Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 12
576 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N er á aldrinum 18 til 67 ára verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys, og ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi má framlengja greiðslutímabilið í 36 mánuði. Undanfarin ár hefur verið skerpt á verklagi TR á þann veg að gerð er krafa um að endurhæfing hafi verið fullreynd, sérstaklega hjá yngri umsækjendum með óvissa endanlega starfsgetu, áður en til örorkumats kemur. Árið 2020 voru örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar alls um 22.000, eða um 9,4% landsmanna á aldrinum 18-66 ára. Fjöldi fyrstu örorkulífeyrisumsókna hélst nokkuð stöðugur mest allan tíunda áratug síðustu aldar, rúmlega 900 á ári, en upp úr aldamót- um fjölgaði fyrstu umsóknum mjög og fóru til dæmis úr 944 um- sóknum árið 2002 í 1622 árið 20046 og árið 2019 sóttu 2816 manns um sitt fyrsta örorkumat. Um árabil hefur umræða um þverfaglegt starfsgetumat í stað núgildandi matskerfis sem byggt er á læknisfræðilegum for- sendum átt sér stað án þess að slíkar grundvallarbreytingar hafi verið innleiddar.7 Markmið rannsóknarinnar var þríþætt. Í fyrsta lagi að skoða fyrir liggjandi algengi fyrstu sjúkdómsgreininga sem megin orsök fyrsta úrskurðar um endurhæfingar- og örorkulífeyri. Fyrir liggur að geðsjúkdómar og stoðkerfissjúkdómar hafa verið langalgeng- ustu sjúkdómsgreiningarflokkar þegar fyrsta sjúk dómsgreining umsækjenda um bæði endurhæfingar- og örorkulífeyri eru skoð- aðar.8 Niðurstöður eru því settar fram hér eftir þessum tveimur sjúk dómaflokkum og síðan öllum öðrum sjúkdómaflokkum sam- anlagt. Í öðru lagi að skoða kynja- og aldursdreifingu þessara lífeyrisþega. Í þriðja lagi að skoða þróun ina á 20 ára tímabili frá innleiðingu örorkumatsstaðalsins. Efniviður og aðferðir Í skrám TR er að finna læknisfræðileg gögn þeirra sem metnir hafa verið til endurhæfingar- og örorkulífeyris vegna lífeyristrygginga. Þessi rannsókn byggir á sjúkdómsgreiningum í læknisvottorðum sem fylgja fyrstu umsóknum um lífeyri á 20 ára tímabili 2000-2019 og hafa verið samþykktar til greiðslu endurhæfingar- og örorku- lífeyris. Upplýsinga um mannfjöldatölur var aflað frá Hagstofu Íslands og um ríkisútgjöld hjá Ríkisendurskoðun. Niðurstöður Árlegur fjöldi nýrra örorkulífeyrisþega hefur verið nokkuð stöð- ugur undanfarin 20 ár, eða á bilinu 1200-1500 manns, að frátöld- um árunum 2016-2018 þegar það var á bilinu 1500-1800 manns. Heildarfjöldi er 27.270. Þegar hlutfall þeirra sem ljúka greiðslum á endurhæfingarlíf- eyri og fara beint á örorkulífeyri er skoðað í skrám TR kemur í ljós að árið 2006 var það 52% samanborið við 44% árið 2016 og 32% árið 2019. Allar niðurstöður rannsóknarinnar eru raktar í umræðu- kaflanum, og gerð ítarleg skil í 5 töflum og tveimur myndum hér á eftir. Umræða Áhersla stjórnvalda á endurhæfingu fólks sem verður óvinnufært vegna sjúkdóma og slysa á því 20 ára tímabili sem hér er skoð- Tafla I. Allar ICD-sjúkdómsgreiningar 2000-2019. Hlutfall af fjölda einstaklinga í hópi nýrra örorkulífeyrisþega eftir sjúkdómsgreiningar- flokki. Fjöldi ICD- greininga í flokki Hlutfall af heildarfjölda Annað Aðrir sjúkdómar 6400 23,5 C Krabbameinssjúkdómar 2069 7,6 E Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar 2880 10,6 F Geðsjúkdómar 12.440 45,6 G,H Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum 3685 13,5 I Sjúkdómar í blóðrásarkerfi 3892 14,3 J Sjúkdómar í öndunarfærum 1601 5,9 L Húðsjúkdómar 502 1,8 M Stoðkerfissjúkdómar 12.353 45,3 Q Meðfædd skerðing og litningafrávik 495 1,8 S,T Áverkar 3142 11,5 að birtist í stefnumótun9 og fjölgun endurhæfingarúrræða og því kemur ekki á óvart að stöðug aukning hefur orðið á nýliðun í hópi endurhæfingarlífeyrisþega. Frá árinu 2010 hefur nýliðun endur- hæfingarlífeyrisþega nær þrefaldast og langmesta aukningin orð- ið hjá yngstu aldurshópunum sem verður að teljast eðlileg þróun í ljósi vísbendinga um að endurhæfing skili árangri. Færnimat lækna er ekki einfalt og verður flóknara þegar niður- stöður læknisfræðilegra rannsókna og læknisskoðun gefa tak- markaðar upplýsingar um raunverulega færni. Þá kann sú hætta að vera fyrir hendi að félagslegir hvatar í lagaumhverfinu, svo sem skattafríðindi og afslættir sem fylgja örorkumatsúrskurði (til dæmis ótekjutengdur og óskattskyldur barnalífeyrir) til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega,10 hafi áhrif á læknisfræðilega matið. Geð- og stoðkerfissjúkdómar hafa verið algengustu sjúkdóma- flokkarnir hjá öryrkjum af báðum kynjum.8 Þar næst koma hjarta- og æðasjúkdómar og taugasjúkdómar (tafla I). Tveimur árum eftir innleiðingu örorkumatsstaðalsins hér á landi mátti merkja marktæka fjölgun kvenna með stoðkerfissjúkdóma, einkum mjúk- vefjasjúkdóma, sem metnar voru til örorkulífeyris.11 Árið 2005 var hlutfall örorku vegna geðraskana 31,3% hjá konum og 40,8% hjá körlum.8 Í þessari rannsókn, á tímabilinu 2000-2019, er sambæri- legt hlutfall örorku vegna geðraskana lægra, eða 27,4% hjá konum og 33,5% hjá körlum, byggt á fyrstu sjúkdómsgreiningu í læknis- vottorði. Í sömu rannsókn var hlutfall stoðkerfissjúkdóma 35,1% hjá konum og 17,3% hjá körlum. Í þessari rannsókn, á tímabilinu 2000-2019, er sambærilegt nýgengishlutfall örorku vegna stoð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.