Bændablaðið - 08.09.2022, Side 4

Bændablaðið - 08.09.2022, Side 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 FRÉTTIR Uppfært afurðaverð vegna sauðfjárslátrunar haustið 2022: Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið – Hæsta verð komið í 754 krónur á kíló Uppfærslur á verðskrám slátur ­ leyfishafa, vegna afurðaverðs til sauðfjárbænda 2022, halda áfram að berast. Nýlega bárust uppfærslur frá Sláturfélagi Suður­ lands, Kaup félagi Skag firðinga og Sláturhúsi KVH og þegar tekið er tillit til þeirra hefur meðalverð á landsvísu fyrir kíló af dilkum hækkað um 35,5 prósent frá síðustu sláturtíð. Þau leiðu mistök urðu að verðskrá ársins 2021 birtist í prentútgáfu Bændablaðsins, með umfjöllun um afurðaverð 2022. Hér birtist rétt og uppfærð verðskrá sláturleyfishafa. Hæsta meðalverð 754 krónur Samkvæmt útreikningum Bænda­ samtaka Íslands er hæsta verð komið í 754 krónur á kílóið, eftir að Sláturfélag Suðurlands birti uppfærslu á sinni verðskrá í síðustu viku. Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa einnig birt nýlegar uppfærslur og borga næstmest, eða 753 krónur á kíló dilka. Sláturfélag Vopnfirðinga gaf tóninn í lok júní með meðalverðshækkun upp á 31,4 prósent miðað við lokaverð á síðasta ári. Í ágúst hafa uppfærðar verðskrár borist jafnt og þétt, nú síðast frá Fjallalambi 18. ágúst og þar er hækkunin mest á milli ára, eða 43,5 prósent. Landsmeðaltalshækkun fyrir fullorðið fé hefur einnig orðið svolítil á undanförnum tveimur vikum, eða 14,9 prósent. /smh Reiknað afurðaverð í krónum fyrir hvert kíló Dilkar Fullorðið Sláturleyfishafi 2020 2021 Breyting milli ára 2022 2020 2021 Breyting milli ára 2022 Fjallalamb 486 520 +43,5% 7463 119 120 +6,2% 127 Kaupfélag Skagfirðinga 507 560 +34,2% 7531 140 140 +12,9% 158 Norðlenska 504 549 +35,9% 7463 113 115 +10% 127 SAH afurðir 502 549 +35,9% 7463 113 115 +10% 127 Sláturfélag Suðurlands 504 559 +34% 7542 122 132 +31,6% 174 Sláturfélag Vopnfirðinga 506 549 +31,4% 7484 118 118 +6,1% 125 Sláturhús KVH 507 560 +34,2% 7531 140 140 +12,9% 158 Landsmeðaltal 504 552 +35,5% 748 124 127 +14,9% 146 1) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá að viðbættum 30 kr/kg vegna innágreiðslu afurðaverðs komandi hausts, sem greidd var í maí á grunni innleggs árið 2021. 2) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá að viðbættum 30 kr/kg eingreiðslu sem viðbót á afurðaverð sauðfjár vegna innleggs á árinu 2022. 3) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá að viðbættum 26 kr/kg eingreiðslu sem greidd verður 25. febrúar, 2023. 4) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá að viðbættum 26 kr/kg eingreiðslu sem greidd verður 1. febrúar, 2023. Heimild: Bændasamtök Íslands Góð uppskera af túnvingli Uppskera Landgræðslunnar af túnvingli til fræframleiðslu í ár er mjög góð og 50% meiri en á síðasta ári og stefnir í metár. Fræsláttur hófst 15. ágúst og núna eru allir þurrkunargámar smekkfullir af fræi. Í kringum Gunnarsholt er ræktað fræ af grastegundinni túnvingli, Festuca richardsonii, sem síðan er notað til uppgræðslu víða um land. Fræsláttur hófst þann 15. ágúst og tveimur vikum seinna voru allir þurrkunargámar smekkfullir af fræi. Uppskera þessa árs stefnir í að verða um 50% meiri en í fyrra og gæti hugsanlega orðið metár. Árni Bragason landgræðslustjóri segir mjög mikilvægt fyrir Land­ græðsluna að rækta fræ og eiga birgðir til að geta brugðist við óvæntum aðstæðum sem náttúruöflin bjóða stundum upp á. „Nærtækast er að nefna öskufall sem getur haft óæskilegar afleiðingar með í för þegar askan fer að fjúka, en oft er hægt að hægja á slíku með sáningu og áburðargjöf.