Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2021, Page 12

Læknablaðið - 01.12.2021, Page 12
576 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N er á aldrinum 18 til 67 ára verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys, og ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi má framlengja greiðslutímabilið í 36 mánuði. Undanfarin ár hefur verið skerpt á verklagi TR á þann veg að gerð er krafa um að endurhæfing hafi verið fullreynd, sérstaklega hjá yngri umsækjendum með óvissa endanlega starfsgetu, áður en til örorkumats kemur. Árið 2020 voru örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar alls um 22.000, eða um 9,4% landsmanna á aldrinum 18-66 ára. Fjöldi fyrstu örorkulífeyrisumsókna hélst nokkuð stöðugur mest allan tíunda áratug síðustu aldar, rúmlega 900 á ári, en upp úr aldamót- um fjölgaði fyrstu umsóknum mjög og fóru til dæmis úr 944 um- sóknum árið 2002 í 1622 árið 20046 og árið 2019 sóttu 2816 manns um sitt fyrsta örorkumat. Um árabil hefur umræða um þverfaglegt starfsgetumat í stað núgildandi matskerfis sem byggt er á læknisfræðilegum for- sendum átt sér stað án þess að slíkar grundvallarbreytingar hafi verið innleiddar.7 Markmið rannsóknarinnar var þríþætt. Í fyrsta lagi að skoða fyrir liggjandi algengi fyrstu sjúkdómsgreininga sem megin orsök fyrsta úrskurðar um endurhæfingar- og örorkulífeyri. Fyrir liggur að geðsjúkdómar og stoðkerfissjúkdómar hafa verið langalgeng- ustu sjúkdómsgreiningarflokkar þegar fyrsta sjúk dómsgreining umsækjenda um bæði endurhæfingar- og örorkulífeyri eru skoð- aðar.8 Niðurstöður eru því settar fram hér eftir þessum tveimur sjúk dómaflokkum og síðan öllum öðrum sjúkdómaflokkum sam- anlagt. Í öðru lagi að skoða kynja- og aldursdreifingu þessara lífeyrisþega. Í þriðja lagi að skoða þróun ina á 20 ára tímabili frá innleiðingu örorkumatsstaðalsins. Efniviður og aðferðir Í skrám TR er að finna læknisfræðileg gögn þeirra sem metnir hafa verið til endurhæfingar- og örorkulífeyris vegna lífeyristrygginga. Þessi rannsókn byggir á sjúkdómsgreiningum í læknisvottorðum sem fylgja fyrstu umsóknum um lífeyri á 20 ára tímabili 2000-2019 og hafa verið samþykktar til greiðslu endurhæfingar- og örorku- lífeyris. Upplýsinga um mannfjöldatölur var aflað frá Hagstofu Íslands og um ríkisútgjöld hjá Ríkisendurskoðun. Niðurstöður Árlegur fjöldi nýrra örorkulífeyrisþega hefur verið nokkuð stöð- ugur undanfarin 20 ár, eða á bilinu 1200-1500 manns, að frátöld- um árunum 2016-2018 þegar það var á bilinu 1500-1800 manns. Heildarfjöldi er 27.270. Þegar hlutfall þeirra sem ljúka greiðslum á endurhæfingarlíf- eyri og fara beint á örorkulífeyri er skoðað í skrám TR kemur í ljós að árið 2006 var það 52% samanborið við 44% árið 2016 og 32% árið 2019. Allar niðurstöður rannsóknarinnar eru raktar í umræðu- kaflanum, og gerð ítarleg skil í 5 töflum og tveimur myndum hér á eftir. Umræða Áhersla stjórnvalda á endurhæfingu fólks sem verður óvinnufært vegna sjúkdóma og slysa á því 20 ára tímabili sem hér er skoð- Tafla I. Allar ICD-sjúkdómsgreiningar 2000-2019. Hlutfall af fjölda einstaklinga í hópi nýrra örorkulífeyrisþega eftir sjúkdómsgreiningar- flokki. Fjöldi ICD- greininga í flokki Hlutfall af heildarfjölda Annað Aðrir sjúkdómar 6400 23,5 C Krabbameinssjúkdómar 2069 7,6 E Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar 2880 10,6 F Geðsjúkdómar 12.440 45,6 G,H Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum 3685 13,5 I Sjúkdómar í blóðrásarkerfi 3892 14,3 J Sjúkdómar í öndunarfærum 1601 5,9 L Húðsjúkdómar 502 1,8 M Stoðkerfissjúkdómar 12.353 45,3 Q Meðfædd skerðing og litningafrávik 495 1,8 S,T Áverkar 3142 11,5 að birtist í stefnumótun9 og fjölgun endurhæfingarúrræða og því kemur ekki á óvart að stöðug aukning hefur orðið á nýliðun í hópi endurhæfingarlífeyrisþega. Frá árinu 2010 hefur nýliðun endur- hæfingarlífeyrisþega nær þrefaldast og langmesta aukningin orð- ið hjá yngstu aldurshópunum sem verður að teljast eðlileg þróun í ljósi vísbendinga um að endurhæfing skili árangri. Færnimat lækna er ekki einfalt og verður flóknara þegar niður- stöður læknisfræðilegra rannsókna og læknisskoðun gefa tak- markaðar upplýsingar um raunverulega færni. Þá kann sú hætta að vera fyrir hendi að félagslegir hvatar í lagaumhverfinu, svo sem skattafríðindi og afslættir sem fylgja örorkumatsúrskurði (til dæmis ótekjutengdur og óskattskyldur barnalífeyrir) til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega,10 hafi áhrif á læknisfræðilega matið. Geð- og stoðkerfissjúkdómar hafa verið algengustu sjúkdóma- flokkarnir hjá öryrkjum af báðum kynjum.8 Þar næst koma hjarta- og æðasjúkdómar og taugasjúkdómar (tafla I). Tveimur árum eftir innleiðingu örorkumatsstaðalsins hér á landi mátti merkja marktæka fjölgun kvenna með stoðkerfissjúkdóma, einkum mjúk- vefjasjúkdóma, sem metnar voru til örorkulífeyris.11 Árið 2005 var hlutfall örorku vegna geðraskana 31,3% hjá konum og 40,8% hjá körlum.8 Í þessari rannsókn, á tímabilinu 2000-2019, er sambæri- legt hlutfall örorku vegna geðraskana lægra, eða 27,4% hjá konum og 33,5% hjá körlum, byggt á fyrstu sjúkdómsgreiningu í læknis- vottorði. Í sömu rannsókn var hlutfall stoðkerfissjúkdóma 35,1% hjá konum og 17,3% hjá körlum. Í þessari rannsókn, á tímabilinu 2000-2019, er sambærilegt nýgengishlutfall örorku vegna stoð-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.