Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Síða 44

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Síða 44
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Síðastliðið haust var haldin Norræn ráðstefna brjóstagjafaráðgjafa í níunda sinn. Í þetta sinn á Íslandi og það í annað sinn. Þetta var dagana 23.-24. september á Hilton Reykjavik Nordica og fyrsta alþjóðlega ráðstefnan haldin í langan tíma eftir að heimsfaraldur skall á. Stund reyndist vera á milli stríða og ekki þurfti að vera með ráðstefnuna á netinu. Heiti ráðstefnunnar var Brjóstagjöf í núinu eða á ensku Mindful Breastfeeding. Á heimasíðu ráðstefnunnar kom fram að hugsunin væri að vera með barn á brjósti í núvitund, njóta brjóstagjafarinnar og horfa á barnið, frekar en klukkuna eða appið. Einnig að fagfólk sé meðvitað um ólíkar þarfir mæðra, afli sér þekkingar, leiti lausna til stuðnings við foreldra og næringu barnsins á leið til farsællar brjóstagjafar. Í ráðstefnunefnd voru fyrir utan fulltrúa Félags brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi, einnig fulltrúar frá Háskóla Íslands, Hjúkrunarfræðideild, námsbraut í ljósmóður- fræði og frá kvenna- og barnasviði Landspítala og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Þátttakendur voru tæplega 200 og komu víða að, flestir frá Íslandi og Norðurlöndunum en einnig frá Belgíu, Ítalíu, Króatíu, Litháen, Rúmeníu og Þýskalandi. Í hópnum voru ljósmæður, hjúkrunar- fræðingar, læknar, talmeinafræðingar og ljósmæðranemar. Margir voru brjóstagjafaráðgjafar eða fólk með reynslu og áhuga á stuðn- ingi við brjóstagjöf og til að læra meira, enda mikilvægt að efla brjóstagjöf við upphaf lífs sem hefur áhrif á lýðheilsu. Aðalfyrirlesari var Professor Amy Brown við Swansea University í Bretlandi. Hennar bakgrunnur er í sálfræði og hún rannsakar meðal annars, lága brjóstagjafartíðni í heiminum, hvaða sálfélags- og menningarlegar ástæður eða hindranir liggja þar að baki sem hafa síðan áhrif á lýðheilsu samfélaga. Frá Íslandi héldu aðalfyrirlestra ljósmæðurnar og brjóstagjafaráðgjafarnir Ingibjörg Eiríksdóttir og Hallfríður K. Jónsdóttir. Ingibjörg fjallaði um sögu brjóstagjafar á Íslandi í 100 ár og Hallfríður byggði sinn fyrirlestur á kerfisbundinni fræðilegri samantekt um stuðning ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga og áhrif á tíðni og lengd brjóstagjafar. Sonja Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur sem sinnir greiningu og þjálfun barna með tal- og málmein, fjallaði um tunguhaft, meðferð og áhrif á brjóstagjöf. Formaður ráðstefnunefndar var Hulda Sigurlína Þórðardóttir en hún er formaður Félags brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og fréttinni fylgja myndir sem sýna stemninguna. NORRÆN RÁÐSTEFNA BRJÓSTAGJAFARÁÐGJAFA OG FÉLAG BRJÓSTARÁÐGJAFA Á ÍSLANDI Félagið var stofnað þann 10. janúar 2003 af konum sem höfðu lokið prófi frá International Board of Lactation Consultant Examiners (IBCLC). Prófið er alþjóðlegt próf sem nú er metið til 11 eininga á háskólastigi og veitir réttindi til að starfa sem brjóstagjafaráðgjafi hvar sem er í heiminum. Gerðar eru forkröfur fyrir prófið sem er haldið tvisvar á ári, í apríl og október. Fyrst og fremst ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og læknar taka prófið en einnig áhugafólk um brjóstagjöf með ólíkan bakgrunn. Brjósta- gjafaráðgjafi þarf að uppfylla lágmarkskröfur um endurmenntun og heldur þannig réttindum í 5 ár, en prófið þarf að endurtaka á 10 ára fresti. Frá árinu 2000 hefur verið hægt að taka prófið á Íslandi en nú er það rafrænt alls staðar í heiminum. Lesa má um prófið á heimasíðu alþjóðlegu brjóstagjafasamtakanna http:// europe.iblce.org. Ingibjörg Eiríksdóttir brjóstagjafaráðgafi og sér- fræðiljósmóðir ingibjorgei@hotmail.com er tengiliður LBCLC á Íslandi og gefur nánari upplýsingar. Nú eru brjóstagjafaráðgjafar IBCLC hér á landi um 12 talsins og 7 eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Það er ánægju- legt að segja frá því að haustið 2022, verður í boði diplómanám í heilsugæslu með áherslu á brjóstagjöf við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Félag brjóstagjafaráðgjafa. FÉLAG BRJÓSTAGJAFARÁÐGJAFA Á ÍSLANDI F R É T T I R

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.