Andvari - 01.01.2016, Page 91
ANDVARI
„HVORKI STJÓRNAÐ NÉ VERA STJÓRNAÐ"
89
Um miðbik sögunnar kemst hún þó að því að markmið hennar er í raun og
veru að ,,[h]vorki stjórna né vera stjórnað“. „Þetta er ég, þessi setning er
ég,“ segir Saga.7 Líkt og jógaiðkandi í leit að núvitund þarf hún að sleppa
takinu af því stanslausa hugarferli að „ritstýra" reynslu sinni í meðvitaða,
skipulagða og selektífa frásögn. Þar fær flogaveikin, sem tekið hefur stjórn
yfir líkama hennar og þar með huga, nýja vídd. „Flogaveiki er stjórnleysi í
sinni fínustu mynd,“ segir Þormar, læknanemi í taugalækningum og afleys-
ingalæknir sem les On Anarchism eftir Noam Chomsky í matartímanum.
„Anarkí heimsins sprettur úr anarkíi líkamans, við fáum engu ráðið en berj-
umst við að stjórna örlögum okkar fram í rauðan dauðann. Fólk með floga-
veiki er skrefi nær en margir að skynja mótsögnina [...] Þú býrð í líkama
sem þú getur ekki stjórnað, vertu meðvituð um anarkíið.“ Og Saga svarar því
til að hún ætli að sjá til hvert stjórnleysið fleyti henni.8
Hér skrifar Auður sig inn í langa hefð höfunda sem nota flogaveiki til að
koma sögupersónum sínum í upphafið eða annarlegt ástand og svipta þeim
upp úr daglegri tilveru, meðvituðum hugsanaferlum og inn í ósjálfráðari til-
veru eða ástand. Flogum geta fylgt sérstakir fyrirboðar, til dæmis óvenjuleg
skynjun á borð við að finna lykt, sjá liti og heyra hljóð eða „í fomi geðrænna
breytinga s.s. gleði, reiði eða hræðslutilfinningar“.9 Slík upplifun hefur verið
kölluð „ára“ og er stundum tengd við dulræna reynslu. Þýski taugasérfræð-
ingurinn Peter Wolf, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á flogaveiki, segir
að flogaveikir líti stundum á hina svokölluðu áru sem „einstakar upplifanir
sem færi þá handan sviðs sameiginlegrar þekkingar“10 og að þessi hlið ár-
anna sé sérlega freistandi fyrir rithöfunda.
Andsetnir rithöfundar
Vitað er að nokkrir frægir rithöfundar (og Auður Jónsdóttir sjálf) hafa verið
með flogaveiki og er það gjarnan talið mikilvæg staðreynd. Ef til vill vegna
þess að rithöfundar lýsa innblæstri sínum oft á svipaðan hátt og flogaveik-
ir lýsa köstum; sem ástandi þar sem þeir missa stjórn og skynja eitthvað
óvenjulegt. Það gerir Auður Jónsdóttir að minnsta kosti þegar hún skrifar
á facebook-síðu sína þann 31. ágúst 2016: „Að vera rithöfundur er stundum
eins og að vera andsetin.“ Á undan fer lýsing á því hvernig hún fékk „barna-
sögu í hausinn“ þar sem hún var „í mesta sakleysi að rölta eftir súpu“ og
þurfti að hlaupa heim þar sem fyrstu orð barnasögunnar„svoleiðis gubbuðust
á blaðið“. í síðustu bók Auðar, Ósjálfrátt (2012), sem fjallar um það ferli að
verða rithöfundur, má fínna svipaða áherslu á að skáldskaparskrif geti tengst
því að vera ekki sjálfrátt. Aðalpersónan, Eyja, er í hálfgerðu öngstræti með líf
sitt og er mútað af ömmu sinni til að yfirgefa eiginmannsræfil og stefnulaust