Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára Höfuðmál ca: 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm. Garn: DROPS BABY MERINO (fæst í Handverkskúnst) 50 (100) 100 (100) g litur á mynd nr 52, súkkulaði Prjónar: Hringprjónn nr 3: lengd 40 cm. Sokkaprjónar nr 3 Prjónfesta: 26 lykkjur x 51 umferðir = 10 x 10 cm. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚRTAKA (á við um efst á húfu): Öll úrtaka er gerð í umferð með sléttum lykkjum. Fækkið lykkjum á eftir lykkju með prjónamerki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Fækkið lykkjum á undan lykkju með prjónamerki: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman. HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Fyrst er prjónað uppábrot í stroffprjóni, síðan er prjónað garðaprjón að loknu máli. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið aðeins laust upp 152 (156) 162 (168) lykkjur á stuttan hringprjón nr 3 með DROPS Baby Merino. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 9 (9) 11 (11) cm, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem 8. (6.) 9. (8.) hver lykkja er prjónuð saman með samsvarandi lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur. Haldið áfram með stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 4 (4) 5 (5) cm frá þar sem lykkjurnar voru prjónaðar saman. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 40 (40) 42 (44) lykkjur jafnt yfir = 112 (116) 120 (124) lykkjur. Síðan er prjónað GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 19 (20) 21 (22) cm frá uppábroti neðst á húfu og næsta umferð er umferð með sléttum lykkjum, setjið 1 prjónamerki í 28. (29.) 30. (31.) hverja lykkju í umferð (4 prjónamerki – prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar). Haldið áfram í garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 5 (5) 7 (7) sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 7 (7) 5 (5) sinnum = 16 (20) 24 (28) lykkjur eftir. Í næstu umferð með sléttum lykkjum, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 8 (10) 12 (14) lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 25 (26) 28 (29) cm frá uppábroti neðst á húfu. Brjótið upp neðstu 4 (4) 5 (5) cm. Prjónakveðja Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is HANNYRÐAHORNIÐ Gaman í sveitinni FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Nafn: Ása Laufey Hákonardóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Hafnarfjörður og Borgarnes en er frá Kvíum. Skóli: Setbergsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Enska. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kettir. Uppáhaldsmatur: Pasta. Uppáhaldslag: Happier Than Ever með Billie Eilish. Uppáhaldskvikmynd: Nýjasta Minions-myndin. Fyrsta minning þín? Þegar ég fór í útilegu við Skógafoss. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Dans. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikkona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Sýna sýningu í Borgarleikhúsinu. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Var í sveitinni. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Næst » Ása skorar á systur sína, Hugrúnu Hörpu, að verða næsti viðmælandi. Rétt er að taka fram að þau börn sem áhuga hafa á að vera með, mega hafa samband við okkur á veffangið sigrunpeturs@bondi.is. Hún Ása Laufey stendur fyrir svörum í þessu blaði en hún er hress og glöð stelpa frá Kvíum. Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað í garðaprjóni, neðan frá og upp. Stærðir 2 – 12 ára. Súkkulaðitoppur Eigum til á lager okkar vönduðu þurrkofna ásamt ýmsum öðrum tækjum fyrir heimavinnslur og veitingahús. Beinn innflutningur, gott verð Dæmi um verð: Þurrkofnar aðeins 59.000 kr. án vsk. Hakkavélar frá 95.000 kr. án vsk. Nánari uppl. í síma 8228844/ 8228832 eða vellir@vellir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.