Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 92

Andvari - 01.01.2016, Side 92
90 AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR ANDVARI lífsmynstur, fara til Svíþjóðar og skrifa þar loks bókina sem hana hefur alltaf dreymt um að semja. Eyja tekur ekki stjórnina yfir lífi sínu sjálf, ákvörðunin er í raun ekki hennar, enda lýsir hún sjálfri sér þannig að hún sé í grunninn ólík öðrum konum í fjölskyldu sinni, sem eru stjórnsamar, „ákveðnar í sínu“ og „framtakssemin uppmáluð“." Sjálf lætur hún reka á reiðanum og reka sig áfram - og er að því leyti lík Sögu en einnig Klöru, aðalsögupersónu Auðar í Fólkinu í kjallaranum (2004). Klara er einmitt furðu óvirk þegar annað fólk (vinir og fjölskylda) ryðst inn á heimili hennar og stjórnar framvindu kvöldsins; hún er kyrrstæð í auga stormsins og færir sig reyndar að lokum undan - niður í kjallara, undir yfirborð framvindunnar, þar sem hún finnur sína eigin kviku líkt og höfundur sem kafar undir yfirborð atburða og per- sóna í leit að „kjarnanum“. Þótt Eyja nái í lok Osjáífrátt ákveðinni stjórn á lífi sínu, verði ákveðnari og skipulagðari, a.m.k. hvað skrifin varðar, eru óvirkni og stjórnleysi sett fram sem ákveðinn lykill að eðli skáldskaparskrifa. Þegar síga tekur á seinni hluta bókarinnar fáum við kostulegar lýsingar á dvöl Eyju í Svíþjóð, nokkurskonar endurhæfíngarbúðum þar sem hún kemst á skrið með að skrifa, í félagsskap frænku sem er drifin áfram af „samblandi af dugnaði og óþolinmæði“12 þótt hún hafi ef til vill ekki alltaf jafn mikla stjórn á sjálfri sér og rás atburða og hún vill vera láta. En inn á milli segir einnig frá því hvernig Eyja mun í fram- tíðinni, „hugmyndasnauð eftir þrjár skáldsögur á fjórum árum“, grafa upp gamlar stílabækur langömmu sinnar sem var í „dulrænum klúbbi með tveim vinkonum sínum“ og iðkaði ósjálfráða skrift, sem „þá þótti voðalega ný- móðins“.13 Enda var, hér á landi sem annars staðar, „[bjlómatími spíritismans [....] síðari hluti 19. aldar og upphaf þeirrar tuttugustu“14 og þá spruttu víða fram miðlar sem féllu í trans og fluttu skilaboð frá æðri heimum. Sumir sem iðkuðu ósjálfráða skrift héldu því fram að látin stórskáld skrifuðu í gegnum þá15 en aðrir töldu sig fá innblástur frá óræðari öflum. Langamman var í þeim skilningi „einkaritari andanna“ en dótturdóttir hennar, mamma Eyju, lýsir því kaldhæðin þannig að hún hafi skráð framtíð sína í litlar stílabækur: „Eins konar æskuminningar úr framtíðinni.“16 Þótt afraksturinn virðist fremur ómerkilegur, þar sem langömmurnar not- uðu himnatengingu sína helst til að „tala við eiginmennina þegar þeir voru dánir“ og þá til að ráðfæra sig við þá út af „pípulögnunum undir vaskinum“ og öðru þvílíku, er lesandanum gert ljóst að sú uppgötvun að skrift geti verið ósjálfráð gegnir lykilhlutverki í þróun Eyju sem höfundar. í Svíþjóð „þurfti hún að læra að hugsa, nú langar hana að vita hvað gerist ef hún hætt- ir því“.17 Upplifun Eyju er þó meira í ætt við sjálfvirkni (e. automatism) en spírítisma formóðurinnar: „Orðin svífa út úr skýjaðri undirmeðvitundinni, ólmast við að halda flugi í meðvitundinni og hrapa en örfá fljúga áfram, hvert og eitt sönnun þess að í kimum hugans leynist leyndardómur."18 Elér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.