Bændablaðið - 08.09.2022, Page 12

Bændablaðið - 08.09.2022, Page 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 FRÉTTIR www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S-4540050 ÞAÐ ER BARA SOLIS SOLIS 26 HST Með vökvaskiptingu Verð:1.900.000+vsk Með ámoksturstækjum 2.640.000+vsk SOLIS 26 Beinskipt Verð:1.620.000+vsk Með ámoksturstækjum 2.240.000+vsk SOLIS 16 Beinskipt Verð:1.250.000+vsk Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) voru stofnuð í mars síðastliðnum og tóku formlega til starfa í júníbyrjun. Þá voru samtökin jafnframt formlega kynnt til sögunnar í fjölmiðlum og Margrét Gísladóttir ráðin framkvæmdastjóri. Í sumar hefur lítið frést af störfum þeirra en að sögn Margrétar hefur tíminn verið nýttur til að kynna betur samtökin fyrir hagsmunaaðilum í landbúnaði og stjórnvöldum. Hún segir að innan samtakanna hafi einnig mikil áhersla verið lögð á að skoða leiðir til að leiðrétta þann mikla aðstöðuhalla sem íslenskur landbúnaður býr við í samanburði við önnur ríki í Evrópu, til dæmis varðandi samkeppnis- og tollaumhverfi. Margrét segir mikilvægt fyrir samtökin að taka þátt í samtali sem nú á sér stað um framtíð landbúnaðar á Íslandi og þess vegna sé nauðsynlegt að kynna samtökin vel á þessum tímapunkti. „Það er mikilvægt að þegar verið er að ræða málefni og hagsmuni landbúnaðarins þá séu fyrirtækin þátttakandi í því samtali. Þannig nær samtalið til allrar virðiskeðjunnar. Tollvernd, tollaeftirlit og samkeppnisumhverfið eru dæmi um brýn hagsmunamál fyrir alla þá aðila sem tengdir eru íslenskum landbúnaði. Af mörgu er að taka og ljóst að mikil vinna er fram undan til að skapa íslenskum landbúnaði sambærilega umgjörð og er í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir hún. Fulltrúar sjö fyrirtækja í stjórn Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðar- forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, er formaður SAFL, en fulltrúar sex annarra fyrirtækja í landbúnaði sitja í stjórninni; Ágúst Torfi Hauksson, Kjarnafæði Norðlenska, Eggert Árni Gíslason, Matfugli, Eyjólfur Sigurðsson, Fóðurblöndunni, Gunnlaugur Karlsson, Sölufélagi garðyrkjumanna, Pálmi Vilhjálmsson, Mjólkursamsölunni, og Steinþór Skúlason, Sláturfélagi Suðurlands. Margrét segir að mikilvægt sé að fyrirtæki í landbúnaði eigi aðild að hagsmunasamtökum sem geta verið í forsvari gagnvart stjórnvöldum í málum sem snerta þeirra hagsmuni. „Fyrirtæki innan samtakanna eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta þó þau starfi í ólíkum greinum landbúnaðarins. Til að tryggja aðkomu ólíkra greina samanstendur stjórn samtakanna af fulltrúum frá félagsmönnum sem starfa við framleiðslu á rauðu kjöti, hvítu kjöti, mjólk, grænmeti og fóðri og er það bundið í samþykktir samtakanna. Samstarf við Bænda- samtök Íslands Á árinu 2020, við endurskipulagningu á félagskerfi landbúnaðarins innan Bændasamtaka Íslands, voru uppi hugmyndir um að slík samtök gætu mögulega átt einhvers konar aukaaðild að nýjum samtökum bænda, með takmarkaðri aðkomu að Búnaðarþingi. Slíkt fyrirkomulag á sér fyrirmynd til að mynda í Danmörku. Í ályktun Búnaðarþings 2020 var lögð áhersla á að félagskerfið yrði til framtíðar byggt á tveimur meginstoðum; bændum og landbúnaðartengdum fyrirtækjum. „Við höfum lagt áherslu á að fyrirtæki í landbúnaði verði virkur þátttakandi í samtalinu um starfsumhverfi landbúnaðarins, enda mikilvægur hlekkur í virðiskeðjunni. Við höfum verið í góðum samskiptum við Bændasamtökin enda ljóst að fjölmörg hagsmunamál félagsaðila hvorra samtaka fyrir sig eru sameiginleg. Þar má nefna tollamál, samkeppnismál, mikilvægi þess að aðlaga reglugerðir að íslenskum aðstæðum og fleira mætti nefna. Þannig eru miklir möguleikar á að sameina krafta þessara tveggja stoða landbúnaðarins í sameiginlegum viðfangsefnum og er það samtal í gangi. Við erum alltaf sterkari saman, Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði, þegar við getum komið sameiginlega fram og talað fyrir alla virðiskeðjuna,“ segir Margrét. Aðild að Samtökum atvinnulífsins Margrét segir að SAFL eigi í viðæðum við Samtök atvinnulífsins (SA) um mögulega aðild. „Við teljum að SAFL muni sóma sér vel sem eitt aðildarfélaga SA. Landbúnaður er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og fyrirtæki á sviði landbúnaðar gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja fæðuöryggi hér á landi. Aðildarfélög SAFL eiga það sameiginlegt að starfa í sérstöku lagaumhverfi þar sem ýmis sérlög gilda um starfsemi þeirra, svo sem búvörulög, auk krafna til aðbúnaðar og umhirðu við landbúnaðarframleiðslu og að virkt eftirlit sé starfrækt. SAFL er þannig sambærilegt núverandi aðildarfélögum SA eins og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtökum ferðaþjónustunnar, það er að sérlög gilda um atvinnugreinina ásamt því að málefni aðildarfélaganna heyra undir sérstakt ráðuneyti. Bein aðild SAFL að SA er mikilvægur þáttur í því að landbúnaðurinn fái þá rödd og sess sem honum ber sem einni af lykilstarfsgreinum samfélagsins.