Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 108

Andvari - 01.01.2016, Síða 108
106 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI faðm, „fékk þar slíkar viðtökur sem væri hann úr helju heimtur.“ Benedikt hefur náð sáttum og getur látið af aðventuferðum sínum — ef honum sýnist svo — m.a. af því að hann hefur eignast arftaka. Hann hefur verið Benedikt yngri sú fyrirmynd að hann er þegar tekinn að feta í fótspor hans og virðir hann sem annan föður: „Þakkir þeim er þakkir ber ...,“ segir hann og kveður þannig upp dóm samfélagsins. Af sögunni er þá ekki annað eftir en loka- orðin: „... Þar með var þessari einstæðu aðventuför lokið, þjónustan innt af höndum af fremsta megni, og Benedikt eldri aftur í mannheimum — um stundarsakir.“ Öll erum við víst í mannheimum um stundarsakir. Freistandi er að reyna stuttlega að setja Aðventu inn í stærra samhengi. Mig langar að spyrja um tvennt: Hvaða erindi á Aðventa við okkur í nútím- anum? Eiga atburðirnir og þær spurningar sem þeir vekja erindi við okkur hér og nú? Og hins vegar: Hvernig fellur Aðventa inn í þann heim af sögum sem maðurinn hefur skapað gegnum tíðina til að reyna að skilja sjálfan sig og það sem kemur fyrir hann í heiminum? Þessar sögur eru ekkert afskap- lega margar ef aðeins er litið á aðalatriðin. Fyrst samtíminn: Daglega fáum við fréttir af hörmulegum atburðum sem ekki láta okkur ósnortin, sem okkur er ekki sama um en sem við gerum þó lítið eða ekkert til að vinna gegn. Við erum að því leyti lík samsveitungum Benedikts og flestum sem hafa sitt nokkurn veginn á þurru. Við leggjum ekki líf okkar í hættu til að leita að fáum eftirlegukindum, reynum að rýma þeim úr hugskotinu. Með því á ég t.d. við flóttafólkið á Miðjarðarhafi. Hvað erum við tilbúin að leggja á okkur persónulega til að bjarga því og taka síðan við því og búa því skjól? Ég á við börnin í Nepal eftir jarðskjálftana miklu og allt það vesalings fólk sem þjáist nú vegna ofríkis náttúrunnar eða ofbeldis og illvirkja af manna völdum. Þannig mætti lengi halda áfram. Þessi dæmi geta vakið okkur til umhugsunar um hinn djúpa siðferðislega boðskap Aðventu. Og um leið varað okkur við að þykja sveitungar Benedikts flestir standa á lágu siðferðisstigi. Þau eru eins og við. Benedikt gerir til sín meiri kröfur en venjulegu fólki er fært. Hann er samviska samfélagsins. En hann er fjármaður og túlkar hlutverk sitt í samræmi við það: hann ber ábyrgð á sauðkindinni. Aðventa gerist í kristnu samfélagi, Benedikt er sannkristinn maður, nafn sögunnar og nafn söguhetjunnar eru tekin úr kristinni bókmenntahefð og vísanir til biblíunnar eru margar. Þess vegna er ekki að undra þótt einhverj- um lesendum hafi dottið í hug að jafna Benedikt við Krist. Ef Benedikt sá sem sagan lýsir hefði verið raunveruleg persóna hefði honum blöskrað sú samlíking, þótt hún skelfilegt guðlast. Benedikt hefur enga tilfinningu fyrir því að hann sé útvalinn, sonur guðs eða frelsari. Hann er ekki ofsóttur eða útskúfaður af öðrum hvað þá að hann sé festur á kross. Örlög hans eru ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.