Andvari - 01.01.2016, Side 106
104
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARJ
lega í trausti þess að Benedikt mundi liðsinna honum (Grímur á Jökli talar
um „þrjótana á Fjalli“).
Þeir sem misnota þegnskap Benedikts eru ekki nein yfirstétt eða misindis-
menn heldur venjulegir bændur sem basla við búskapinn eins og aðrir, en
það er misjafn sauður í mörgu fé, og í hverju samfélagi hugsa flestir mest
eða eingöngu um eigin hag, sumir láta þar við sitja en leita ekki á aðra, aðrir
reyna að hafa sem mest gagn af náunga sínum.
Svo eru þau hin sem bera hag Benedikts fyrir brjósti. Grímur á Fjalli
reynir að leggja honum lið, kemur með kolapoka, býður næturgistingu og
ætlar raunar að gera betur við hann en Benedikt þiggur, vegna árvekni sinn-
ar: „Troðinn heypoki stóð rétt innan við skemmuhurðina ... Hefðu hjónin
verið vakandi myndu þau hafa séð Benedikt fyrir nestisauka“ (85).
Aðaltengiliður Benedikts við samfélagið, sannir vinir hans, er fjölskyldan
í Botni. Hlýlegar móttökur þeirra, umhyggja og áhyggjur hans vegna tala
skýru máli um það. Lýsingin á komu Benedikts að Botni í upphafi þessarar
aðventugöngu er meistarastykki. Þar er sögð eða gefin í skyn mikil og löng
saga, og mynd brugðið upp af skapgerð og tilfinningum einstaklinga með
örfáum orðum. Duldir þræðir tengja þessa mynd við hugleiðingar Benedikts
um ævi sína og örlög.
Það leynir sér ekki þegar Benedikt kemur að Botni að sérstök vinátta er
milli hans og húsfreyjunnar, vináttubönd sem bæði gera orðalaust ráð fyrir
og Pétur eiginmaður hennar virðir. Sigríður er viðbúin komu hans, hefur
sjálfsagt gáð til mannaferða öðru hverju þann daginn, og hann þarf ekki að
kveðja dyra til þess að þær opnist. Eftir að þau hafa skipst á nokkrum orðum
segir: „I þeim svifum kom Pétur að í hægðum sínum, húsbóndinn, ofurlítið
seinni en kona hans, eins og venjan var á sunnudaginn fyrstan í aðventu í
Botni. Og á hæla honum elsti sonurinn Benedikt“ (50). Höfundur gætir þess
að vekja athygli okkar á þessu nafni elsta sonarins og láta þess getið að
nafnið sé ekki úr ætt þeirra hjóna né algengt á þessum slóðum. Ekki þarf
að efa það að hann heitir í höfuðið á aðalpersónunni, enda er milli þeirra
orðalaust samband sem skýrast kemur fram í lokakaflanum.
Fátt er sagt berum orðum um vináttu Benedikts og fólksins í Botni, en
svo margt er gefið í skyn að hver lesandi hlýtur að reyna að fylla þar í ein-
hverjar eyður, velta fyrir sér tilfinningum Benedikts og þessa fólks og þeirri
sögu sem að baki hlýtur að búa. Það er einkenni mikillar frásagnarlistar (og
reyndar allrar listar) að skilja eftir eyður handa lesanda eða áheyranda að
fylla í, eyður sem gera kröfu til lesandans og virkja hann til að skapa sög-
una með höfundi. Aðventa er ein af þeim sögum sem gera skáld úr okkur
öllum. Vitanlega er hægt að stytta sér leið með því að leita til fyrri með-
ferðar Gunnars á efninu í frásögninni Den gode hyrde. Vel getur verið að
Gunnar hafi hugsað sér forsöguna í Aðventu þá sömu og þar, en það er ekki