Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 61
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 625
Anna Mjöll Matthíasdóttir
07:20 Kominn tími til að fara á fætur eft-
ir um klukkutíma langt snús. Langþráður
draumur um að verða hin fullkomna
A-manneskja verður ekki að veruleika
þennan daginn, frekar en aðra daga.
Fyrsta verk er að setja tónlist í eyrun til
að rífa mig í gang. Bursta tennur, fer í það
fyrsta sem ég sé í fataskápnum (eftir að
hafa skipt um skoðun nokkrum sinnum)
og set á mig andlitið fyrir daginn. Næ
ekki að fá mér morgunmat heima enda
klukkan orðin 7:58 og best að haska sér í
vinnuna.
08:00 Morgunfundur með mínum góðu
kollegum. Alltaf gott að byrja daginn á
rjúkandi kaffibolla og léttu spjalli um
vaktamál og áhugaverð tilfelli.
08:20 Vikuleg æfing lækna, hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraflutningamanna. Í dag
kom það í minn hlut að stjórna æfingunni
og förum við saman í gegnum öndunar-
vegabúnaðinn í sjúkrabílnum og ræðum
um loftvegameðferð.
09:00 Tek við vaktsímanum þar sem ég
er með flýtivaktina í dag. Byrja á að rölta
niður í matsal og fæ mér morgunmat sem
samanstendur af brauðsneið með osti og
gúrku ásamt mjólkurglasi. Fer því næst
upp á skrifstofu og sé að það er byrjað að
bóka á mig nokkur erindi fyrir daginn.
09:10 Flýtivaktin hefst og inn koma fjöl-
breytt tilfelli eins og vanalega. Leikskóla-
barn með langdregið kvef og öndunar-
færaeinkenni, unglingsdrengur með
brotna tá, eldri kona með byrjandi ristil
og drengur með skurð á hné sem þarf að
sauma.
10:30 Vaktsíminn pípir og ég sé að
það er F1 útkall. Fer með sjúkrabílnum
í heimahús og reynist þar vera eldri
einstaklingur með brjóstverk. Við förum
með sjúklinginn upp á heilsugæslu til
skoðunar og tökum þar EKG og veit-
um fyrstu meðferð. Í kjölfarið er tekin
ákvörðun um flutning á Fjórðungssjúkra-
húsið í Neskaupstað þar sem frekari upp-
vinnsla leiddi í ljós NSTEMI.
12:15-13:00 Maðurinn minn sækir mig
á heilsugæsluna og förum við út að borða
á veitingastaðnum Salt þar sem er alltaf
ljúffengur matur í hádeginu. Hittum þar
Fanneyju lækni og manninn hennar og
spjöllum um allt annað en vinnuna. Allir
panta sér rétt dagsins sem að þessu sinni
er chili con carne með hrísgrjónum og sal-
ati. Vaktsíminn er til friðs.
13:00 Endurnærð eftir hádegismatinn
held ég áfram með flýtimóttökuna. Sinni
ýmsum verkefnum á vaktinni en þar ber
hæst að inn koma tveir menn með stuttu
millibili vegna þreytu og mæði. Þeir reyn-
ast báðir vera með nýtt gáttatif sem óljóst
er hvenær byrjaði. Ég set þá á meðferð
í samráði við ráðgefandi hjartalækni á
Landspítalanum og legg upp plan varð-
andi uppvinnslu og eftirfylgd. Sannkölluð
tveir-fyrir-einn afgreiðsla.
16:00 Vinnudegi lokið og kominn tími til
að fara heim. Ég tek við bakvaktarsíman-
um en þar sem annar reyndur sérnáms-
læknir er á forvaktinni er líklegt að það
verði rólegt.
16:20 Fer í góðan göngutúr um Selskóg
með hundinn og manninn. Skrepp því
næst í búð og sinni helstu heimilisverk-
um. Fáum okkur grjónagraut og lifrar-
pylsu á meðan við horfum á einn Kapps-
mál á voddinu (sannkallaðir Rúv-arar hér
á ferð).
19:00-20:30 Fer á fimleikaæfingu
ásamt góðum vinkonum úr vinnunni. Er
með vaktsímann á hliðarlínunni á meðan
við rifjum upp gamla takta og reynum að
slasa okkur ekki alvarlega.
20:40 Áfram er allt með kyrrum kjörum
á vaktinni. Ég ákveð því að skella mér
með vinkonunum í Vök eftir æfinguna
með vaktsímann í fyrsta flokks plastvasa
utan um hálsinn. Úti er stjörnubjart og sé
ég að það glittir í norðurljós læðast yfir
fjallið. Þær sem vilja fá sér drykki á barn-
um og eigum við notalega stund saman
úti í vökinni.
22:00 Kem heim og heyri strax spangólið
í hundinum sem er greinilega glaður að
sjá mig enda búin að vera að heiman í
næstum þrjá klukkutíma. Við horfum á
heimildaþátt um raðmorðingja, sem er
alltaf kósý svona fyrir svefninn.
23:00 Kominn tími til að skríða í ból.
Ljúf rödd Veru Illugadóttur svæfir mann-
skapinn með frásögn af morðinu á Olof
Palme. Áfram hef ég háleit markmið fyrir
morgundaginn að verða hin fullkomna
A-manneskja.
