Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Side 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Side 20
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 HEIMAÞJÓNUSTA LJÓSMÆÐRA Á ÍSLANDI Á ÁRUNUM 2012-2019 Lýðgrunduð framskyggn ferilrannsókn R I T R Ý N D G R E I N ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur: Heimaþjónusta ljósmæðra til sængurkvenna og nýbura á Íslandi er ætluð fyrir þær mæður og börn sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda eða í sérstökum tilvikum innan 86 klukkustunda. Heimaþjónusta felur í sér ákveðinn fjölda vitjana í heimahús innan 10 daga frá fæðingu. Fjöldi vitjana ákvarð- ast af heilsufari móður og barns. Heilsufar er skilgreint með flokkun A/B/C þar sem mæður og nýburar við góða heilsu eru skilgreind í A flokki, mæður og nýburar með lítilsháttar heilsufarsfrávik eru skil- greind í B flokki og alvarlegri heilsufarsfrávik í C flokki. Bráðavitj- anir eða sértæk brjóstagjafaráðgjöf ákvarðast eftir þörfum. Markmið rannsóknar var að lýsa heimavitjunum, bráðavitjunum og vitjunum brjóstagjafaráðgjafa til mæðra í sængurlegu á árunum 2012-2019 og meta áhrif heilsufarsflokkunar á áhættuna fyrir bráðavitjun eða brjóstagjafaráðgjöf. Aðferð: Lýðgrunduð gögn frá Sjúkratryggingum Íslands yfir heima- þjónustu ljósmæðra á árunum 2012-2019 voru skoðuð (N=28.009). Gögnum var safnað í rauntíma af ljósmæðrum sem sinna heimaþjón- ustu og innihalda upplýsingar um bakgrunn kvenna, fæðingarmáta og flokkun á heilsufari (A, B eða C). Gögnum var lýst eftir ári og eftir heilsufarsflokkun sem heildarfjölda og hlutfalli af heild. Mark- tækni var miðuð við p <0,05. Gagnlíkindi (GL) og leiðrétt gagnlík- indi (LGL) voru reiknuð með 95% öryggismörkum. Niðurstöður: Mæðrum og nýburum í flokki A fækkaði á tímabilinu úr 55,8% árið 2012 í 31,9% árið 2019 en mæðrum og nýburum í flokki B og C fjölgaði (p<0,001). Bráðavitjanir jukust og fóru úr 1,4% í 5,8% (p<0,001). Vitjanir brjóstagjafaráðgjafa jukust og fóru úr 1,0% í 8,8% (p<0,001). Heilsufarsflokkun B og C jók líkindin á bráðavitjun (LGL=2,42 og 2,40) og á vitjun brjóstagjafaráðgjafa (LGL=2,01 og 2,65) samanborið við heilsufarsflokkun A. Ályktanir: Rannsóknin sýndi hlutfallslega fækkun á mæðrum og nýburum í heilsufarsflokki A en aukningu í flokkum B og C á árunum 2012-2019, samhliða því að bráðavitjanir og vitjanir brjósta- gjafaráðgjafa jukust. Rannsóknin varpar ljósi á þjónustu sem veitt var af ljósmæðrum í heimaþjónustu og brjóstagjafaráðgjöfum á tímabilinu. Þörf er á rafrænni skráningu á heimaþjónustu ljósmæðra og brjóstagjafaráðgjafa í samræmi við gæðavísa til að meta nánar árangur og þróun í þjónustu. Lykilorð: Sængurlega, heimaþjónusta, heilsufarsflokkun, ljósmóðir, bráðavitjun, brjóstagjafaráðgjöf ABSTRACT Background: In Iceland, postpartum in-home care is provided by midwives for mothers and newborns who are discharged within 72 hours of giving birth, in special cases within 86 hours. In-home visits occur within the first ten days after birth and the number of visits depend on the health of the mother and newborn. An A/B/C health category system is used to describe mother and newborn health. Mother and newborn in good health condition are classified in health category A, mother and newborn with minimal health problems in category B and those with major health problems in category C. Emergency or breastfeeding consultation is provided as needed. The aim of this study was to describe in-home postpartum care, including emergency and lactation consultation, in Iceland from 2012 to 2019and to assess the association between health category classification and the need for emergency and lactation consultantation. Method: Population-based data was obtained from Sjúkratryggingar Íslands (e. Health insurance Iceland). Data was collected by midwi- ves in 2012-2019 (N=28.009). Data was collected by midwives providing in-home postpartum care and includes information about women’s background, birth mode and health category (A, B or C). Data was described by year and health category as a total number and a percent of total. Significance was based on p<0,005. Odds Kristjana Einarsdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóli Íslands Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóli Íslands Hallfríður Kristín Jónsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, Landspítali - Háskólasjúkrahús Emma Marie Swift, Lektor við námsbraut í ljósmóður- fræði, Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands TENGILIÐUR: gudlaug22@gmail.com

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.