“ /VH Túnvingullfræ þurrkuð að Gunnarsholti. Mynd / Landgræðslan Matvælastofnun: Verklag vegna dýravelferðarmála Talsverð umræða hefur verið um dýraverndunarmál hér á landi undanfarið og nú síðast vegna máls sem kom upp nærri Borgarnesi vegna illrar meðferðar á hestum. Matvælastofnun, sem hefur verið gagnrýnd vegna seinagangs í málum sem snerta ábendingar um dýraníð, hefur sent frá sér yfirlýsingu til að skýra verklag stofnunarinnar í dýravelferðarmálum. Tilkynningar um dýraníð Á heimasíðu Mast segir að hver sá sem verður var við illa meðferð á dýrum eða að umráðamaður búfjár skorti öryggi, skjól, hús, fóður eða beit fyrir búfé sitt ber að tilkynna það án tafar til stofnunarinnar eða lögreglu. Þar segir einnig að héraðs­ dýralæknum eða fulltrúum Mast sé skylt að kanna hvort ábendingar um illa meðferð dýra eigi við rök að styðjast og að ef stofnunin telji að úrbætur þoli ekki bið er starfsmönnum hennar heimilt að taka dýr úr vörslu umráðamanna eða láta aflífa dýr. Slíkt skal ávallt gert í samráði við lögreglu. Mast er einnig heimilt að leggja hald á tæki, tól og annan búnað varðandi dýrahald sem er talinn hættulegur velferð dýra. Ekki heimilt að tjá sig um einstök mál Í yfirlýsingu Mast segir að stofnuninni sé ekki heimilt að tjá sig um einstök mál, en að hún vinni eftir útgefnu verklagi. Samkvæmt Mast er í flestum tilvikum ekki þörf á þvingunaraðgerðum, enda bregðast umráðamenn vel við og bæta úr frávikum. Vegna ítrekaðra eða alvarlegra frávika sem er ekki sinnt eða ef grunur er um refsivert brot er tekin ákvörðum um aðgerð sem geta verið sektir, stöðvun starfsemi, úrbætur á kostnað umráðamanns dýra eða með því að taka dýr úr vörslu eigenda. Allar ábendingar skoðaðar „Brugðist er við öllum ábendingum um illa meðferð dýra og þegar þær eiga við rök að styðjast er metið til hvaða aðgerða rétt er að grípa. Þá er fyrst og fremst horft til velferðar dýranna. Við úrlausn dýravelferðarmála ber stofnuninni jafnframt að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga sem kveða á um málsmeðferðar­ og efnisreglur sem er ætlað að tryggja réttaröryggi borgara þegar stjórnsýsluákvarðanir eru teknar.“ Mikilvægt að standa rétt að ákvörðunum Samkvænt því sem segir í yfirlýsingu Mast geta ákvarðanir stofnunarinnar í dýravelferðarmálum verið mjög íþyngjandi og því mikilvægt að rétt sé staðið að ákvörðunum, bæði hvað varðar rannsókn, veita umráðamönnum þátttökurétt í undirbúningi ákvarðana sem og að gæta jafnræðis aðila og að meðalhófs sé gætt. „Ef tilefni er til er umráða­ mönnum dýra gefinn kostur á að bæta úr frávikum. Það er einungis í tilvikum þar sem úrbætur þola ekki bið sem stofnunin getur tekið dýr úr vörslum umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða.“ Fimm daga andmælaréttur Áður en íþyngjandi ákvarðanir eru teknar hafa mál í flestum tilvika verið til meðferðar hjá stofnuninni um nokkurt skeið þar sem umráðamenn hafa þá tækifæri til að bæta úr frávikum. Þegar grípa þarf til íþyngjandi ákvarðana er umráðamönnum veittur andmælaréttur á fyrirhugaðri ákvörðun. Lengd andmælaréttarins ræðst af alvarleika máls ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Að fimm dögum liðum eru andmæli metin og tekin ákvörðun um framhald málsins með hliðsjón af efnisreglum laga um velferð dýra og ákvæðum stjórnsýslulaga. /VH Vel alið búfé. Mynd / Myndasafn

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.