Dagur í lífi læknis á Egilsstöðum
Anna Mjöll við skrifborðið sitt á
heilsugæslunni við Lagarás á Egilsstöðum.
DREGUR ÚR HÆTTU Á
KRANSÆÐASJÚKDÓMUM1
HANN LIFÐI AF HJARTAÁFALL
— PRALUENT DREGUR ÚR
HÆTTU Á NÝJU2,3*
Praluent minnkar hættuna á alvarlegum kransæðatilfellum
OG ER EINI PCSK9-HEMILLINN SEM SÝNT HEFUR
LÆKKUN Í DÁNARTÍÐNI AF HVAÐA ORSÖK SEM ER†
í endapunktarannsókn á kransæðasjúkdómum2,4,5
ÁBENDING STAÐFESTUR
KRANSÆÐASJÚKDÓMUR*
ALVARLEG ÆTTGENG
BLÓÐFITUHÆKKUN*
Skilyrði
Krafa
um fyrri
meðferð
Meðferð með a.m.k. tveimur hagkvæmustu lyfjunum hafa reynst ófullnægjandi
eða aukaverkanir leiði til þess að stöðva þurfi notkun þeirra, nema sérstök rök
mæli með öðru. Tilgreina skal hvaða lyf hafa verið reynd og í hve langan tíma.
Sérkröfur
Gildistími
umsóknar
Fyrirbyggjandi meðferð eftir hjartaáfall fyrir
einstakling með LDL-kólesteról ≥2,5 mmól/l*
Fyrsta umsókn skal gerð af sérfræðingi með sérþekkingu í hjarta- og æðasjúkdómum.
5 ár
Praluent 75 mg og 150 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna
Heiti virkra efna: Alirocumab. Ábendingar: Frumkomin kólesterólhækkun í blóði og blönduð blóðfituröskun: Praluent
er ætlað, til viðbótar við ákveðið mataræði, til notkunar hjá fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun í blóði
(arfblendna ættgenga kólesterólhækkun og kólesterólhækkun sem ekki er arfgeng) eða blandaða blóðfituröskun:
í samhliðameðferð með statíni eða statíni með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ná ekki viðmiðunar-
mörkum LDL-kólesteróls með hámarks þolanlegum skammti af statíni eða; í einlyfjameðferð eða samhliða öðrum
blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín. Staðfestur kransæða-
sjúkdómur: Praluent er ætlað fullorðnum með staðfestan kransæðasjúkdóm til að draga úr hættu á hjarta- og æða-
sjúkdómum með því að lækka gildi LDL-kólesteróls, sem viðbótarmeðferð við leiðréttingu á öðrum áhættuþáttum:
í samsetningu með hámarksskammti af statíni sem þolist, með eða án annarri fitulækkandi meðferð, eða; eitt og sér
eða í samsetningu með annarri fitulækkandi meðferð hjá sjúkingum sem ekki þola statín eða þegar frábending er fyrir
notkun statíns. Sjá SmPC vegna niðurstaðna rannsókna á áhrifum á LDL-kólesteról, hjarta- og æðatilvik og þýði
sem var rannsakað. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um auka-
verkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi: sanofi-aventis groupe. Fyrir nánari upplýsingar um lyfið skal hafa samband við umboðsaðila
á Íslandi sem er Vistor hf., sími: 535-7000. Texti SmPC var síðast samþykktur 14.12.2020. Sjá verð á heimasíðu Lyfja-
stofnunar https://verd.lyfjastofnun.is. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: 0. Sjá skilyrði til greiðsluþátttöku hér fyrir ofan.
Fékk hjartaáfall og fær hámarksskammt
sem þolist af statíni og ezetroli1,2
Heimildir
1. Samantekt á eiginleikum Praluent frá 14.12.2020, kafli 4.1. 2. Samantekt á eiginleikum Praluent frá 14.12.2020, kafli 5.1.
3. Schwartz GG, Steg PG, Szarek M et al. Alirocumab and Cardiovascular Outcomes after Acute Coronary Syndrome.
N Engl J Med. 2018 Nov 29;379(22):2097-2107. 4. Steg PG, Szarek M, Bhatt DL et al. Effect of Alirocumab on Mortality
After Acute Coronary Syndromes: An Analysis of the ODYSSEY OUTCOMES Randomized Clinical Trial. Circulation.
2019 Jul 9; 140(2):103-112. 5. Samantekt á eiginleikum Repatha frá 14.12.2020, kafli 5.1. 6. https://www.sjukra.is/media/
vinnnureglur-lyfjaskirteina/Blodfitulaekkandi-lyf_feb-2020.pdf.
* Sjá ábendingar á næstu síðu og á www.serlyfjaskra.is, samantekt á eiginleikum lyfs Praluent, kafli 4.1.
† Nafngildi var tölfræðilega marktækt eftir stigveldisprófun (hættuhlutfall= 0,85, 95% öryggisbil: 0,73–0,98).
Sjá leyfilegt hámarksverð í smásölu, greiðsluþátttöku sjúkratrygginga sem og ávísunarheimildir og afgreiðsluflokk
á https://verd.lyfjastofnun.is.
SA
IS
.A
LI
.2
1.0
1.0
0
0
1
Hörgatúni 2 · 210 Garðabæ · sími 535 7000 · sanofi@vistor.is
6