Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 43
43LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021
Vorið 2021 útskrifaðist fyrsti hópur ljósmæðra úr breyttu námi,
Ljósmóðurfræði til starfsréttinda, MS. Við þessa breytingu útskrif-
ast allar ljósmæður sem lokið hafa námi frá Háskóla Íslands með
meistaragráðu og geta þá í framhaldinu sótt um starfsleyfi.
Breyting á námi ljósmæðra á sér nokkurn aðdraganda eins og
lýst hefur verið áður á síðum blaðsins. Aðalrökin fyrir því að
leggja niður kandídatsprófið og taka upp meistaragráðu voru
þau að með því styttist nám ljósmæðra til meistaragráðu úr að
lágmarki sjö árum í sex og meistaragráða fellur betur að ríkj-
andi fyrirkomulagi varðandi prófgráður og skipulag náms innan
háskóla. Að verða ljósmóðir hér á landi er þó eftir sem áður lengra
nám en í nágrannalöndum okkar og munar þar helst um þann tíma
sem það tekur að læra hjúkrunarfræði á Íslandi sem er undanfari
náms í ljósmóðurfræði.
Við breytingu á lögum um ljósmæður þar sem ljósmæðralög frá
1984 voru felld úr gildi og felld undir lög um heilbrigðisstarfs-
menn nr. 34 frá 15. maí 2012, var samin reglugerð um menntun,
réttindi og skyldur ljósmæðra og skilyrði til að hljóta starfsleyfi
og sérfræðileyfi. Árið 2009 var sett á stofn sérstök námsleið fyrir
ljósmæður með kandídatspróf sem vildu ljúka meistaranámi.
Það leiddi til umræðu um sérfræðileyfi, sérfræðinám/þjálfun og
sérfræðingsstöður í klínísku starfi. Samkvæmt reglugerðinni eru
sérstök ákvæði um sérfræðileyfi í 5. og 6. grein en þar stendur:
5. gr. Sérfræðileyfi.
Rétt til að kalla sig sérfræðing á klínískum sérsviðum ljósmóður-
fræði og starfa sem slíkur hér á landi hefur sá einn sem hefur fengið
til þess leyfi landlæknis.
6. gr. Skilyrði fyrir sérfræðileyfi
Sérfræðileyfi má veita á klínískum sérsviðum ljósmóðurfræði. Skil-
yrði er að sérfræðinám umsækjanda sé skilgreint innan þess sérsviðs
sem umsókn hans um sérfræðileyfi tekur til. Viðkomandi sérsvið
skal standa á traustum fræðilegum grunni og eiga sér samsvörun á
viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi.
Með klínískum sérsviðum er átt við svið þar sem störf fela í sér
bein samskipti við sjúklinga, sem og forvarnir og ljósmóðurfræði-
lega greiningu og meðferð.
Til að ljósmóðir geti átt rétt á að hljóta sérfræðileyfi skv. 5. gr.
skal hún uppfylla eftirtaldar kröfur:
1. Hún skal hafa starfsleyfi sem ljósmóðir hér á landi skv. 2. gr.
2. Hún skal hafa lokið meistaraprófi eða doktorsprófi í ljósmóðurfræði
frá viðurkenndum háskóla eða hafa sambærilega menntun.
3. Hún skal hafa starfað við ljósmóðurstörf að loknu prófi skv. 2. tölul.
sem svarar til að minnsta kosti tveggja ára í fullu starfi á því sérsviði
sem umsókn hennar um sérfræðileyfi tekur til. Sé starfshlutfall
lægra, lengist starfstíminn sem því nemur.
Til frádráttar geta komið allt að tólf mánuðir í fullu starfi ef
viðkomandi hefur starfað samhliða doktorsnámi á viðkomandi
sérsviði.
Um frekari skilyrði fyrir veitingu sérfræðileyfis fer skv. 13. gr.
Ljóst er að í dag heimilar reglugerðin þannig þeim ljósmæðrum sem
hafa meistarapróf að sækja um sérfræðileyfi eftir tveggja ára starfs-
reynslu. Tilgangur þessara hugleiðinga er að varpa því fram hvernig beri
að haga veitingu sérfræðileyfis í framtíðinni. Athuga þarf að sérfræðileyfi
gefur ekki rétt til sérfræðingsstöðu – það er mál stofnana hvernig þær sjá
fyrir sér að nýta sérfræðiljósmæður í starfi. Hægt er að hugsa sér tvær
leiðir:
1. Halda reglugerðinni óbreyttri, þ.e. allar ljósmæður geti sótt um
sérfræðileyfi eftir tvö ár í starfi á því sérsviði sem umsóknin beinist
að.
2. Reglugerðinni yrði breytt í þá veru að ljósmæður þyrftu að hafa
lokið skipulögðu námi/þjálfun til sérfræðiréttinda. Rætt hefur verið
um að skipulögð þjálfun yrði í boði fyrir ákveðirn hóp ljósmæðra
á hverju ári. Það yrði skipulagt í samvinnu við heilbrigðisstofnanir,
helstu kennslustofnanir HÍ, LSH, HH, ÞÍH og SAK en gert yrði ráð
fyrir 18 mánaða prógrammi þar sem ljósmóðir yrði á launum. Litið
yrði til þess fyrirkomulags sem hefur verið í boði á Landspítala
um sérfræðinám í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði við mótun frekari
hugmynda.
Á haustmánuðum 2021 var settur saman vinnuhópur til að fjalla um
framtíð starfsþjálfunar ljósmæðra til sérfræðiréttinda í ljósi ofangreindra
breytinga. Vinnuhópinn skipa Helga Gottfreðsdóttir fyrir hönd Náms-
brautar í ljósmóðurfræði í Háskóla Íslands, Valgerður Lísa Sigurðardóttir
fyrir hönd Fagráðs um ljósmæðraþjónustu á Landspítala, Edda Sveins-
dóttir fyrir hönd ljósmæðra sem lokið hafa starfsnámi til sérfræðiréttinda,
Guðlaug María Sigurðardóttir fyrir hönd stjórnar Ljósmæðrafélags
Íslands og Ástþóra Kristinsdóttir fyrir hönd Þróunarmiðstöðvar íslenskrar
heilsugæslu. Vinnuhópurinn hefur það hlutverk að endurskoða fyrir-
komulag á veitingu sérfræðileyfa ljósmæðra í framtíðinni og samhliða
því að skapa umræðu um þörf fyrir sérfræðiþekkingu ljósmæðra innan
barneignarþjónustu á landsvísu. Í þeirri vinnu mun hópurinn m.a. leita
til yfirljósmæðra um allt land í þeim tilgangi að fá sýn þeirra á þörf fyrir
sérfræðiljósmæður og tilhögun sérfræðiþjálfunar/-náms ljósmæðra á
mismunandi stöðum. Gera má ráð fyrir að þörf fyrir sérfræðiþekkingu sé
mismunandi á milli stofnana og mikilvægt að hver stofnun skoði það út
frá starfssviði ljósmæðra á hverjum stað.
Það er von vinnuhópsins að umræða skapist meðal ljósmæðra alls
staðar á landinu um hvernig veitingu sérfræðileyfis verður hagað í fram-
tíðinni.
Fyrir hönd vinnuhópsins,
Helga Gottfreðsdóttir, prófessor og námsbrautarstjóri í ljósmóðurfræði
við Háskóla Íslands.
Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir á Landspítala og lektor
við Námsbraut í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.
SÉRFRÆÐINÁM OG SÉRFRÆÐILEYFI
Í LJÓSMÓÐURFRÆÐI
Hugleiðingar um framtíðarskipulag
F R É T T I R