Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022
konum sem kallast chilidrottningar
sem selja bæði hann og líkama sinn
á götum. Í fyrrnefndri blaðagrein var
einnig sagt að bæði taco réttirnir og
chilidrottningarnar væru „hot“ og
bitu í eins og eiturslöngur.
U-laga skeljar og taco dagur
Fysrtu stökku U-laga taco skeljarnar
voru bornar til borðs á veitingahúsi
í Mexíkó árið 1940. Sjö árum síðar
var fundin upp vél sem bakaði þær
U-laga þrátt fyrir að Glen Bell,
stofnandi Taco Bell, hafi haldið því
fram að hann hafi fundið þær upp
árið 1950.
Árið 2003 komst taco sem
matreitt var í borginni Mexica
í Kaliforníu í Heimsmetabók
Guinness sem stærsta taco sem búið
hefur verið til og vó það rúm 750
kíló. Samkvæmt uppsláttarritinu
Tacopedia ók fyrsti bíllinn sem seldi
taco um götur New York árið 1966.
Í dag er taco þekkt sem götumatur
víða um heim og íbúar Mexíkó
halda upp a taco daginn 4. október.
Orðsifjar
Orðið taco er komið úr máli
innfæddra í Mexíkó og getur staðið
fyrir allt í senn, vafning, fleyg,
tapa, billjarðkjuða, blásturrör,
kylfu, sprengihleðslu, lítinn en
þykkan viðarbút og lágvaxinn og
feitlaginn mann.
Önnur skýring er að heitið
sé komið úr máli Nahuatil Astek
og þýði í miðjunni og vísi til
þess að matur hafi verið settur í
opnar skeljarnar.
Mjúkir vafningar
Taco réttir sem í eina tíð voru
bornir fram í mjúku deigi kallast
í dag tortilla- eða buritosvafningar
og oftast búnir til úr mjúku
hveitibrauði þrátt fyrir að meðlætið
sé yfirleitt svipað.
Stökkar skeljar
Vinsældir stökkra og U-laga
taco skelja, sem bakaðar eru úr
maísmjöli um víða veröld, má
rekja til Bandaríkjanna og ekki síst
til alþjóðlegu skyndiréttakeðjunnar
Taco Bell. Á spænsku kallast þær
tacos dorados eða gullið taco.
Taco afbrigði
Ýmis afbrigði eru til af taco réttum,
brauðið hanterað á ólíkan hátt og
innihaldið ólíkt allt eftir kenjum
kokksins.
Hráefnið í taca al pastor er þunnt
skorið svínakjöt. Ofan á kjötið er
lagt marinerað chili og herlegheitin
þrædd á tein og grilluð með snúningi
í eldofni.
Taco asador er gert með því að
setja guacamole- eða salsasósu, kjöt,
lauk og kóríander á tortilla brauð
og leggja síðan aðra tortillu yfir og
setja á grill.
Til að matreiða taco de cabexa
þarf að verða sér úti um nautshöfuð
og skera af því kinnarnar, tunguna
og heilann og steikja. Taco brauð er
hitað á pönnu og síðan er kjötið sett
ásamt salsa- eða guacamolesósu,
lauk og kóríander á það.
Í taco de lengua er höfð
nautatunga sem hefur verið soðin
ásamt hvítlauk, lauk og lárviðarlaufi
í nokkra klukkutíma þar til hún
er orðin mjúk. Tungan er síðan
léttsteikt á pönnu og borin fram í
skel með meðlæti að eigin vali.
Rækjutaco er vinsæll réttur í Baja
í Mexíkó. Rækjurnar eru stærri en
við eigum að venjast og grillaðar.
Best þykir að bera þær fram í
heitum taco skeljum með salsasósu
ásamt salati, lárperu, sítrónusafa og
majónesi.
Djúpsteikt upprúllað tortilla
brauð með forsteiktu kjúklinga- eða
nautakjöti og meðlæti kallast tavo
de cazo.
Í svokallaðri Tex-Mex matargerð,
sem er bræðingur matreiðsluhátta
frá Texas og Mexíkó, þykir sjálfsagt
að bera taco fram sem morgunverð.
Rétt sem samanstendur af mjúku
tortilla brauði, eggjum, osti og
grænmeti eða annars konar meðlæti
eins og til dæmis beikoni eða skinku.
Taco á Íslandi
Sáralítið og eiginlega ekkert fer
fyrir taco í íslenskum fjölmiðlum
allt fram á þessa öld.
Morgunblaðið segir frá því í
ágúst 2006 að veitingahúsakeðjan
Taco Bell muni opna veitingastað
í Hafnarfirði í lok nóvember það
ár og gangi áætlanir eftir verða
Hafnfirðingar fyrstir í heiminum
til að bragða á skyndibita
keðjunnar utan Bandaríkjanna eða
bandarísks varnarsvæðis, að sögn
framkvæmdastjóra KFC á Íslandi,
sem stendur að opnun staðarins.
Í Fréttablaðinu í nóvember sama
ár segir einnig frá því að Taco Bell
staðurinn í Hafnarfirði hafi verið sá
fyrsti sem opnaður hafi verið utan
Bandaríkjanna. Þar segir einnig að
barist hafi verið fyrir því að fá Taco
Bell hingað til lands í um fimmtán ár.
„Reyndar hefur einn slíkur staður
verið starfræktur um nokkurn tíma
á herstöðinni á Miðnesheiði en þar
sem henni hefur nú verið lokað
fengu íslensku aðilarnir loksins leyfi
til þess að opna Taco Bell stað innan
íslenskrar landhelgi.“
Þetta mun ekki vera rétt því
veitingahúsakeðjan Taco Bell reyndi
fyrir sér í Mexíkóborg árið 1992.
Íbúum borgarinnar leist síður en
svo á það sem í boði var. Staðurinn
floppaði og var lokað tveimur árum
síðar. Keðjan reyndi aftur fyrir sér
í borginni árið 2007 en þeim stað
var einnig lokað fljótlega vegna
áhugaleysis borgarbúa.
Undanfarin ár hefur fjöldi
veitingahúsa bætt taco á matseðil
sinn og bjóða upp á réttinn í ýmsum
útgáfum, hvort sem það kallast taco,
tortilla, buritos eða quesadillas.
Taco er vinsæll matur á Íslandi í
dag enda auðvelt að matreiða slíka
rétti þar sem hægt er að kaupa bæði
mjúkt og stökkt taco brauð og sósu
í næstu matvöruverslun.
Spánverjinn Bernal Días del Castillo
var fyrsti Evrópumaðurinn til að lýsa
skriflega áti tacolíks réttar í Mið-
Ameríku. Mynd / wikimedia.org
Maísbrauð bakað. Mynd / wikiwand.com Taco selt sem götumatur í Mexíkó. Mynd / mexiconewsdaily.comMatseðill Marine Klub herstöðvarinnar á Miðnes-
heiði fyrir júní 1989, birtur í The White Falcon.
Mynd / timarit.is
Hnoðað maísdeig. Mynd / latinarepublic.com Guacamole sósa fer vel með taco.
Mynd / thefrayedapron.com
Fyrsti bíllinn sem ók um götur New York og seldi taco. Mynd / kingtaco.com
Mjúkt tortillabrauð bakað úr hveiti.
Mynd wikipedia.org
Buritos vafningur. Mynd / seriouseats.com