Bændablaðið - 08.09.2022, Side 34

Bændablaðið - 08.09.2022, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 LÍF&STARF Stóðréttir haustið 2022 Stóðréttir verða nú með sama brag og fyrir kórónuveirufaraldurinn, sem takmarkaði fjölda gesta síðustu tvö ár. Listi yfir fjárréttir eru á blaðsíðum 32-33 og upplýsingar um viðbætur eða leiðréttingar skal senda á netfangið smh@bondi.is. /smh Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 1. okt. Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 23. sept. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. laugardaginn 1. okt. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. Upplýsingar vantar. Fossárrétt á Skaga, A.-Hún. laugardaginn 17. sept. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Upplýsingar vantar. Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 17. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 24. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 1. okt. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardaginn 3. sept. kl. 08:00 Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 17. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 17. sept. Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 18. sept. kl. 11 Staðarrétt í Skagafirði laugardaginn 17. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 1. okt. Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag. Upplýsingar vantar. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. sunnudaginn 25. sept. kl. 09:00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 1. okt. kl. 11:00 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 1. okt. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Upplýsingar vantar. Æðarkollum hefur fækkað ef marka má árlega talningu unga kringum Breiðafjörð. „Þessar niðurstöður geta verið vísbending um minnkandi varp, en líka um breytta hegðun æðarkollnanna þ.e. að þær leiti frekar utan svæðisins til fæðuöflunar með ungana, og svo getur þetta verið blanda af þessu hvort tveggja,“ segir Jón Einar Jónsson, vísindamaður hjá Háskólasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, en æðarungar voru taldir 16. árið í röð á svæðinu frá Brjánslæk að Reykhólum og einnig á norðanverðu Snæfellsnesi. Niðurstaða talningar var sú að hlutfall unga á kollu er svipað og verið hefur undanfarin ár, þ.e. 1,37 í júní og 0,67 í júlí. „Varpið var frekar seint hjá æðarkollunum í ár og því voru margir dúnungar í seinni talningu sem fram fer í lok júlí, alls 42% unganna. Þeir eru yfirleitt orðnir stórir á þeim tíma og því nær alltaf sárafáir í júlítalningunni.“ Voru á bilinu 500 upp í 900 Æðarkollum á talningarsvæðinu hefur fækkað undanfarin ár. Á árabilinu frá 2007 til 2019 voru að jafnaði 500 til 900 æðarkollur á þessu svæði, en undanfarin ár hafa þær verið á bilinu 250 og upp í um 460 með þeirri undantekningu að í júní í fyrra voru þær 661 í allt. Fjöldi unga er í samræmi við þetta. Í júlí sáust 308 ungar, sem er það mesta síðan 2016, en á móti kemur að tæpur helmingur þeirra voru dúnungar. Jón Einar segir að talning fari fram tvisvar á ári, sú fyrri er í síðustu viku júnímánaðar, þegar kollur eru nýbúnar að leita út og ungarnir enn litlir, þeir allra fyrstu orðnir tveggja til þriggja vikna. Aftur er talið í lok júlí þegar vænta má þess að ungar séu orðnir í það minnsta hálfvaxnir eða meira. „Talningin í júní er fyrst og fremst hugsuð til að meta hvernig varpið gekk og sú í júlí hvernig ungauppeldið hefur gengið. Það má kannski segja að þetta sé meira í ætt við sýnatöku heldur en heildartalningu,“ segir Jón Einar. Talið er meðfram ströndinni frá Brjánslæk austur að Reykhólum, þ.e. í Vatnsfirði, Kjálkafirði, Kerlingarfirði, Vattarfirði og Kollafirði. Þá er ekið að Reykhólum og talið á tjörnum þar og við veginn út að Þörungaverksmiðju. Einnig er stoppað við Gilsfjarðarbrúna. Æðarfuglar: Vísbending um minnkandi varp eða breytta hegðun Jörðin Elliðahvammur er smábýli Kópavogsmegin við Elliðavatn. Landið er þéttvaxið sitkagreni og ösp inni á milli grenitrjánna. Þar er einnig að finna hátt í fimmtíu mismunandi yrki af eplum. Þorsteinn Sigmundsson, eggjabóndi að Elliðahvammi, er eldhugi í ræktun eplatrjáa auk þess sem hann elur býflugur sem sjá um að frjóvga trén. Hann ræktar epli utandyra, í köldu gróðurhúsi og í gróðurskála. Þorsteinn segir að eplaræktin veiti honum mikla hamingju, auki lífsánægju hans og lífsgæði og vitnar í Martein Lúter þegar hann segir að þótt hann vissi að það yrði heimsendir á morgun mundi hann samt planta eplatré. Árviss uppskera í gróðurskálanum „Ég gæti trúað að þegar allt er talið þá sé ég með 50 yrki úti og inni og allt um kring. Þar af eru um 20 í gróðurskálanum sem gefa árvissa og góða uppskeru. Eplin af öllum trjánum í skálanum eru mjög góð á bragðið en með ólíku bragði eftir því um hvaða yrki er að ræða. Satt best að segja hef ég ekki á hraðbergi hvað þau heita en allt eru þetta yrki sem ég hef verið að safna í mörg ár og hafa reynst vel. Flest og líklega öll koma frá norðlægum og köldum svæðum og eitt þeirra sennilega frá mjög köldu svæði í Alaska og gefur af sér vetrarepli sem eru svolítið sérstök. Eplin á því tré geta hangið á trénu allan veturinn og Elliðahvammur: Eplarækt eykur lífsgæði Glæsileg uppskera af bragðgóðum matareplum. Myndir / Óskar Andri Víðisson Þorsteinn Sigmundsson ásamt barnabarnabörnunum sínum, Þráni Frey, Styrmi Snæ og Heiðdísi Örnu Óskarsbörnum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.