Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 19

Læknablaðið - 01.12.2021, Side 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 583 R A N N S Ó K N erfiðleikar) til 5 (verulegir erfiðleikar).28 Einnig fylgir matstækinu sjónmatskvarði (0-100) þar sem svarandi metur heilsu sína í dag. Hærri stig tákna betri heilsu. Viðbótarspurningar voru samdar af rannsakendum og tveimur brunasjúklingum og eru þær byggðar á erlendum rann sóknum, reynslu sjúklinganna og klínískri þekkingu heilbrigðisstarfs- manna. Spurt var um 5 líkamleg einkenni sem þekkt eru í kjöl- far bruna, og 5 spurningar voru um tilfinningar og samskipti, og voru svarkostir á 5 punkta Likert-kvarða (frá 1 = mjög mikil einkenni eða áhrif til 5 = engin einkenni eða áhrif). Einnig voru opnar spurningar um hvað var erfiðast að glíma við eftir að fyrstu sjúkrahúsdvöl vegna brunans lauk og um tillögur að umbótum í heilbrigðisþjónustu fyrir brunasjúklinga. Almennar spurningar voru um aldur, kyn, menntun, at- vinnu, hjúskaparstöðu, brunavald, hvar brunaslysið átti sér stað, staðsetningu áverka, tap á líkamshluta og húðflutning. Tölfræðiúrvinnsla Tölfræðiúrvinnsla var unnin í IBM SPSS-forritinu, 26. útgáfu (IBM, Armonk, New York, USA). Lýsandi tölfræði, meðaltöl, mið gildi, staðalfrávik og spönn voru reiknuð fyrir lýðfræðilegar breyt- ur, brunatengdar breytur og spurningar á BSHS-B- og EQ-5D5 - listunum. Óstikuð (non-parametric) próf voru notuð í ályktunartöl- fræði þar sem breytur voru ekki normaldreifðar. Spearmans rho var notað til að reikna út fylgni á milli aldurs og svara á BSHS-B og EQ-5D-5 en Mann-Whitney-próf til að kanna mun á milli hópa (kyn, bruni í andliti/höfði, brunaslys á barns- eða fullorðinsaldri, húðflutningur og tap líkamshluta). Cronbach’s alfa var notað til að reikna út áreiðanleika BSHS-B-spurningalistans og kvarða hans. Gerð var staðfestandi þáttagreining til að kanna hugtakaréttmæti BSHS-B-listans. Beitt var meginþáttagreiningu (principal component analysis) með hornréttum (varimax) snúningi og óskað eftir 9 þátt- um í samræmi við greiningu Kildal og fleiri26 á próffræðilegum eiginleikum BSHS-B-listans. Til að kanna samleitniréttmæti var skoðuð fylgni á milli kvarða BSHS-B-listans við spurningu um heilsu á EQ-5D-5. Gert var ráð fyrir að mörg stig á BSHS-B, sem endurspegla lítil áhrif bruna, hefðu jákvæða fylgni við mörg stig á EQ-5D-5-heilsuspurningu, sem endurspeglar góða heilsu. Mark- tæknimörk voru sett við p≤0,05. Aflgreining var ekki gerð þar sem fyrst og fremst var um lýsandi rannsókn að ræða, auk þess sem heildarþýði var boðin þátttaka. Niðurstöður Spurningalistanum svöruðu 66, eða 34%. Meirihluti þátttakenda var karlar (77%) og var meðalaldur 45,7 ár (sf=18,3; spönn 18-82 ár). Nánari upplýsingar um þátttakendur er að finna í töflu I. Meðal- aldur hópsins sem ekki svaraði var 44,3 ár (sf=17,4; spönn 19-93 ára) og 73% voru karlar. Meðalaldur þátttakenda þegar brunaslysið átti sér stað var 34,0 ár (sf=20,1; spönn frá 1. ári til 75 ára) og var 21 (32%) þátttakandi yngri en 18 ára þegar hann brenndist. Miðgildi tíma frá bruna var 11,5 ár (spönn 1-44), að meðaltali 15,1 (sf 8,2) ár hjá þeim sem brenndust á barnsaldri en 10,6 (sf 7,1) ár hjá þeim sem brenndust fullorðnir (p<0,05). Meðalaldur þátttakenda sem brenndust sem börn var 26,4 ár, (± 6,4) en 55,6 ár, (± 14,0) hjá þeim sem brenndust fullorðnir. Algengast var að fólk brenndist heima n (%*) Kyn Karl 51 (77) Kona 15 (23) Hjúskaparstaða Í hjúskap/sambúð 44 (67) Fráskilin(n)/einhleyp(ur)/ekkja(ekkill) 20 (30) Svarar ekki 2 (3) Atvinna Útivinnandi 38 (58) Öryrki 11 (17) Á eftirlaunum 6 (10) Námsmaður/heimavinnandi 3 (5) Annað 2 (3) Svarar ekki 5 (7) Menntun Grunnskóli 21 (32) Framhaldsskóli 25 (48) Háskóli 15 (23) Veit ekki/svarar ekki 5 (8) Brunavaldur Vatn/vökvar 22 (33) Eldur 15 (23) Málmar 8 (12) Eldsneyti (gas, bensín) 7 (11) Annað 5 (8) Rafmagn 4 (6) Flugeldar 3 (5) Ætandi efni 1 (2) Svarar ekki 1 (2) Vettvangur þegar brenndist Heima 28 (42) Vinna/skóli 20 (30) Í fríi 5 (8) Annars staðar 9 (14) Veit ekki/svarar ekki 3 (5) Staðsetning brunaáverka Neðri útlimir 38 (58) Búkur 34 (51) Efri útlimir 32 (49) Andlit/höfuð 16 (35) Kynfærasvæði 3 (5) Húðflutningur Já 35 (54) Tap á líkamshluta Já 8 (13) Aldursskeið þegar brenndist Barn (<18 ára) 21 (32) Fullorðinn 44 (68) *Vegna námundunar er samanlögð tala ekki alltaf 100% Tafla I. Lýðfræðilegar upplýsingar og bakgrunnur þátttakenda.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.