Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 11
11LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Á VA R P „ P E Y S U FATA L J Ó S M Ó Ð U R ” Gleðilega hátíð kæru félagar. Ég flyt ykkur kveðju ljósmæðranna sem hófu nám fyrir 25 árum og skipuðu fyrsta útskriftarhóp ljósmæðra frá Háskóla Íslands árið 1998. Upp numdar við þessi tímamót - fyrsti útskriftarhópur ljósmæðra úr Háskóla Íslands - klæddumst við allar peysufötum við útskriftina, til heiðurs íslenskum ljós- mæðrum. Okkur hefur heldur ekki leiðst að vera kallaðar peysufataljósmæðurnar síðan. Þetta ávarp gæti fjallað um kollvörpun á námi ljósmæðra en ég trúi að aðrar fjalli um það hér í dag. Við gætum líka notað tímann í nostalgíu og hlegið að tíðaranda þess tíma og tækni. Það gæti líka fjallað um eldhug ungra ljósmóðurnema sem trúðu að þeirra innlegg myndi umbylta ljósmæðraþjónustu til framtíðar. En það er gömul saga og ný. Við treystum því að ljósmóðurnemar séu róttækir, hver ætti að vera það ef ekki þær? Og við vitum líka að yngstu ljósmæðrunum þykir fátt eins gamaldags og eldri ljós- mæður, það er að segja ef þær eru ekki orðnar það gamlar að þær eru komnar í virðingarflokk – einskonar verndunarflokk. Nú erum við, peysufataljósmæðurnar, komnar í flokk eldri ljósmæðra - en þó ekki komnar í verndunarflokkinn. Og í hvað fara svo 25 ljósmæðraár - eða eigum við að segja, ljósár? Það vita margar hér inni. Þó þá hafi bókstaflega verið önnur öldin, voru ljósmæður að reyna að ná til kvenna með fræðslu og valdeflingu eftir öllum færum leiðum, eins og nú. Ljósmæður eru nefnilega alltaf að reyna að nálgast konur til að styrkja þær og það breytist ekki. Nálgunin er fagleg umhyggja til að styrkja konur í verkefnum sínum. Leiðirnar eru fleiri og færari nú en samkeppnin er líka meiri við ófaglegt efni og aðra froðu. Viðfangsefni ljósmæðra endurspegla líka samfélagslega umræðu í gegnum tíðina, t.d. landvinninga í jafnréttisbaráttu, hverjir sem þeir eru þá stundina. Fyrir 25 árum snerist jafnréttis- baráttan milli kvenna og karla og útskriftarverkefni ljósmóður- nema þá endurspegluðu það, auk þess sem mikla áherslu mátti sjá á réttindi kvenna, einstaklingshæfða nálgun í starfi og mikilvægi þess að trufla ekki fæðingarferlið. Nú fjalla útskriftarverkefni ljósmóðurnema um stuðning við konur í barneignarferli og stöðu kvenna af erlendum uppruna, flóttakvenna og kvenna úr minnihlutahópum. Gömul saga og ný - aðrir tímar, sama stef. Ljósmæður hafa í gegnum tíðina verið með puttann á púlsinum í þágu kvenna og fjölskyldna þeirra og beita sér óspart í því. Réttindabarátta fyrir þjónustu við ósjúkra- tryggðar konur eða skaðaminnkandi nálgun og stuðningur við konur sem standa höllum fæti í samfélaginu (t.d. vegna vímuefna- vanda), má heimfæra upp á skaðaminnk- andi leiðir ljósmæðra fyrr á öldum - eins og smávægilega beygingu á faðerni barna ógiftra vinnukvenna sem máttu sín lítils gagnvart húsbændunum - hér vitna ég til Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrar- bakka sem var óþreytandi í baráttumálum kvenna - svo róttæk að hún var rekin úr Kvenfélaginu. Mörg viðfangsefni eru þau sömu nú og fyrir 25 árum, eða þá kannski 250 árum - aðrir tímar, sama stef. Rauði þráðurinn er alltaf stuðningur við konur og réttur þeirra - konumiðuð nálgun - ljósmæður mæta konum og fjölskyldum þeirra þar sem þær eru staddar á hverjum tíma. Okkar miðaldra hópur peysufataljósmæðra sýnir að ljósmæður geta unnið á ýmsum vettvangi en alls staðar hafa þær ljósmóð- urhjartað með sér og þá þekkingu sem það geymir og gerir þær hæfari til að vinna að sömu baráttumálunum í þágu jafnréttis fyrir konur og fjölskyldur þeirra. Stærstur hluti hópsins hefur unnið klíníska vinnu, staðið vaktina og verið þar með konum á ýmsum stöðum í barneignarferlinu, landfræðilega og líffræðilega, bæði innan og utan stofnana, hérlendis sem erlendis, landsbyggð sem höfuðborgarsvæðið. Dr. Valgerður er „akademikerinn“ í hópnum sem í gegnum tíðina hefur skrifað um og beitt sér í stuðningi við konur, sér í lagi viðkvæma hópa kvenna og lagt sitt af mörkum við uppeldi nýrra ljósmæðra. Svo er það stjórnsýslan, þar sem ég hef beitt mínum kröftum lengst af. Það er ekki síst mikilvægt fyrir ljósmæður, eins og aðrar konur, að taka sér sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Taka sér sæti, segi ég, því þar er engum boðið til sætis - það er konum hollt að hafa í huga. Þessi 25 ár í ljósmæðraþjónustu, hafa því ekki bara liðið - jafn- vel þó að við myndum margfalda þau með fjöldanum í hollinu okkar sem telur átta ljósmæður, þá eru þessi 200 ár sem ljósár í lífi kvenna og þeirra ljósmæðra sem standa þeim við hlið - aðrir tímar, sama stef. Til hamingju með afmælið og takk fyrir mig. Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir og skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu LJÓSÁR Í LÍFI KVENNA Ávarp á 25 ára afmælishátíð ljósmóðurnáms innan Háskóla Íslands 15. október 2021

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.