Bændablaðið - 08.09.2022, Síða 58

Bændablaðið - 08.09.2022, Síða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið náð fyrir augum hönnuða. Meðal þeirra eru nöfn á borð við Marni, Bottega Veneta, Moschino og Prada svo eitthvað sé nefnt. Má í því samhengi minnast heklaðrar strandtösku Prada frá í fyrra, en fór sala hennar fram úr öllum væntingum, þótt verðlagið væri tæpar þrjú hundruð þúsund krónur íslenskar fyrir stykkið. En óstjórnlega smart auðvitað og í mörgum litum. Notalegheit fyrri ára Á meðan margir hafa tengt heklaðan fatnað og fylgihluti við tímabil hippaáranna eða tónlistarhátíða á borð við Coachella kemur á daginn að æ oftar má finna slíkar gersemar á pöllum tískunnar. Því er ef til vill kominn tími til að mastera tækni heklunálarinnar með haustinu, þó ekki væri nema rétt til að tolla í tískunni. Á vefsíðu Harpers Bazaar eru hugmyndir um að ró og mannleg nánd spili inn í áhugann á heklinu. Eigi þá rætur sínar að rekja til tímabils Covid er mannleg samskipti voru í lágmarki. Yngri hönnuðir á borð við Joseph Altuzarra tekur undir og telur að fólk sækist eftir fylgihlutum eða fatnaði sem hægt er að tengjast á tilfinningalegan hátt – en sjálfur tók hann haustlínu sína í nýjar hæðir er hann kynnti heklaðan kjól svo flókinn að gerð að margir lýstu honum sem list einum og sér. Leitað í grunninn Fleiri ungir og u p p r e n n a n d i hönnuðir eru á þessari línu og er Abacaxi merki sem gaman er að fylgjast með. Hönnuður inn Sheena Sood, sem er af ind­ verskum upp­ runa, hefur vakið athygli með afar litríkum og glaðlegum vörum. Sheena er textílhönnuður að auki og hefur mikla ástríðu fyrir að kynna sér þá tækni víðs vegar um heiminn. Heimsótt staði á borð við Brasilíu, Indónesíu, Víetnam, Perú og Mexíkó og tileinkað sér aðferðir frumbyggja við textílgerð og býr svo að þeirri kunnáttu er kemur að hennar eigin handverki. Augljóst er að með slíkri ástríðu á hún framtíðina fyrir sér en fyrri reynslu sína í geiranum fékk hún við störf hjá merkjum á borð við Tracy Reese, Cole Haan og Anthropologie. Íslenskt handverk Hekl er þó eitthvað sem á sér langa sögu, hvort heldur erlendis eða á Íslandi. Árið 1886 var til dæmis fyrsta hannyrðabókin gefin út á íslensku, en þar má finna grein um hekl. Nokkuð var um að hekluð væru milliverk í rúmföt sem notuð voru spari, þá líka koddaverið – eða a.m.k. blúnda hekluð utan um koddann. Hekluð voru rúmteppi, húfur og ýmislegt og margir sem nutu sín betur við þann starfa en prjónanna. Svo eru ástríðuheklarar auðvitað til – þeir sem aldrei hafa sleppt heklunálinni – og má þar nefna Mr. Spooner, búsettan í Bandaríkjunum og klæðist helst engu nema hekldressi frá toppi til táar – unnu af honum sjálfum. En öllu má víst ofgera og rétt að hafa það í huga er fólk æsist við heklið. /SP Með haustinu er upplagt að grípa til nálarinnar: Hekl er hæstmóðins UMHVERFISMÁL - TÍSKA FUGLINN: GLÓKOLLUR Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og vegur svipað og 5 krónu mynt (um 6 grömm). Hann er nokkuð nýr landnemi og að öllu leyti skógarfugl, því er nokkuð ljóst að hann hefur numið hér land í kjölfar mikillar aukningar í greniskógrækt. Upp úr aldamótum fer að bera á fjölgun glókolla og er áætlað að stofninn sé núna á bilinu 1.000-2.000 pör. Hann er staðfugl en þrátt fyrir smæð sína þá stendur hann ágætlega af sér íslenskt veðurfar. Engu að síður hafa komið hrun í stofninn sem líklega tengjast sveiflu í framboði á grenilús sem er undirstöðufæða glókollsins. Fuglinn er frekar hnöttóttur í laginu með stutta og breiða vængi. Hann er grænleitur með svarta og gula kollrák nema hjá karlfuglinum er kollrákin að hluta appelsínugul. Þeir eru mjög kvikir og halda sig gjarnan innarlega í trjám en eiga það til að koma út á greinarnar í leit að fæði. Það getur því verið áskorun að koma auga á þennan litla fugl en oft kemur hann þó upp um sig því þeir eru sítístandi og kallandi sín á milli. Glókollar verpa iðulega nokkrum sinnum á sumri og allt að því 6-11 egg í hvert skipti. Svona mikil urpt spilar stóran þátt í því hvað stofnin n getur náð sér fljótt á strik aftur eftir áföll og stækkað hratt á skömmum tíma. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson Eitt verka Sheenu Sood.Hekltöskur í boði Prada & Marni. Bandaríkjamaðurinn Mr. Spooner hefur unað sér við hekl síðan á tímum Woodstock, má m.a. finna hann á Pinterest og hægt er að versla af honum yfir netið, ef vel er leitað.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.