Bændablaðið - 08.09.2022, Side 36

Bændablaðið - 08.09.2022, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 LÍF&STARF Danmörk: Kotgarðar í Árósum Danir mega eiga það að þeir kunna listina að „hugge sig“. Í Árósum og víðar í Danmörku er að finna það sem er kallað „kolonihave“, grendargarðar eða kotgarðar, eins og ég kýs að kalla nýlenduna mitt í borginni. Garðarnir eru hugsaðir sem afdrep fyrir fólk sem býr í blokk og hefur ekki aðgang að einkagarði. Hver og einn garður er í einkaeigu og ganga þeir kaupum og sölum en kaupin eru háð skilyrðum sem eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að braska með garðana. Félagsskapurinn í kringum kotgarðana kallast Fritidssamfund og verða meðlimir þess að fara eftir sameiginlegum reglum samfélagsins. Fritid og þétting byggðar Kotgarðarnir eru í dag 59 og um 400 fermetrar hver og innan lóðamarkanna mega eigendur þeirra reisa 40 fermetra hús og 10 fermetra gróðurhús. Húsin á svæðinu eru nánast öll heilsárshús með öllum nútímaþægindum, þrátt fyrir að reglur kveði á um að ekki megi dvelja í þeim á nóttunni yfir vetrartímann. Nýlendan á sér nokkuð langa sögu og landið var lengi utan við bæinn og í eigu lestafélagsins DSB. Í seinni heimsstyrjöldinni gátu íbúar Árósa leigt þar matjurtagarða sem með tímanum þróaðist yfir í garða með litlum húsum og svo stærri húsum og meira í átt til staða sem hægt var að „hugge sig“ frá skarkala borgarinnar. Árið 2008 átti DSB undir högg að sækja fjárhagslega og sáu nýlendubúarnir sér leik á borði og keyptu landið. Með tímanum hefur borgin færst nær kotgörðunum og byggingaverktakar ásælast landið í nafni framfara og fyrir nokkrum árum misstu nokkrir nýlendubúar garðana sína undir veg og blokkir. Þétting byggðar er svo nauðsynleg í Árósum eins og í Reykjavík að nýjustu blokkirnar eru ekki nema fáa metra frá lóðamörkum sumra kotgarðanna og það sem verra er, að mati nýlendubúa, geta blokkarbúar horft niður í garðana af svölunum. Svölum sem lofað var að ekki yrðu byggðar á þeirri hlið sem snýr að görðunum. Ólíkir garðar Eitt af því sem gerir kotgarða- byggðina skemmtilega er hversu ólíkir garðarnir eru. Sumir eru verulega skipulagðir og jafnvel skipulagðir eftir ákveðnum garðstíl eins og japanski garðurinn sem er verulega glæsilegur. Aðrir eru meira villtir og frjálslegri í forminu. Garðurinn þeirra Vigdísar og Guðjóns flokkast undir það sem kallast frjálst form að því leyti að skipulag hans er sjálfsprottið eftir hugmyndum þeirra og nennu og breytist eftir því sem þeim finnst hann fallegastur hverju sinni. Í ár eru það til dæmis rauð og blá blóm sem eru mest áberandi. Góður staður til að vera á Hjónin Guðjón Guðmundsson og Vigdís Sveinsdóttir keyptu sér kot í Fritids-nýlendunni árið 2004 og hafa síðan þá byggt við húsið og ræktað kotgarðinn sinn af alúð. Að þeirra sögn er fátt betra en að eyða frítímanum í kotinu og dunda sér í garðinum. Gaui, eins og Guðjón er yfir- leitt kallaður, segist heimsækja nýlenduna á hverjum degi og yfirleitt á hjóli og eyða þar tíma til að hlaða batteríin. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Sumarhöll Vigdísar Sveinsdóttur og Guðjóns Guðmundssonar í Árósum. Myndir / VH. Guðjón Guðmundsson og Vigdís Sveinsdóttir kotgarðsbændur. Útþensla og þétting byggðar er farin að þrengja að kotgörðunum. Gróðurhúsin mega vera 10 fermetrar að stærð. Vel skipulagður kotgarður í japönskum stíl. Guðjón Rúdolf stórfursti kotgarðanna.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.