér þakk- læti efst í huga. Eflaust myndu einhverjir kalla það viðkvæmni nú eða bara að ég sé stútfull af hormónum. En ég er afar þakk- lát fyrir alla þá lækna sem halda „lækna- samfélaginu“ á Íslandi gangandi. Það er eftirtektarvert að sjá – í jafn fámennu landi – hvað kollegar láta prógrammið ganga. Það er ekki sjálfgefið að fólk helgi jafn stóran hluta lífsins starfinu og starfstengdum hlutum. Líkt og í öðru erum við örugglega með flest læknafélög og sérgreinafélög miðað við höfðatölu. Sú vinna er oftar en ekki fyrir utan hefðbundinn vinnutíma og kostar ómælda vinnu margra lækna – oftast á kostnað persónulegs frítíma. Læknablað er gefið út mánaðarlega og við höldum veglegt vikulangt þing á ári hverju. Sérnám á Íslandi hefur aldrei verið faglegra og öflugra með ítarlegu frammistöðumati sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna. Ég geri fastlega ráð fyrir því að íðorðanefnd LÍ sé í fullri vinnu við að þýða þessar skammstafan- ir – minicex og cbd – yfir á okkar ylhýra. Læknar eru hvarvetna í framlínunni í kennslu heilbrigðisstétta og í fræðslu til almennings samhliða því sem við erum hlaðin störfum í klíník. Vísindasamfélagið vex og dafnar í kvöld- og helgarvinnu lækna. Læknastarfið er ekki 8-16 vinna! Þess vegna var það hjákátlegt þegar Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í „Nagyon köszönöm szépen mindenkinek“* Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin skoðanir en ekki félagsins. geðlæknir gudrundb@landspitali.is Guðrún Dóra Bjarnadóttir Landspítali setti þá stefnu að læknar mættu ekki vinna önnur launuð störf ef við værum í 100% starfi. Enn furðulegra var þegar teknar voru af aukagreiðslur fyrir aukavakt tekna með minna en 24 tíma fyrirvara. Eins gott að vera úthvíldur heima fyrir þegar kallið kemur frá spítal- anum. Við erum eign Landspítalans nótt sem nýtan dag. Allt eftir höfði spítalans. Þrátt fyrir að ég sé ekki alltaf sammála ákvörðunum yfirstjórnar spítalans þá er ég þakklát fyrir óeigingjarnt starf henn- ar. Það þarf kjark til að standa frammi í stafni og láta ölduganginn úr öllum áttum gusast yfir sig. Það er ekki allra að sitja í framkvæmdastjórn. Guð forði mér frá því – og golfi! Sérstakar þakkir Fyrir skömmu lét Páll Matthíasson af störfum sem forstjóri Landspítala. Hann tók við þröngu búi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Undirfjármögnun til lengri tíma og gjá milli stjórnenda og starfsfólks spítalans. Sú gjá var engir tveir metrar. En á undraverðan hátt náði hann að skapa samstöðu meðal starfsfólks á afar erfiðum tímum. Með hann í forystu setti starfsfólk höfuðið undir sig og hélt áfram - „the show must go on“. Páll stóð keikur! Hann stýrði stærsta vinnustað landsins af festu. Hann talaði máli Landspítala og starfs- fólksins á mannamáli. En því miður talaði hann oft fyrir daufum eyrum. Ótrúlegt hvað sértækt heyrnarleysi er smitandi – smitstuðullinn er ansi hár í kringum Austur völl. Hvöss og oft óvægin umræða í garð Páls náði hámarki rétt fyrir kosningar þar sem þeir sem valdið hafa kepptust við að upphefja sjálfa sig og kasta rýrð á störf stjórnenda Landspítala – en hvað er ekki gert fyrir atkvæði. Svo má ekki gleyma að Páll kom með betra kaffi inn á spítalann og í hans stjórnartíð kom sushi í matsalinn. Ef mað- ur er ekki svo framúrstefnulegur er alltaf hægt að stóla á snitsel á miðviku dögum. Ég hefði ekki treyst nokkrum manni betur fyrir stjórn Landspítalans í þessu árferði og gerði hann það með sóma. Hann getur gengið stoltur frá sínu dags- verki … rakleiðis heim í geðþjónustuna! Nú mun Páll þurfa að „díla við“ annars konar mótvind – nánar tiltekið norðan- áttina á Seltjarnarnesinu. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO FAL Árni Johnsen Þórdís Þorkelsdóttir FÍH Margrét Ólafía Tómasdóttir FSL Theódór Skúli Sigurðsson Guðrún Dóra Bjarnadóttir LR Guðmundur Örn Guðmundsson Ingibjörg KristjánsdóttirOddur Steinarsson starfandi formaður Stjórn Læknafélags Íslands * Nagyon köszönöm szépen mindenkinek er ungverska og þýðir „Takk kærlega allir saman“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.