Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 40
604 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 Jón og Katrín heiðruð Læknarnir Jón Snædal og Katrín Fjeld- sted voru heiðruð fyrir þátttöku sína í erlendu samstarfi fyrir hönd Læknafélags Íslands á aðalfundinum sem var haldinn á Hótel Natura dagana 29. og 30. október. Katrín hefur frá síðustu aldamótum verið fulltrúi LÍ hjá Evrópusamtökum lækna (CPME). Hún var fyrsta konan til að gegna embætti forseta samtakanna. Jón hefur frá svipuðum tíma verið fulltrúi Íslands í störfum Alþjóðasamtaka lækna, WMA. Hann var um skeið forseti þeirra. Bæði eru heiðursfélagar í LÍ, Jón frá 2008 og Katrín frá 2018. „Ég bjóst ekki við að taka við formennsku Læknafélagsins þegar ég tók sæti í stjórn- inni en mun leiða starfið þar til kosningu nýs formanns er lokið,“ segir Oddur Steinarsson, heimilislæknir og fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunnar í Lág- múla. Hann er fyrrum framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins. Oddur kom inn í stjórn LÍ sem fulltrúi FÍH í október og var þá kosinn varaformaður. Oddur segir mikilvægt að bregðast hratt við og ganga sem fyrst til kosninga um nýjan formann. „Framundan eru aðkallandi verkefni. Alvarlegt ástand sem þarf að bregðast við alls staðar í heil- brigðiskerfinu.“ Stefnt er á að kosningu formanns verði lokið í janúar. Reynir Arngrímsson, formaður síð- ustu fjögur ár, er meðal umsækjenda um stöðu forstjóra Landspítala og sagði í kveðjubréfi sínu til félagsmanna LÍ hafa sannfærst um að ómögulegt sé að vera í slíku umsóknar- og matsferli samhliða því að gegna þessu trúnaðarstarfi fyrir lækna: „Nokkuð ljóst er að matsferlið sem nú fer í gang mun geta tekið alllangan tíma þó erfitt sé um það að spá. Þess vegna hef ég ákveðið á þessum tímamót- um að stíga til hliðar sem formaður LÍ.“ Reynir þakkaði bæði stjórn, félagsmönn- um og starfsmönnum fyrir ánægjulegt og gott samstarf og traustið sem honum hefði verið sýnt með því að kjósa hann í þrígang til að gegna formennsku félags- ins. „Ég lít hreykinn um öxl hvað varðar þau mál sem hafa klárast eða verið sett Mínerva í almenna notkun fyrir sumarið „Við erum að leggja lokahönd á að tengja Mínervu við félagatal LÍ. Í kjölfarið prufukeyrir hópur lækna kerfið. Það verður væntanlega öðru hvoru megin við jólin,“ segir Hrönn Pétursdóttir verkefnastjóri hjá Læknafélaginu en sí menntunarhópur LÍ leggur línurnar um Mínervu. „Fyrir sumarið stefnum við á að kerfið verði komið í almenna notkun.“ Mínerva mun halda rafrænt utan um upplýsingar um símenntun lækna. Hrönn leggur áherslu á að Mínerva verði aðeins fyrir þá lækna sem vilji nota hana. „Við vonumst þó til að sem flestir kjósi það, því mikilvægi þess að halda utan um þekk- ingu sína vegur stöðugt þyngra.“ Hún bend- ir læknum á að þeir eigi samkvæmt kjara- samningum rík réttindi til símenntunar. „Haldi læknar utan um símenntun sína verður auðveldara að berjast fyrir því að þeim sé skapað rými í vinnu til að stunda hana.“ Oddur Steinarsson leiðir Læknafélagið – Reynir Arngrímsson kveður eftir fjögur ár sem formaður á dagskrá á þeim tíma sem ég hef gegnt formennsku í LÍ. Í þeim áfangasigrum eiga fleiri en ég þátt, stjórnin og félagsmenn allir,“ segir hann í bréfinu. Hann sé þess fullviss að næsti kjörni formaður vinni ásamt stjórn að framgangi þeirra verkefna sem ekki sé enn að fullu lokið. Oddur Steinarsson tekur við keflinu af Reyni Arngríms- syni og verður formaður Læknafélags Íslands en kosið verður um nýjan formann fljótlega. Hrönn Pétursdóttir er verkefnastjóri hjá Læknafélaginu. Hér eru þau Katrín og Jón með Reyni Arngrímssyni, þáverandi formanni Læknafélagsins. Mynd/Dögg Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.