Bændablaðið - 08.09.2022, Síða 6

Bændablaðið - 08.09.2022, Síða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Árlegri hringferð stjórnar og starfsfólks Bændasamtakanna er nú lokið. Efnt var til ellefu funda dagana 22.-26. ágúst og vil ég þakka þeim rúmlega 300 bændum sem gáfu sér tíma frá bústörfum innilega fyrir komuna á fundina og fyrir skoðanaskiptin og samtölin um það helsta sem snýr að hagsmunum bænda. Á fundunum komu fram fjölmargar ábendingar og sjónarmið sem hafa nú verið tekin saman og mun stjórn vinna með þær í framhaldinu, bæði þeim málum sem þarf að leysa sem fyrst og eins önnur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í farteskinu við endurskoðun búvörusamninga á næsta ári. Einnig vil ég þakka starfsfólki Bændasamtakanna fyrir skipulagningu og þátttöku á fundunum en það var ekki síður gagnlegt fyrir starfsfólk samtakanna að heyra beint frá bændum um þeirra helstu viðfangsefni sem bændur fást við á hverjum degi. Dagur landbúnaðarins Fyrir hartnær 20 árum síðan samþykkti Búnaðarþing að koma á Degi landbúnaðarins og miða að því að hann yrði að árlegum viðburði. Stjórn Bændasamtakanna það ár var falið að skipa undirbúningsnefnd til að vinna að málinu og stefna að því að „Dagur landbúnaðarins“ yrði haldinn í fyrsta skiptið árið 2004. Litlar heimildir eru til um vinnu undirbúningsnefndarinnar og hvort að dagurinn hafi yfir höfuð verið haldinn líkt og til stóð, en eitt er víst, Dagur landbúnaðarins, verður nú haldinn þann 14. október og þá í fyrsta skiptið, þrátt fyrir að dagur landbúnaðarins sé allt árið! Dagskráin verður metnaðarfull og verður fundurinn opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Meginstef fundarins verða umhverfis- og loftslagsmál og fæðuöryggi þjóðarinnar, en hvernig tryggjum við frumframleiðslu í landbúnaði í sátt við umhverfið með tryggri framleiðslu til framtíðar? Starfsfólk samtakanna hefur unnið ötullega að skipulagningu fundarins og verður dagurinn auglýstur á þann hátt að tryggt sé að fólk viti af Degi landbúnaðarins, eða líkt og Áskell Þórisson, fyrrum ritstjóri Bændablaðsins, ritaði: „Ef vel tekst til getur dagur af þessu tagi eflt stéttarvitund bænda en fullyrða má að aukin þekking meðal bænda á málefnum hver annars geti skipt sköpum varðandi framtíðina.“ Þann sama dag verður opnuð stórsýningin Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöll en sýningin stendur yfir þá helgina, 14.-16. október nk., og fá félagsmenn í Bændasamtökum Íslands frían aðgöngumiða á sýninguna. Að pissa í skóinn sinn Talsverð umræða hefur verið undanfarið um afkomu bænda á grunni frumframleiðslu og fara menn mikinn um hvernig hægt sé að minnka verðbólgu í landinu. Í þeim efnum hefur því m.a. verið haldið fram að með því að afnema uppboð á tollkvótum sem boðnir eru upp ársfjórðungslega, megi kveða niður verðbólgudrauginn. Það er leið okkar Íslendinga að bjóða upp tollkvóta og eins og staðan er í dag er mun meiri eftirspurn eftir heimildum til innflutnings en hefur verið síðastliðin tvö ár. Þetta er aðferð sem flest ríki stunda en ekki séríslenskt fyrirbæri líkt og haldið er fram í fréttum. Í öllum vestrænum heimi standa ríki með frumframleiðslu á eigin landbúnaðarvörum og eru stolt af því. Það vekur furðu að einungis er rætt um úthlutanir á þessum vörum sem falla undir tollkvóta í landbúnaði. Þá velti ég fyrir mér verðlagningu á ávöxtum þegar það eru engir tollar á þeim afurðum? Og hvað með pasta sem bera heldur enga tolla hér á landi? Síðan er mikið rætt um af hverju tollar séu ekki felldir niður af frönskum kartöflum þar sem sú framleiðsla hér á landi stöðvaðist í ágústmánuði síðastliðnum? Þurfum við að slökkva á öllum tollum án þess að fá nokkuð í staðinn? Ég tel mikilvægt að við endurskoðun tollasamningsins við ESB þá verði þetta notað sem skiptimynt fyrir aðrar vörur svo við getum fengið ívilnanir í staðinn inn til ESB því þar líta menn á tolla sem verðmæti í alþjóðaviðskiptum. Að lokum má síðan spyrja hvers vegna sé lagður 26% tollur á tyggjó þegar við erum ekki að framleiða tyggjó á Íslandi? Enn og aftur, reynum að skapa okkur raunverulega samningsstöðu þegar kemur að endurskoðun tollasamninga. Fjögurra daga vinnuvika verður ekki hjá bændum Árið 2019 var vinnuvika hins almenna launamanns stytt úr 40 stundum í 36 stundir. Í sameiginlegri kröfugerð VR og Sambands íslenskra verslunareigenda er nú gerð krafa um fjögurra daga vinnuviku. Þá má velta því fyrir sér hvort að aukin framleiðsla á mat hérlendis muni þá rata inn í laun til bænda? Frumframleiðslan mun aldrei standa undir þessum kostnaðarauka ef á að reikna sanngjörn laun fyrir vinnu sem fram fer á framleiðslustiginu. Ætlum við að hækka vöruverð í samræmi við þær kröfur sem unnið er að í launþegahreyfingunni? En eflaust má líta svo á að þarna sé komin lausn að leikskólavanda sveitarfélaganna. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Mikilvægi nýliðunar Þessa dagana er gósentíð í landbúnaði, sjónrænt að minnsta kosti. Sauðfjár- og stóðréttir fara fram um allt land og uppskera grænmetis í hámarki. Þetta er hin blómlega sýn landbúnaðar, fersk hamingja og fimmundarsöngur. Á þessum dögum fáum við hin, sem ekki störfum í greininni og sitjum föl við lyklaborðið, nasasjón af fjörinu og jafnvel stjörnur í augun. – En hvað það væri nú gaman að vera hraustur bóndi, vera endalaust að fást við náttúruna á einn eða annan hátt, alltaf á hreyfingu og með fjölbreytt verkefni. Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, orðar það einmitt svo skemmtilega í blaðinu. Bændastarfið sé besti lífsstíll sem nokkur geti valið sér. „Það er stór partur af lífi manns hvað maður velur sér að starfa við og ef einhver hefur minnstan grun um að það geti veitt honum lífsfyllingu að stunda landbúnað, þá er það sennilega rétt hjá honum.“ En það er ekki beint aðgengilegt að gerast bóndi og vera bóndi. Ekki er nóg með að þú þurfir að tryggja þér jarðnæði og framleiðslutæki með einum eða öðrum hætti og massívum kostnaði. Þú þarft líka að vinna myrkranna á milli, vera vakinn og sofinn yfir þínum búskap. Svo þarftu að búast við að fá lítil laun fyrir og engan orlofsrétt eða lífeyrissjóð. Þjóðin þarf hins vegar á því að halda að fleira fólk sinni fæðuframleiðslu í landinu. Það er grundvallaratriði. Því ræðum við í þaula um nýliðun í landbúnaði í blaðinu. Meðalaldur bænda almennt er kringum 60 árin en samkvæmt grófum athugunum er yfir 70% þeirra yfir fimmtugt. Athygli vekur að yfir 20% sauðfjárbænda eru yfir sjötugt að aldri á meðan 11% eru undir fertugt. Í fréttaskýringu kemur skýrt fram að greiða þurfi götur þeirra sem vilja leggja fyrir sig landbúnaðarstörf. Í því felst fyrst og fremst ákveðið afkomuöryggi. Ungir bændur benda á að til þess að eðlileg nýliðun geti átt sér stað í greininni þurfi eldri kynslóðin að geta stigið til hliðar með reisn. Á því þarf að taka til að jarðir haldist í rekstri og notkun. Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöll daganna 14.–16. október. Mörgum er enn í fersku minni þegar slík sýning var haldin árið 2018 með miklum glæsibrag og munu sömu rekstraraðilar, sýningarfyrirtækið Ritsýn sf., standa að viðburðinum. Tugir fyrirtækja sem tengjast landbúnaði á einn eða annan hátt munu þar kynna starfsemi sína og vörur. Það er enginn svikinn að því að kíkja á sýningu sem þessa, hvort sem viðkomandi er úr sveit eða borg og það er ekki úr vegi að mæla með henni. Í tilefni af Íslenskum landbúnaði 2022 munum við hjá Bændablaðinu gefa út blaðauka með útgáfu blaðsins þann 6. október næstkomandi. Blaðaukinn mun þjóna sem sýningarskrá, þar sem hægt er að afla sér allra helstu upplýsinga um sýninguna, svæðið og viðburði innan hennar. Blaðaukinn verður dreifður um allt land og á sýningunni sjálfri. Í honum gefst fyrirtækjum sem taka þátt í stórsýningunni að kynna sig enn frekar og auka þar með sýnileika sinn. Hafi sýnendur áhuga á að vera með í blaðaukanum er bent á að hafa samband við Þórdísi Unu auglýsingastjóra í gegnum netfangið thordis@bondi.is /ghp Hringferð Bændasamtakanna Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Sauðnaut á Austurvelli. Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að flytja sauðnaut til Íslands. Fyrst 1929 og aftur 1930 auk þess sem landbúnaðarnefnd Alþingis samdi frumvarp til laga árið 1974 um innflutning og eldi sauðnauta. Í frumvarpinu er landbúnaðarráðherra veitt heimild til að leyfa Búnaðarfélagi Íslands að flytja sauðnaut til landsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.