Andvari - 01.01.2016, Síða 81
ANDVARI
VERKEFNIÐ AÐ VERA MANNESKJA
79
kristindóminn sérstaklega. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að gjörv-
allt heimspekinám Páls var við háskóla sem stóð (og stendur enn) í nánum
tengslum við kristna trúarhefð, þ.e. Kaþólska háskólann í Louvain í Belgíu.
(Páll tók oft og iðulega svo til orða að hann hafi numið heimspeki „hjá kaþ-
ólikkum“ og þessa sá gjarnan stað í kennslu hans, t.d. í tíðum skírskotunum
hans til skólaspeki að hætti Tómasar frá Akvínó.) Þar með er að vísu engan
veginn sagt að Páll hafi aðhyllst kristna trú, eða nokkur skipulögð trúar-
brögð yfirhöfuð, í neinum hefðbundnum skilningi. Engu að síður blasir við
af verkum hans að hann leit á trúna sem ómissandi þátt í andlegu lífi mann-
legra vera, og sér í lagi að hann leit á kristindóminn sem merkilega kenningu
sem hefði að geyma margt sem útheimti heimspekilega íhugun.
Eitt af þeim erindum Páls frá árinu 1976 sem helguð eru trúarlegum efnum
er „Áhrifamáttur kristninnar“ sem hann flutti í Ríkisútvarpinu um miðjan
júnímánuð og á ráðstefnu í Skálholti nokkrum dögum síðar - og birtist síðar
í Pælingum,8 í þessu erindi veltir Páll upp þeirri spurningu hvort íslendingar
séu of gjarnir á að líta á trúarskoðanir sem einkamál og að fyrir vikið sé
hætt við því að umræða þeirra um trúmál verði „ófrjó og tilgangslítil“.9 Gegn
þessari loðmullu í trúarlegum efnum, sem Páll kennir við afstæðishyggju,
teflir hann hinum frægu orðum Jesú, „Ég er vegurinn, sannleikurinn og
lífið“ (Jóh. 14:6), og bætir því jafnskjótt við að „[kjristni sem lifandi trú og
trúarbrögð [sé] jákvætt svar við boðskapnum sem fólginn er í þessum orðum
Krists og ævi hans allri“.10 í ljós kemur að Páll telur hið „jákvæða svar“
sem hann vísar hér til ekki felast í einhvers konar kreddukenndri viðtöku á
bókstaf trúarritanna heldur í lifandi túlkun á boðskap þeirra og kennisetn-
ingum. Sem dæmi um slíkt viðfangsefni hugsunarinnar innan kristninnar
nefnir Páll eftirfarandi:
Fátt er merkilegra í kenningu Krists en hugmyndin um algera einingu efnis og anda,
líkama og sálar, hugsunar og veruleika. Mannssálin er ekki íbúi í líkama sínum hér
á jörðinni, heldur eitt með honum. Líkami mannsins er ekki tæki sálarinnar heldur
er hann maðurinn sjálfur.11
Þannig lítur Páll á kristindóminn, og trúarbrögðin almennt, sem þátt í viður-
eign mannverunnar við veruleikann og leit hennar að skilningi á honum
- eða, með öðrum orðum, sem þátttöku í vegferð sannleikans og lífsins. I
þessu felst að Páll skilur trúarbrögðin heimspekilegum skilningi og fellir
þau jafnvel undir heimspekina. Halda má því fram að sama máli gegni um
trúna sem slíka: Páll lítur á hana sem það samband við veruleikann sem við
hljótum að lifa og hrærast í svo lengi sem við erum með lífsmarki á annað
borð.12 Þannig verður trúin náskyld því sambandi við merkinguna í heim-
inum sem Páll gerði að höfuðatriði heimspeki sinnar síðustu æviárin eins og
síðasta bók hans, Merking og tilgangur, er til vitnis um.