Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 42

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Qupperneq 42
42 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 LAGASETNING, REGLUGERÐ OG LEYFI Þegar farið var af stað með námskeiðið þá var ekki komin reglu- gerð með lögunum eða útfærsla í kerfinu um aðgang ljósmæðra til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum. Ári eftir fyrsta námskeiðið, í janúar 2021, var leyfi komið til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum. „Þá var sagan ekki öll sögð þar sem Landlæknisembættið var ekki búið að innleiða eða setja inn í Sögukerfið möguleikann á að ávísa. Reynsla ljósmæðra af að veita þessa getnaðarvarnarráðgjöf er því enn takmörkuð, sem eru vonbrigði. Þetta tímabil „the computer said no“ hefur staðið í allt of langan tíma“. Enn eru þessir hlutir ekki komnir á hreint. Nú í lok árs 2021 eru þó einhverjar ljósmæður komnar með prufuaðgang þar sem þær geta ávísað getnaðarvarnarlyfjum í gegnum Sögukerfið. LJÓSMÆÐRAREKIN EINING Í KEFLAVÍK „Mig langar til að deila því með ykkur hvernig ég sé þessa þjón- ustu þróast á því svæði þar sem ég hef unnið, á Ljósmæðravakt í Keflavík og í heimaþjónustu í sængurlegu. Ljósmæðravaktin er ljósmæðrarekin eining innan Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) þar sem markmiðið er að veita konum og fjölskyldum þeirra samfellda og einstaklingsmiðaða þjónustu. Við ljósmæðurnar sinnum konum í meðgönguvernd, fæðingu og sængurlegu hvort sem það er innan HSS eða heima. Einnig erum við með göngu- deildarþjónustu þar sem við sinnum konum með meðgönguvanda- mál eða vandamál eftir fæðingu. Einnig sinna ljósmæður sýna- töku í krabbameinsleit. Því er það svo sannarlega góð viðbót í okkar samfelldu þjónustu að geta veitt konum og mökum þeirra getnaðarvarnaráðgjöf, ávísa getnaðarvarnalyfjum sem tekin eru í töfluformi, setja upp lykkju eða hormónastafinn, gefa hormóna- sprautur eða kenna konum að nota hormónahringinn. Við ljós- mæður höfum alla burði og þekkingu til þess að sinna þessari einstaklingsbundnu þjónustu vel bæði faglega og af nærgætni þar sem við þekkjum skjólstæðinga okkar vel. Það er ekki nóg að skrifa bara út lyfseðil heldur þarf að fræða foreldra um milli- verkanir, aukaverkanir og finna út með þeim hvaða getnaðarvörn hentar þeim. Ég sé þetta þannig fyrir mér í framkvæmd að þegar ljósmóðir er að útskrifa konu og fjölskyldu hennar úr heimaþjón- ustu, þá geti fyrsta samtalið og ráðgjöfin um getnaðarvarnir átt sér stað. Valmöguleikar sem eru í boði væru kynntir og síðan gæti parið komið á Ljósmæðravaktina og hitt sína ljósmóður þar sem farið er yfir þá getnaðarvörn sem valin er, kosti og galla. Hægt væri að setja upp lykkju eða hormónastafinn eða hreinlega að kenna þeim á aðrar getnaðarvarnir. Síðan gæti eftirfylgni verið í síma, þar sem gengið er úr skugga um að verið sé að nota getnað- arvörnina rétt eða að það séu ekki miklar aukaverkanir“. NÁGRANNALÖNDIN - FRAMTÍÐIN Ljósmæðrareknar einingar eru einnig að þróast á höfuðborgar- svæðinu eins og með tilkomu Bjarkarinnar frá því fyrir nær fjórum árum og nú nýstofnuðu Fæðingarheimili Reykjavíkur. Heima- fæðingum fjölgar einnig á landinu og nálgast að vera 3 % allra fæðinga. Í þessum þjónustueiningum eru barneignar- og kynheil- brigðisþjónusta í höndum ljósmæðra sem getur verið frá því fyrir getnað og þar til eftir fæðingu. Heilsuráðgjöf og meðferð er þá jafnvel veitt frá vöggu til grafar. Að lokum vitnar Steina til þess hvernig þessari þjónustu er háttað erlendis og hvernig hún hefur fulla trú á íslenskum ljós- mæðrum til að sinna kynheilbrigðisþjónustu. „Víða erlendis svo sem í Svíþjóð og Hollandi eru til staðar slíkar ljósmæðrareknar einingar, nokkurs konar kvennaeiningar. Konur og fjölskyldur þeirra geta verið í sambandi við ljósmæður allan tímann á meðan þær eru á barneignaraldrinum til breytingaskeiðs. Ljósmæður þar hafa séð um getnaðarvarnaráðgjöf og ávísun á pilluna og uppsetningu á lykkju til fjölda ára. Því segi ég loksins, loksins - og vonandi er þetta fyrsta skrefið í að ljósmæður fái einnig form- leg leyfi til að skrifa upp á veikindavottorð á meðgöngu og fyrir að hafa helstu lyf sem okkar skjólstæðingar þurfa í okkar „ljós- mæðratösku“ t.d. vegna fæðingarhjálpar og brjóstagjafarvanda- mála. Við á Íslandi erum vel í stakk búin til þess að gera alla þessa hluti vel, með vel menntuðum ljósmæðrum í góðu sambandi við skjólstæðinga okkar“. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Nemendur og kennarar á fyrsta námskeiðinu um getnaðarvarnir. Ljósmæður sem fyrst hljóta leyfi: Katrín Sif, Kristbjörg, Steina Þórey, Ólafía og Hrafnhildur Lóa.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.