Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 575
Inngangur
Læknar gegna mikilvægu lögbundnu hlutverki við mat á afleiðing-
um sjúkdóma og fötlunar, bæði vegna endurhæfingar sjúklinga og
mats á skertri starfsgetu. Læknar eru því matsaðilar og sjúklingar
þeirra umsækjendur1 þegar þeir verða óvinnufærir vegna sjúk-
dóma eða slysa og sækja um endurhæfingar- eða örorkulífeyri hjá
Tryggingastofnun ríkisins (TR). Litið hefur verið svo á í skilningi
nýrra persónuverndarlaga að læknar séu ekki „aðilar máls“ þegar
sjúklingar þeirra sækja um lífeyri til TR2 og þar af leiðandi hefur
niðurstaða umsókna eingöngu farið til umsækjendanna sjálfra.
Forsendur örorkumats breyttust 1999 þegar örorkumatsstaðall,
gerður að breskri fyrirmynd, var leiddur í lög.3 Markmiðið var
að skerpa á læknisfræðilegum forsendum örorkumats, sem tald-
ist hafa tekist með innleiðingu staðalsins í Bretlandi3 og draga úr
fjölda þeirra sem metnir höfðu verið til örorku vegna félagslegra
aðstæðna.
Áður en að örorkumati kemur er TR heimilt að setja skilyrði
um að umsækjandi örorkulífeyris hafi gengist undir sérhæft mat
á möguleikum til endurhæfingar og viðeigandi endurhæfingu
áður en til örorkumats kemur, samanber niðurlag 2. mgr. 18. gr.
laga nr. 100/2007 um almannatryggingar.2 Um endurhæfingu
gilda annars vegar ákvæði laga nr. 99/20074 og hins vegar nýleg
ákvæði reglugerðar um framkvæmd endurhæfingarlífeyris sam-
kvæmt lögum um félagslega aðstoð 2020.5 Heimilt er á grundvelli
endurhæfingaráætlunar að greiða endurhæfingarlífeyri í allt að 18
mánuði þegar ekki verður séð hver starfshæfni einstaklings sem
Ólafur Ó. Guðmundsson læknir
Guðmundur Hjaltalín kerfisfræðingur
Haukur Eggertsson verkfræðingur
Þóra Jónsdóttir tölvunarfræðingur
Höfundar starfa allir hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Fyrirspurnum svarar Ólafur Ó. Guðmundsson, olafur.gudmundsson@tr.is
Á G R I P
INNGANGUR
Örorkumatsstaðall sem byggður er á læknisfræðilega viðurkenndum
sjúkdómum eða fötlun var innleiddur 1999. Markmið þessarar rannsóknar
er að skoða þróun úrskurða Tryggingastofnunar ríkisins vegna
endurhæfingar- og örorkulífeyris á 20 ára tímabili frá innleiðingu hans.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Allar skráðar sjúkdómsgreiningar í læknisvottorðum Tryggingastofnunar
vegna samþykktra nýrra endurhæfingar- eða örorkulífeyrisþega fyrir
árin 2000-2019 voru skoðaðar. Gerð er grein fyrir kynjaskiptingu,
aldursdreifingu og fjöldaþróun á tímabilinu. Jafnframt er skoðaður
kostnaður sem hlutfall af ríkisútgjöldum.
NIÐURSTÖÐUR
Nýliðun yngri endurhæfingarlífeyrisþega hefur aukist hratt á
undanförnum árum á sama tíma og lítillega hefur dregið úr hlutfallslegri
fjölgun örorkulífeyrisþega. Geð- og stoðkerfissjúkdómar eru
langalgengustu sjúkdómsflokkarnir sem leiða til skertrar starfsgetu.
Geðsjúkdómar skera sig úr hvað varðar aldursdreifingu og fjölgun eftir
því sem nær dregur í tíma. Hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-66 ára
með 75% örorkumat hefur aukist um þriðjung á tímabilinu, úr um 6% í
8%. Kynjaskipting örorkulífeyrisþega helst svipuð, konur eru um 62%
hópsins í heildina. Konur eru mun líklegri til að verða öryrkjar vegna
stoðkerfissjúkdóma, en karlar nokkru líklegri vegna geðsjúkdóma.
Hlutfallsleg þróun ríkisútgjalda vegna heildargreiðslna til endurhæfingar-
og lífeyrisþega heldur áfram að vaxa sem hlutfall af ríkisútgjöldum.
ÁLYKTUN
Endurhæfingarlífeyrisþegum hefur fjölgað verulega frá árinu 2018
á sama tíma og dregið hefur úr nýliðun öryrkja og vísbendingar eru
um að endurhæfing hafi skilað sér í fækkun nýrra öryrkja. Geð- og
stoðkerfissjúkdómar eru langalgengustu sjúkdómsflokkarnir sem leiða
til skertrar starfsgetu. Heldur lægra hlutfall öryrkja er með geðgreiningu
sem fyrstu sjúkdómsgreiningu á tímabilinu 2000-2019 samanborið við
þá sem áttu gildandi örorkumat 2005 en hlutfall stoðkerfissjúkdóma
er heldur hærra. Engu að síður skera geðsjúkdómar sig úr hvað varðar
aldursdreifingu og fjölgun eftir því sem nær dregur í tíma.
Sjúkdómsgreiningar, endurhæfing
og þróun örorku 2000-2019