Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 51
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 615 L Y F L Æ K N A Þ I N G 2 0 2 1 Davíð sagði á málþinginu landsmenn standa frammi fyrir meiri áskorunum í heilbrigðisþjónustunni en nokkru sinni fyrr. „Yfirfullar deildir, vandi á bráðamót- tökunni, vandi í heilsugæslunni. Þjóðin er að eldast. Þetta er snúin staða en ekkert annað í boði en að vinna sig út úr henni,“ sagði hann í upphafi fundarins. Spurn- ingin væri hvernig mætti nýta kerfið betur. Einingar heilbrigðiskerfisins hefðu þróast áfram án samhengis. „Áskorunin núna er ekki síst hvernig við getum samþætt starfsemina betur.“ Davíð tók dæmi af hjartadeild Landspít- ala. Þar myndu þau gjarnan vilja sinna þeim sem væru bráðveik hverju sinni og með flóknustu vandamálin. „Ég tel að stöðugri vandamál og hálf- bráð eigi jafnvel betur heima hjá sjálf- stætt starfandi sérfræðilæknum eða í heilsugæslunni. Ég sé fyrir mér að þarna verði skýrari verkaskipting.“ Hann benti þó á að að biðlistar á stofum væru langir, jafnvel svo að sjálfstætt starfandi læknar taki ekki fleiri skjólstæðinga. „Ég tel að þessi kerfi þurfi að vera dýnamískari og ég vildi sjá samstarf milli þeirra; heilsugæslunnar og spítalans um hvaða verkefni eigi að vera á hverjum stað og hvernig þau geti flætt milli eininga eftir bráðleika og stöðugleika sjúklinga,“ sagði hann. Bjarni benti á að dýpka þyrfti um- ræðuna um fjármögnun þjónustunnar. Talið leiddist alltaf að fjárupphæðinni en ekki hvernig peningarnir nýtist. „Reynum að sammælast um þá mælikvarða sem mestu skipta um afköst kerfisins.“ Hann hafi mikið verið gagnrýndur þegar hann benti á að erlendir sérfræðingar segðu framleiðnina ekki næga. „Þá fékk ég gusu yfir mig frá starfsmönnum Landspítala sem spurðu: Hvað ertu að segja, ertu að segja að við hlaupum ekki nógu hratt? Ég var ekki að segja það,“ sagði Bjarni og að framleiðni gæti verið lítil þótt allir sinntu tvöfaldri yfirvinnu. „Ég heyri stanslaust sögur af því að fólk sé undir gríðarlegu álagi. Stundum er álagið einmitt vegna þess að vélin er ekki nægilega vel smurð. Það verða til flösku- hálsar.“ Skoða verði hvar auðsóttustu ávinningarnir séu. „Byrjum þar og reyn- um að finna viðspyrnu,“ sagði fjármála- ráðherra. „Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu gríðarlegt álag er víða í kerfinu.“ Hann sagði að þjóðin stæði frammi fyrir mönnunarvanda eins og margar aðr- ar. Enginn ágreiningur væri um að reka hér opinbert heilbrigðiskerfi. Hins vegar mætti skilgreina betur hvernig þær nærri 700.000 krónur á hvern landsmann sem fari í kerfið nýtist þeim best. „Ef við horfum á kerfið út frá því markmiði að við ætlum að tryggja þjón- ustu fyrir einstaklinginn mun svona fjöl- breytni [í rekstri] í kerfinu byggjast upp.“ Heilbrigðiskerfið í stöðu Manchester United „Manchester United er gríðarlega vel skip- að. Þar eru 11 mjög góðir einstaklingar en þeir spila ekki sem lið. Þeim er illa stýrt en það fara alveg gríðarlega miklir fjár- munir í þetta,“ sagði Davíð O. Arnar, yfir- læknir hjartadeildar Landspítala, þegar fjárhagsstaða heilbrigðiskerfisins var rædd og bar hana saman við stjórn enska knattspyrnuliðsins. „En heilbrigðiskerfið sem slíkt hefur úr gríðarlega miklum fjármunum að moða en við getum spurt hvort við séum að nýta það á sem skynsamlegastan máta,“ sagði hann. „Það er alltaf verið að biðja um meira og meira en getur verið að þetta snúist líka um að hafa fjármagn sem hjálpar okkur að nýta fjármunina á sem skynsamlegastan hátt.“ Jakob Falur Garðarsson, frá Frum- tökum, tók dæmi um ný lyfjalög. „Það er áhugavert að benda á þá staðreynd að Landspítala var falið það hlutverk að bera alla ábyrgð á innleiðingu nýrra lyfja. Þarna erum við með færustu og bestu lækna landsins, sem eru upp fyrir haus í bjúrókrasíu. Það er ekki snjallt hvernig við förum með þá fjármuni,“ sagði hann. „Við, þessi pínu litla þjóð, eigum ekki að gera læknunum okkar það eða Landspítala að standa í þessari bjúrókrasíu heldur finna einfaldari leið til lausnar.“ Þetta litla dæmi sýndi sóun í kerfinu á grundvelli „splunkunýrra“ laga í heilbrigðiskerfinu. Rúmlega 200 manns mættu á Lyflæknaþingið auk 30 sýningaraðila. Hér talar Amie Burbridge um ómeðvitaða hugsanaskekkju (cognitive bias). Mynd/gag sjá um, því við sjáum fullt af hlutum sem gætu mjög vel átt heima annars staðar. Eftirlit með stabílu fólki, skimanir og ým- islegt annað sem gæti verið betur komið annars staðar. Það vantar skýrara samtal um verkaskiptingu og hvað mismunandi einingar geta gert,“ sagði hann. Signý Vala Sveinsdóttir, nýr formaður Félags íslenskra lyflækna, tók undir orð hans. „Það er allt of mikið af fyrsta stigs þjónustu á Landspítala. Eins og skimanir, rekstur hjúkrunarheimilis á Vífilsstöðum og ýmis heilsugæslumál.“ Skilgreina þurfi þjónustuna eftir þessum lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.