Bændablaðið - 08.09.2022, Page 45

Bændablaðið - 08.09.2022, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Kristín Linda Jónsdóttir, fyrrum kúabóndi í Miðhvammi í Þing- eyjarsveit, opnar á morgun, föstudaginn 9. september, myndlistarsýninguna Drottningar á kaffihúsinu vinsæla Bláu könnunni í miðbæ Akureyrar. Kristín Linda, sem er sálfræð­ ingur og rekur stofu sína Hug­ lind í Reykjavík, er lesendum Bændablaðsins kunn fyrir pistla sína um líðan og lífsgæði. Hún segist óvænt hafa dottið inn í heim olíumálverksins fyrir fjórum árum. „Ég kunni nú varla að teikna Óla prik og vissi ekki hvað litahringurinn var, hvað þá eitthvað um striga, olíumálun eða svínahárspensla. Hins vegar hef ég alltaf verið til í að prófa eitthvað nýtt. Einn gráan fimmtudag í mars sá ég auglýsingu um námskeið fyrir byrjendur í olíumálun daginn eftir hjá Þuríði Sigurðardóttur myndlistar­ og söngkonu,“ segir Kristín Linda, sem ákvað að stökkva yfir lækinn eins og hún orðar það. „Það er alltaf heillandi að fara yfir lækinn, þar eru önnur lönd.“ Eftir fyrsta námskeiðið var ekki aftur snúið. „Það er svo heillandi að sullast með litina og leika sér á striganum,“ segir hún. „Það var smá skondið,“ bætir hún við „að ég var viss um að ekki dygði annað en koma með eigin hugmyndir að myndefni alveg frá grunni og hugsaði, hvað geri ég nú? Ég kann ekki að teikna.“ Íslensku fjöllin og sveitin hafi þó strax leitað á huga hennar. „Mér sýndist vera einfalt að skella á blað útlínum Herðubreiðar en vissi að eitthvað fleiri yrði að vera með á myndinni. Úr varð að það er kona í rauðum síðkjól að horfast í augu við þjóðarfjallið.“ Kristín Linda segir að þar sem hún hafi ekki kunnað að teikna fætur lét hún konuna vera í síðum kjól, „og svo þurfti að sjá í hnakkann á henni, því ég hafði enga hugmynd um hvernig ætti að gera andlit.“ Upp úr þessari fyrstu hugmynd hafa nú fjórum árum síðar orðið til nær þrjátíu olíumálverk í málverkaröð sem heitir Drottningar. „Það kom mér algjörlega á óvart að fólki hefur fundist þessi málverk skemmtileg og heillandi. Þau eru rómantísk, litrík og ævintýraleg sýn á landið okkar, hafa tilvísun í ákveðin fjöll, fossa eða svæði og bera í sér hjartanlega ást og öfluga íslenska konu.“ Að hafa kjark og kraft til að stökkva á tækifærin Kristín Linda, sem er um sextugt, segir að hún vildi gjarnan nota tækifærið til að hvetja alla sem komnir eru inn á seinni hálfleikinn í lífinu til að koma sér upp skemmtilegu áhugamáli. Það sé gott fyrir sálina og ekki verra fyrir heilann að glíma við eitthvað nýtt en að halda áfram með það sem þegar er. „Ég veit það mjög vel af reynslu minni sem bóndi í 15 ár að bændur og margt fleira sjálfstætt starfandi fólk í atvinnurekstri sinnir sínu af lífi og sál og oft er lítill tími fyrir önnur óskyld áhugamál, en svo koma dagar. Þá er um að gera að hafa kjark og kraft til að stökkva á tækifærin og opna dyrnar að nýjum ævintýrum, þá verður enn skemmtilegra að lifa.“ /MÞÞ Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum HAFÐU ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI Gott úrval af vottuðum hífi- og festingabúnaði Ísfell ehf., er fullgildur meðlimur að Lifting Equipment Engineers Association sem eru leiðandi samtök hvað varðar vottun fyrirtækja sem nota og framleiða hífibúnað. ÞEKKING • ÞJÓNUSTA • GÆÐI isfell.is Sími 520 0500 Málverkasýning á Bláu könnunni: Heillandi að sullast með liti Kristín Linda Jónsdóttir, fyrrum kúabóndi í Aðaldal og núverandi sálfræðingur í Reykjavík, opnar sýningu á Bláu könnunni á Akureyri á morgun, 9. september. Þar má finna myndir af fjöllum, fossum, heiðum, dölum, ám og drottningum. Mynd / Einkasafn

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.