“ Óhagstætt starfsumhverfi íslensk landbúnaðar Sem fyrr segir hefur á fyrstu mánuðum SAFL verið lögð megináhersla á vinnu við að skoða leiðir til að leiðrétta þann aðstöðuhalla sem íslensk fyrirtæki í landbúnaði – og íslenskar búgreinar – búa við í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Margrét segir að þegar starfsumhverfi landbúnaðarins á Íslandi er borið saman við stöðuna innan Evrópusambandsins og Noregs, kemur í ljós að aðstöðumunurinn hefur aukist mjög undanfarna tvo áratugi eða svo, þar sem hallar á íslenskan landbúnað. „Þessi munur hefur í raun lítið verið uppi á borðum í umræðunni hér á landi og gætir jafnan skilningsleysis á stöðu íslensks landbúnaðar. Það þarf að draga þennan aðstöðumun fram og gera þarf átak í að sinna greininni sem skyldi. Þar skipta samskipti við stjórnvöld lykilmáli og öflug gagnasöfnun og greining. Við höfum nú þegar hitt matvælaráðherra og forsætisráðherra og búið er að óska eftir fundum með fjármálaráðherra og utanríkisráðherra,“ segir Margrét. Tollvernd og tollafgreiðsla Margrét bætir því við að það sé einnig áherslumál samtakanna að vinna að úrbótum á virkni tollverndar fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og betri tollaafgreiðslu þessa fyrstu mánuði. Alls komu tuttugu fyrirtæki að stofnun samtakanna. Tilgangur SAFL er meðal annars að efla ímynd og styrkja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, stuðla að hagkvæmni íslensks landbúnaðar og íslenskra landbúnaðarfyrirtækja, vera í forsvari gagnvart stjórnvöldum í málum er snerta hagsmuni og réttindi félagsmanna, styðja við nýsköpun og menntun tengda landbúnaði og vinna að eflingu rannsókna og sjálfbærni íslensks landbúnaðar. /smh Samtök fyrirtækja í landbúnaði: Vinna að hagsmunum allrar virðiskeðjunnar – Eiga í viðræðum við Bændasamtök Íslands um samstarf Merki hinna nýju samtaka. Margrét Gísladóttir. Sigurjón R. Rafnsson. Margrét segir að þegar starfsumhverfi landbúnaðarins á Íslandi er borið saman við stöðuna innan Evrópusambandsins og Noregs, kemur í ljós að aðstöðumunurinn hefur aukist mjög undanfarna tvo áratugi eða svo, þar sem hallar á íslenskan landbúnað. Mynd / ghp Stærsta dráttarvél landsins seld í Eyjafjörð Friðrik Ingi Friðriksson, eigandi Aflvéla, afhenti bændunum á Halllandi nýju dráttarvélina en hér eru þau Máni Guðmundsson og Hólmfríður Freysdóttir með honum. Mynd / MHH Aflvélar á Selfossi fluttu sig nýlega úr húsnæði við Austurveg 69 í Gagnheiði 35 þar sem finna má veglega aðstöðu til sölu og sýningar nýrra véla til landbúnaðar. Hjá fyrirtækinu á Selfossi vinna 16 starfsmenn en aðalsetur Aflvéla er við Vesturhraun í Garðabæ. Stærsta dráttarvél sem hefur verið flutt inn til landsins hefur verið til sýnis í nýja sýningarsalnum á Selfossi en um er að ræða Massey Ferguson 8740. Vélin er yfir 400 hestöfl og eru afturdekkin á vélinni yfir tveir metrar á hæð. Vélin stoppaði ekki lengi í sýningarsalnum því hún hefur verið seld til ábúenda á bænum Halllandi í Eyjafirði. Vélin kostaði rúmlega 30 milljónir króna. / MHH Íslenskt matarhandverk verðlaunað Vörur þriggja smáframleiðenda unnu til verðlauna í norrænni matarhandverkskeppni sem haldin var á hátíðinni Terra Madre Nordic í Svíþjóð í síðustu viku. Aðalbláberja- og chillisulta fjölskyldufyrirtækisins Urta Islandica, birkireyktur silungur frá Búkonunni – matarhandverk og glóaldin kombucha drykkur frá fyrirtækinu Kúbalúbra / Kombucha Iceland voru verðlaunuð í sínum flokkum. Sjö íslenskir smáframleiðendur skráðu sig til þátttöku í keppninni sem fram fór í Stokkhólmi daganna 1.–3. september. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í norrænu matarhandverki og var framleiðendum á öllum Norðurlöndum boðið að taka þátt. Keppt var í ólíkum vöruflokkum s.s. í brauði og bakkelsi, afurðum úr berjum og grænmeti, kjötmeti, fiskmeti, drykkjum og mjólkurvörum. / ghp Aðalbláberja- og chillisulta frá Urta Islandica hlaut gullverðlaun. Smáauglýsingar á bbl.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.