Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Page 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Page 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 F R É T T I R 25 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ NÁMSBRAUTAR Í LJÓSMÓÐURFRÆÐI Á þessu ári fagnar námsbraut í ljósmóðurfræði við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands 25 ára afmæli. Haldið var upp á dagi nn þann 15. október með hátíðardagskrá í Veröld – húsi Vigdísar. Ávörp og erindi voru flutt. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri setti afmælishátíðina og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskólans og Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar fluttu ávörp. Herdís sagði m.a. frá því að samþykkt hefði verið í Háskóla- ráði að nýtt heiti deildarinnar yrði Hjúkrunar- og ljósmóðurfræði- deild sem geri ljósmóðurfræðina sýnilegri innan Háskólans, enda hefur fræðasamfélag ljósmæðra byggst upp með glæsibrag þessi 25 ár. Fulltrúar nemahópa, þess fyrsta sem hóf nám í janúar 1996 og þess sem útskrifaðist síðastliðið vor, héldu erindi, þær síðarnefndu um „besta nám í heimi“. Ólöf Ásta Ólafsdóttir sagði frá flutningi námsins í Háskólann og fyrstu árunum, Hildur Kristjánsdóttir fjall- aði um nám ljósmæðra og samfélag og Ingibjörg Eiríksdóttir um hlutverk umsjónarljósmæðra og þróun þekkingar í starfi. Í lokin var tónlistaratriði flutt af Jóhanni Kristófer Stefánssyni. Emma Marie Swift var fundarstjóri.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.