Bændablaðið - 08.09.2022, Page 44

Bændablaðið - 08.09.2022, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 LÍF&STARF Í Svíþjóð vaxa tré. Þau tré vaxa upp til himins og gildna eftir því sem þau eldast. Frá alda öðli um veröld alla byggðu menn hús úr timbri enda er timbur sennilega besta náttúrulega byggingarefnið. Vissulega fer það eftir aðstæðum og stundum hentar betur að byggja hús úr hálmi. Önnur byggingarefni hafa sína kosti svo sem sement og stál. Einn áberandi kostur hörðu efnanna, stáls og steypu, er að þau brenna illa. Þau eru sterk en eðlislega mjög þung. Stærstu mannvirki heimskringlunnar eru yfirleitt úr þessum hörðu efnum. Nú virðast vera breyttir tímar. Ákall nútímans eftir náttúruvænna byggingarefni hefur skilað sér í betri kostum. Í víðfeðmu samstarfi háskóla og iðnaðarins hefur Linné háskólinn í Vaxjö (Lnu) verið leiðandi í þróunarvinnu á krosslímdum timbureiningum (Cross-laminated timber (CLT)). Það er vart hægt að bera það fyllilega saman við almennt þekkt byggingarefni á borð við krossvið og límtré þó svo í grunninn sé krosslímt timbur nokkurs konar samblanda af hvoru tveggja. Framleiðsla á krossviðarplötum fer þannig fram að trjábol er flett í þunn lög, líkt og eldhúspappír utan af rúllu. Þessi þunnu lög eru límd saman og raðað þannig að viðartrefjarnar skarast þvert á þær sem eru fyrir ofan og neðan. Framleiðsla á límtré krefst ögn meiri vandvirkni. Sérhver límtrésbiti er samansettur af nokkrum viðarstrengjum þar sem viðartrefjarnar liggja samsíða þeim sem eru fyrir ofan og neðan. Hver strengur er saumaður saman af sérvöldum viðarbútum. Límtré getur borið mikla þyngd. Eitt fyrsta stóra límtrésmannvirki Svía var aðallestastöðin í Stokkhólmi sem var formlega opnuð 18. júlí 1871. Síðan þá ruddi límtréstæknin sér til rúms víða um heim. Krosslímt timbur (CLT) er blanda af krossviði og límtré; viðurinn er sérvalinn og nokkuð þykkur eins og í límtré, en límdur saman eins og plöntur þar sem viðartrefjarnar ganga þvert á þá næstu, líkt og krossviður. Í Stokkhólmi er verið að byggja fjögur há timburhús. Húsin ganga undir nafninu „Cederhusen“ enda áberandi blær sítrusviðar yfir húsunum. Undirritaður var í Stokkhólmi nýverið og að undirlagi Lars Blomqvist, doktors við Linné háskóla, var ákveðið að líta við og skoða þessi glæsilegu timburmannvirki í byggingu, sem eru í sama hverfi og Karolínska háskólasjúkrahúsið. Þessi hús eru stórmerkileg fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er viðkunnanlegt útlitið. Klæðningin er úr viðarskífum. Allt í kring eru steinsteypt hús, ýmist gömul en mörg ný með nýmóðins arkitektúr. Ceder- húsin koma svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir það eitt að vera úr timbri. Húsin verða átta til þrettán hæðir þegar þau verða tilbúin í lok árs 2023. Fyrstu tvö húsin eru risin og þegar þetta er skrifað standa yfir flutningar og lokafrágangur í síðara húsinu. Íbúar í fyrsta húsið fluttu inn um áramótin síðustu. Húsin standast allar ströngustu kröfur um eldvarnir og burð, líkt og húsin í kring. Þar er fyrir að þakka krosslímdu timbri (CLT) en burður hússins er úr því. Grunnur hússins er úr steinsteypu. Ástæðan fyrir staðsetningu Ceder-húsanna er samt ekki endilega tilbreyting við steyptu húsin í nágrenninu. Eiginleikar timbursins fram yfir stál og steypu er m.a. þyngdin. Undir húsunum fjórum er nefnilega bílaumferð um E4 hraðbrautina. Létt nútímaleg timburhús, nokkuð miðsvæðis í Stokkhólmi, var því engin tilviljun. Þegar undirritaður spurði íbúa út í eiginleika hússins þá sögðu þeir að þeim liði vel í þeim. Þau höfðu engan veginn á tilfinningunni að þau byggju í ótryggu tréhúsi sem sveiflaðist eftir veðri og vindum. Húsin eru sterk og stöndug líkt og steinhús. Útsýnið var yfirleitt gott og stutt var í næsta almenningsgarð. Íbúðirnar voru af öllum stærðum og gerðum. Í fyrstu þótti íbúunum skrítið að þeir byggju ofan á hraðbraut, en það er ekkert tiltökumál lengur. Það er víðar en í Stokkhólmi sem verið er að byggja háhýsi úr tré. Hús af öllum stærðum eru í bígerð um alla Skandinavíu, Ameríku og Asíu. Það virðist orðið eftirsóknarvert að búa í tréhúsum sem teygja sig upp til himins. Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Sænsku Ceder-húsin: Þrettán hæða timbur- hús yfir hraðbraut Hlynur Gauti Sigurðsson hlynur@bondi.is Aðallestastöðin í Stokkhólmi var byggð 1871 og er burður þaksins límtré. Regnvatnið af þökunum rennur í beð þar sem plöntur njóta sín. Viðarskífurnar eru glæsilegar á húsinu. Aldagömul aðferð við að klæða hús sem stenst allar kröfur nútímabygginga. Á milli steinsteyptra háhýsa Stokkhólmsborgar má sjá viðkunnanlegt 13 hæða timburmannvirki í þröngu húsasundi. Horft upp á milli Ceder-húsanna tveggja. Barnaspítali Karolínska háskólasjúkrahússins til vinstri og Ceder-hús í húsasundinu til hægri. Inn á milli fyrstu húsanna tveggja er lítill huggulegur samverustaður. Verið er að byggja nýmóðins byggingar í návígi Károlínska háskólasjúkrahússins.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.