Bændablaðið - 08.09.2022, Page 8

Bændablaðið - 08.09.2022, Page 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 FRÉTTIR Sauðfjárrækt: Fyrsta skrefið í átt að ræktun á riðuþolnum stofni – Sæðingastöðvar hafa tryggt sér hrúta með bæði ARR- og T137-arfgerðir Segja má að fyrsta lögformlega skrefið hafi nú verið tekið í þá átt að gera Íslendingum fært að rækta upp riðuþolinn sauðfjárstofn, með verndandi arfgerðum gegn riðusmitum. Matvælastofnun hefur veitt undanþágu fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum, yfir varnarlínur núna í haust, með mögulegar verndandi arfgerðir. Bæir þar sem smit hefur komið upp á síðustu sjö árum hafa forgang við kaup á slíkum gripum, þar sem fjöldi með þessar arfgerðir er enn mjög takmarkaður. Flutningur sauðfjár yfir varnarlínur er bannaður samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma. Matvælastofnun er þó heimilt að veita undanþágu frá þeirri reglu fyrir kynbótagripi, en hingað til hefur það ákvæði eingöngu verið notað til að flytja kynbótahrúta á sæðingastöðvar. Byggt á upplýsingum úr arfgerðarrannsóknum Á undanförnum misserum hefur verið unnið að undirbúningi fyrir þessi tímamót innan tveggja samstarfsverkefna, með aðkomu starfsmanna Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Keldna, íslenskra sauðfjárbænda og alþjóðlegra vísindamanna. Í þeim hefur falist sú vinna að greina arfgerðir í íslensku sauðfé á landsvísu í þeim tilgangi að finna verndandi og mögulega verndandi arfgerðir til að nota til ræktunarstarfsins. Matvælastofnun veitir þessa heimild nú í því ljósi að gripir hafa fundist sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki (ARR-arfgerð) og mögulega verndandi arfgerð (T137), að undangengnu áhættumati. Hvetur stofnunin eindregið til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerðir svo halda megi flutningi líflamba á milli svæða í lágmarki. Alls hafa fundist 136 gripir Þegar niðurstöður arfgerðar- rannsókna samstarfsverkefnanna eru skoðaðar kemur í ljós að 13 fullorðnir gripir eru í dag með ARR- arfgerð, aðeins einn hrútur og 41 lamb. Með arfgerð T137 eru tveir fullorðnir hrútar, 39 ær og 42 lömb – í alls átta hjörðum. Alls 136 gripir. Eyþór Einarsson, hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins, segir að þar sem framboð af gripum með ARR og T137 sé takmarkað, ættu bændur líka að huga að því að velja markvisst lítið næmu arfgerðina AHQ sem fannst í rúmlega 14 prósenta gripa samkvæmt niðurstöðum arfgerðarrannsóknanna, eða um 2.800 gripir. Að auki eru gripir með þessa arfgerð sem áður hafa verið greindir á síðustu árum, fyrir téðar arfgerðarrannsóknir. Talið er að sá efniviður sem sé til staðar, muni duga nokkuð vel til að hægt sé að hefja skipulega ræktun á stofnum sem eru verndaðir gegn smiti. Áhugi bænda á viðskiptunum Eyþór segist hafa af því spurnir að áhugi sé meðal bænda að ná sér í hrúta, sérstaklega á mestu riðusvæðunum. Hann segir að sæðingastöðvarnar hafi þegar tryggt sér hrúta með bæði ARR og T137; Gimstein, eina fullorða hrútinn með ARR-arfgerð frá Þernunesi í Reyðarfirði, og Austra frá Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Matvælastofnun hefur skilgreint forgangssvæði, þeirra bæja sem hafa forgang við kaup á gripum með þessar arfgerðir, þannig að þær nýtist sem best til að draga úr útbreiðslu á riðuveiki. Bæir á forgangssvæði 1 hafa forgang að líflömbum með þessar arfgerðir, en á þessu svæði eru bæir þar sem riða hefur komið á undanförnum sjö árum og bæir með faraldsfræðilega tengingu við þá, svo sem sameiginlegan upprekstrarrétt eða annan þekktan samgang. Til að erfðaefnið sé sem best nýtt eru hjarðir á þessu svæði með um 300 kindur eða fleiri í forgangi. Ekki verður heimilt að flytja aðflutta kynbótahrúta á milli hjarða á svæðinu frá móttökubæjum. Á forgangssvæði 2 eru bæir þar sem riða hefur komið upp undanfarin 7 ár og bæir með faraldsfræðilega tengingu við þá, en hjarðir minni en 300 kindur. Á forgangssvæði 3 eru allir aðrir bæir á riðusvæðum, sýktum varnarhólfum, og ekki falla undir forgangssvæði 1 eða 2. Undanþágan nær ekki til flutnings inn á hrein sölusvæði Undanþágan nær ekki til flutnings líflamba inn á hrein líflambasölusvæði. Matvælastofnun hefur gefið það út að umsóknum um slíka flutninga skuli skilað inn í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar og verða umsóknir afgreiddar 12. september 2022. /smh Austri