Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 128

Andvari - 01.01.2016, Side 128
126 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI Dálítið hef eg verið að fást við Testamentið í hjáverkum, og er eg nú kominn langt á leið með fyrsta concept til þeirra þriggja Guðspjalla, en enn nú allt ókarað. Get eg til, að þetta komi aldrei fyrir almennings augu, eða ekki fyrr en eg er dauður, og er það vel, því margur mun verða, sem þessi útlegging ekki dámar sem bezt. (1966:165) Geir biskup lést 1823, fjórum árum áður en Nýja testamentið var prentað í Viðey. Sveinbjörn Egilsson tók að sér að fara yfir þýðingu Geirs. Ekki er vitað hvenær það var, hvort Geir var enn á lífi eða hvort Sveinbjörn gerði athugasemdir eftir að Geir var fallinn frá. Handrit Geirs með lagfæring- um Sveinbjarnar er varðveitt á Landsbókasafni-Háskólabókasafni undir númerinu IB 507 4to. Sveinbjörn strikaði stundum yfir þýðingu Geirs og skrifaði sína tillögu ofanmáls, stundum strikaði hann undir texta sem hann vildi breyta en stundum lét hann nægja að leggja til aðra þýðingu án þess að strika yfir eða undir texta Geirs. Nýja testamentið var gefið út í tveim- ur bindum 1825 og 18275 og eru þar samstofna guðspjöllin birt með breyt- ingum Sveinbjarnar. Þegar öll Biblían var gefin út 18416 var enn búið að lagfæra á ýmsum stöðum og hefur það líklega verið gert við lokayfirlest- ur sem séra Arni Helgason og kennarar Bessastaðaskóla, þeir Sveinbjörn Egilsson og Hallgrímur Scheving, munu hafa annast. Það má ráða af bréfi sem Sveinbjörn skrifaði Rasmusi Rask 1. ágúst 1824 þar sem hann afsakar drátt á vinnu við þýðingu sína á Hómer á þennan hátt:7 I sumar hefi eg ei komist til ad líta í þad til neinna umbóta, því vid Schevíng höfum verid ad revidera útleggíngu af N.T. Næsta Biblía á undan Viðeyjarbiblíu var gefin út 18138 og hefur verið nefnd Hendersonbiblía þar sem Ebenezer Henderson átti mikinn þátt í útgáfu henn- ar og dreifði eintökum á ferð sinni um landið 1814 og 1815. Ef þýðing Geirs er borin að þeirri Biblíu sést að hann gekk lengra í breytingum en búast hefði mátt við miðað við erindisbréfið. Lítið hefur verið fjallað um þýðingu Geirs sérstaklega. Svavar Sigmundsson minntist á þýðingu Geirs og yfirferð Sveinbjarnar í grein 1990 en sýndi ekki dæmi um breytingar.9 Eg ætla að velja nokkur stutt brot úr IB 507 4to, bera þau að eldri biblíu- útgáfum: Biblíu Guðbrands Þorlákssonar 158410, Biblíu Þorláks Skúlasonar 1644", Biblíu Steins Jónssonar 172812, Vaisenhúsbiblíu 174713 auk Biblíunnar frá 1813 og leita eftir fyrirmyndum ef einhverjar eru. Eg mun einnig, ef ástæða er til, bera textann að Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar frá 154014 sem Guðbrandur Þorláksson nýtti í Biblíu sína. Innan sviga eru sýndar breytingar Sveinbjarnar og undir- og yfirstrikanir þar sem þær er að finna í handritinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.