Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 91

Andvari - 01.01.2016, Side 91
ANDVARI „HVORKI STJÓRNAÐ NÉ VERA STJÓRNAÐ" 89 Um miðbik sögunnar kemst hún þó að því að markmið hennar er í raun og veru að ,,[h]vorki stjórna né vera stjórnað“. „Þetta er ég, þessi setning er ég,“ segir Saga.7 Líkt og jógaiðkandi í leit að núvitund þarf hún að sleppa takinu af því stanslausa hugarferli að „ritstýra" reynslu sinni í meðvitaða, skipulagða og selektífa frásögn. Þar fær flogaveikin, sem tekið hefur stjórn yfir líkama hennar og þar með huga, nýja vídd. „Flogaveiki er stjórnleysi í sinni fínustu mynd,“ segir Þormar, læknanemi í taugalækningum og afleys- ingalæknir sem les On Anarchism eftir Noam Chomsky í matartímanum. „Anarkí heimsins sprettur úr anarkíi líkamans, við fáum engu ráðið en berj- umst við að stjórna örlögum okkar fram í rauðan dauðann. Fólk með floga- veiki er skrefi nær en margir að skynja mótsögnina [...] Þú býrð í líkama sem þú getur ekki stjórnað, vertu meðvituð um anarkíið.“ Og Saga svarar því til að hún ætli að sjá til hvert stjórnleysið fleyti henni.8 Hér skrifar Auður sig inn í langa hefð höfunda sem nota flogaveiki til að koma sögupersónum sínum í upphafið eða annarlegt ástand og svipta þeim upp úr daglegri tilveru, meðvituðum hugsanaferlum og inn í ósjálfráðari til- veru eða ástand. Flogum geta fylgt sérstakir fyrirboðar, til dæmis óvenjuleg skynjun á borð við að finna lykt, sjá liti og heyra hljóð eða „í fomi geðrænna breytinga s.s. gleði, reiði eða hræðslutilfinningar“.9 Slík upplifun hefur verið kölluð „ára“ og er stundum tengd við dulræna reynslu. Þýski taugasérfræð- ingurinn Peter Wolf, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á flogaveiki, segir að flogaveikir líti stundum á hina svokölluðu áru sem „einstakar upplifanir sem færi þá handan sviðs sameiginlegrar þekkingar“10 og að þessi hlið ár- anna sé sérlega freistandi fyrir rithöfunda. Andsetnir rithöfundar Vitað er að nokkrir frægir rithöfundar (og Auður Jónsdóttir sjálf) hafa verið með flogaveiki og er það gjarnan talið mikilvæg staðreynd. Ef til vill vegna þess að rithöfundar lýsa innblæstri sínum oft á svipaðan hátt og flogaveik- ir lýsa köstum; sem ástandi þar sem þeir missa stjórn og skynja eitthvað óvenjulegt. Það gerir Auður Jónsdóttir að minnsta kosti þegar hún skrifar á facebook-síðu sína þann 31. ágúst 2016: „Að vera rithöfundur er stundum eins og að vera andsetin.“ Á undan fer lýsing á því hvernig hún fékk „barna- sögu í hausinn“ þar sem hún var „í mesta sakleysi að rölta eftir súpu“ og þurfti að hlaupa heim þar sem fyrstu orð barnasögunnar„svoleiðis gubbuðust á blaðið“. í síðustu bók Auðar, Ósjálfrátt (2012), sem fjallar um það ferli að verða rithöfundur, má fínna svipaða áherslu á að skáldskaparskrif geti tengst því að vera ekki sjálfrátt. Aðalpersónan, Eyja, er í hálfgerðu öngstræti með líf sitt og er mútað af ömmu sinni til að yfirgefa eiginmannsræfil og stefnulaust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.