Andvari - 01.01.2016, Síða 95
ANDVARI
93
„HVORKI STJÓRNAÐ NÉ VERA STJÓRNAÐ"
tákni fyrir afleiðingarnar af öllu leynimakkinu og afneituninni sem kemur á
daginn að eru til staðar í fjölskyldu Sögu.
Auður Jónsdóttir notar gjarnan truflanir sem dramatískt tæki, en það er
m.a. algeng tækni í leikritaskrifum. Truflanir og tafir á framvindu eru til
dæmis áberandi í skáldsögunum Fólkinu í kjallaranum, sem rataði einmitt á
svið, Vetrarsól (2008) og Stóra skjálfta þar sem verða nær stanslausar trufl-
anir og tafir á framvindu og frásögn. Fyrir utan flogin er aðalpersónan Saga
alltaf að sofna, í tíma og ótíma, og þar með stöðva atburðarásina og flæðið í
frásögninni. Ekki nóg með það, þegar hún finnur gögn í tölvunni sinni sem
gætu varpað ljósi á fortíðina reynast þau óskiljanleg vegna tölvuvíruss þann-
ig að hún þarf að bíða eftir aðstoð við að ráða fram úr því. Það er því einkar
dæmigert fyrir hrynjandi sögunnar að þegar vinkona Sögu ætlar að upplýsa
hana um það hvers vegna hún hafí skilið við manninn sinn nær þessi vin-
kona aðeins að segja: „Nú auðvitað af því að ...“ áður en þær eru truflaðar.31
Eins og minnisleysið eru slíkar tafir algeng frásagnartækni í afþreyingar-
bókmenntum og -kvikmyndum en aftur liggur meira að baki; tenging við
stærra samhengi sem liggur til grundvallar sögunni; óminnið.
Stóri skjálfti byrjar að vissu leyti eins og spennusaga, á æðisgenginni leit
að týndu barni, ívari, syni Sögu sem ráfað hefur burt á meðan hún er í flogi,
og framan af einkennist bókin af ákveðnum hasar og eltingaleik við minnið.
Spurningar vakna ein af annarri: Af hverju býr eiginmaður Sögu ekki lengur
hjá henni? Hvaðan komu hvítu rósirnar í stofunni? „Dó einhver?“32 Saga vill
bæði muna fortíðina og komast hjá því að takast á við hana; hún gerir hvort
tveggja í senn að fletta ofan af og dylja. í viðtali í DV sagði Auður Jónsdóttir
að bækurnar Fólkið í kjallaranum, Tryggðarpantur og Vetrarsól snérust allar
„um mismunandi tegundir af afneitun“33 og það þema heldur áfram í Stóra
skjálfta. Helsti eiginleiki Sögu er einmitt feluleikur, að bæla niður, þykjast
ekki vita það sem hún veit og þykjast vita það sem hún veit ekki. Enginn má
vita „að minnið er gatasigti“.34 Þannig byggir hún upp viðráðanlega sögu af
lífi sínu og annarra: „Hún þráði að ná stjórninni, ráða eigin líkama, eigin
lífi; stjórna öllu gangverki heimsins ef þess þyrfti með.“35 Það verður sérlega
brýnt eftir að hún eignast barn sem glímir við veikindi og minnir stöðugt á
hverfulleika þessa lífs. Þá verður lífsnauðsynlegt að gleyma því sem „pass-
aði ekki inn í myndina af móður og barni“36 - þ.e.a.s. að gleyma flogaveik-
inni. í þessari sögu verður flogaveikin þannig að árásarmanni sem ógnar
Sögu og barninu hennar, truflar blekkingarleikinn og dregur allt hið ósagða
og ósegjanlega upp á yfirborðið.
Hún var ekki eins mikið frík þegar hún taldi sér trú um að hún sjálf réði ferðinni.
Þegar hún hagaði sér eins og læknisfræðilega skilgreiningin á henni sjálfri væri
bara djöfuls vitleysa fannst henni hún vera laus undan árásarmanninum sem elti