Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 609
Gunnar segir eina ástæðu þess að hann
tali um þetta séu oflækningar. „Choosing
Wisely hvetur til þess að við íhugum vel
hvað við veljum fyrir sjúklinga okkar.
Tímarnir eru þannig að við höfum fræði-
lega þekkingu og meðferðarmöguleika út í
hið óendanlega. En úrræðin eru takmörk-
uð og því þarf að velja sem best,“ segir
hann.
„Allir eiga rétt á bestu þjónustu hverju
sinni, bestu meðferð hverju sinni. Spurn-
ingin er ekki hverjir eiga að fá þessa bestu
þjónustu heldur er spurt: Hver er besta
þjónustan? Er mest íþyngjandi þjónustan
best?“
Gunnar segir þessar kenningar sem
hann nefni í raun eiga við um lífið allt.
„Þetta snýst um mannlega hegðun,“ segir
hann en vill þó ekki gefa sig út fyrir að
vera sérfræðingur á svo stóru sviði. „En
undirliggjandi ástæður fyrir ákvörðunum
hafa áhrif á okkur öll í starfi,“ segir hann.
En hvernig kviknaði áhugi hans á þessu?
„Í sérnámi í Gautaborg,“ segir hann.
„Læknaheimurinn er heillandi en krefj-
andi. Þegar maður hefur orðið góð tök á
klíníska starfinu, er orðinn vel fleygur,
verður þessi spurning áleitin. Það þarf
því að vinna í samræmi við grunnsið-
ferðisgildin. Fara yfir þau í huga sínum
reglulega því þau eru ekki alltaf efst í
huga í önnum hversdagsins. Maður þarf
að hægja á hugsunum sínum og fara yfir
hvort ákvarðanirnar í starfi stemmi við
öll grunnsiðferðisgildin,“ leggur hann
áherslu á.
Skipti um kúrs og kaus klíník
Gunnar er Reykvíkingur, útskrifaður
úr MR, lærði í HÍ og sótti sérnámið til
Svíþjóðar. Hann fékk sem læknanemi
einstakt tækifæri til að vinna um nokkurra
mánaða skeið að erfðarannsókn við Johns
Hopkins-spítalann en kaus að verða svæf-
inga- og gjörgæslulæknir. Hvers vegna?
„Mér fannst frábær reynsla að kynnast
rannsóknarheiminum og að fá að vinna á
stórkostlegri stofnun eins og Johns Hopk-
ins sem er fremst í sinni röð. En þegar ég
fór að vinna klínískt fann ég að það heill-
aði mig mest,“ segir hann þótt ljóst sé að
hann hafi nú ekki alveg sleppt tökunum
af vísindaáhuganum. Spurður segir hann
að ekki hafi verið gerðir vegvísar fyrir
ákvarðanatöku í gjörgæsluumhverfi. Hins
vegar þekkist víða að haldnir séu daglega
fundir sem fylgi föstu formi með öllu
teyminu sem sér um sjúkling.
„Þá er spurt spurninga eins og: Teljið
Gunnar Thorarensen segir mikilvægt að læknar
íhugi hvers vegna þeir taki þær ákvarðanir sem þeir
taka. Segja megi að þeir leggi ákvörðunum sínum
stundum við akkeri og eigi erfitt með að haggast
þaðan. Mynd/gag
þið rétt að halda áfram? Teljið þið horfurn-
ar breyttar frá því í gær?“ Það rími vel við
klínískar leiðbeiningar í líknarlækningum.
Lykilspurning þar er hvort það kæmi á
óvart ef sjúklingurinn yrði látinn innan
árs,“ segir hann. „Sé svarið nei, er rétt að
ræða við sjúklinginn um hver hann telji
réttu markmiðin,“ segir hann og að því
hafi hann viljað koma á framfæri á Lyf-
læknaþinginu.
Oft flókið að hætta
„Það þarf meiri slagkraft og drifkraft til að
við breytum hegðuninni. Við erum betri
í þessu en við vorum en betur má ef duga
skal,“ segir Gunnar.
„Við verðum að þora að spyrja okkur
hver tilgangur meðferðar hverju sinni er.
Er von á að hún lækni? Er meðferð að skila
árangri? Er okkur siðferðislega stætt að
halda áfram? Það er flókið. Það að okkur
hættir mörgum til að finnast réttara að
gera eitthvað en að gera ekkert (status quo
bias) getur í sumum tilvikum villt okkur
sýn.“
Gunnar segir þetta jafnvægislist. „Ég
er ekki að segja að nálgast eigi hlutina
með kaldlyndi. Maður þarf hins vegar að
horfa eins raunsæjum augum á stöðuna og
hægt er, byggt á bestu þekkingu sem til er
hverju sinni. Það er kjarninn. En skili með-
ferð ekki árangri þarf maður að hafa kjark
til að horfast í augu við það.“
„Maður þarf að hægja á
hugsunum sínum og fara yfir hvort
ákvarðanirnar í starfi stemmi við öll
grunnsiðferðisgildin.“