frá Stóru-Hámundarstöðum, annar tveggja fullorðinna hrúta með arfgerðina T37. Hann fer á sæðingastöð í haust. Mynd / Snorri Snorrason Íslandskort sem sýnir útbreiðslu á riðusmitum á landsvísu, þar sem bæir eru merktir eftir því hversu langt er síðan síðasta smittilfelli var staðfest. Á Norðvesturlandi (t.h.) hafa flest smittilfelli riðuveiki í sauðfé verið staðfest. Rauðu punktarnir eru þau forgangssvæði sem hafa mestan forgang við kaup á gripum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir, samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar. Mynd / Matvælastofnun Eyþór Einarsson. Mynd / RML Nú í lok ágúst endurnýjaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samninginn um verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður, sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur stýrt frá ársbyrjun 2020 í samstarfi við stjórnvöld, Skógræktina og Landgræðsluna. Sauðfjár- og nautgripabændum hefur staðið til boða að taka þátt í verkefninu sem felst í grundvallaratriðum í því að gera aðgerðaráætlun fyrir búreksturinn í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda kolefni. Markmið hins nýja samnings, sem gildir út árið, er að efla verkefnið á þessu ári, auðvelda framkvæmd þess, bæta mat á árangri þátttakenda í verkefninu og undirbúa það fyrir frekari stækkun. Verkefnið var upphaflega hugsað til fimm ára og eru bændurnir styrktir fjárhagslega til að standa straum af kostnaði við það. Alls 51 bú sem taka þátt Mesta losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði er talin vera frá nautgripa- og sauðfjárbúum. Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu vegna endurnýjunar samningsins, kemur fram að mikilvægt sé að auka rannsóknir og fræðslu fyrir þessar tvær búgreinar. Alls tekur 51 bú þátt í verkefninu í dag; 24 sauðfjárbú eru þátttakendur og 27 nautgripabú vítt og breitt um landið og verður unnið að því að fjölga þátttakendum enn frekar á árinu 2023, auk þess sem stefnt verður á að fjölga búgreinum í verkefninu með víðtæku samstarfi við bændur. Loftslagsleiðtogar landbúnaðarins Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns land- búnaðar hjá RML, segir að þau hlakki til að efla, þróa og stækka verkefnið. „Bændurnir sem taka þátt í verkefninu eru loftslagsleiðtogar landbúnaðarins. Við þann hóp bætast nú fimmtán nýir nautgripabændur. Við stefnum einnig að því að birta fræðslu- og kynningarefni sem mun auka sýnileika og aðgengi bænda að loftslagsvænum lausnum,“ segir hún. „Styrkleiki loftslagsvæns land- búnaðar felst í því að hver þátttakandi metur möguleika til aðgerða á sínu búi. Allir þátttakendur hljóta fræðslu og þjálfun í helstu atriðum sem hægt er að framkvæma, annars vegar til þess að minnka losun og hins vegar til kolefnisbindingar. Allar aðgerðir skipta máli, stórar sem smáar.“ Margar leiðir í boði „Flestir þátttakendur hafa farið í aðgerðir sem snúa að því að minnka olíunotkun, bæta nýtingu búfjáráburðar og tilbúins áburðar eða auka afurðir. Skógrækt er öflug aðgerð til kolefnisbindingar, en hentar ekki öllum enda eru aðstæður á búum mismunandi. Miklir möguleikar eru í bindingu kolefnis í landgræðslu en jarðvegur er öflug geymsla fyrir kolefni. Allar aðgerðir sem farið er í hafa jákvæðan loftslagslegan ávinning, en getur verið miserfitt að mæla hann og því er horft til aðstæðna á hverju búi þegar loftslagsárangur hvers bús er metinn. Stór þáttur verkefnisins er fræðsla, þar sem þátttakendur hljóta fræðslu og þjálfun í því að gera búreksturinn loftslagsvænni. Til þess að verða loftslagsleiðtogi er mikilvægt að fræðast um mögulegar leiðir til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað hentar hverju búi. Til dæmis þá fræðum við um skógrækt og aðferðir hennar, en hver bóndi metur hvort það sé loftslagsaðgerð sem henti hans aðstæðum og búrekstri,“ segir Berglind.Hún segir að meginverkefni ársins muni felast í rekstri verkefnisins, fjölgun þátttakenda og þróun á aukinni stafrænni virkni. Eining sé stefnt að því að hefja gerð kennslu- og fræðsluefnis um loftslagsvænar lausnir í landbúnaði. /smh Loftslagsvænn landbúnaður: Fjölga þátttakendum Berglind Ósk Alfreðsdóttir. kemur næst út 22. september Yfir 1.000 fasteignir til sölu á Costa Blanca svæðinu. Fasteignir til sölu á Spáni sumareignir.is - sumareignir@gmail.com - s: 6168880 Sumareignir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.