Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 143

Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 143
ANDVARI HIN EILÍFA SAMÞÆTTA LÍFSHEILD 141 að heimurinn væri hræðilegur en afneitaði þeirri aðferð forverans að hörfa undan og segja allt til einskis. Gagnsleysi athafna mannsins var í sjálfu sér staðreynd, enginn hærri tilgangur var fólginn í gjörðum hans, en aumast af öllu var að aðhafast ekkert og festa þannig í sessi hina ríkjandi stöðnun og hnignun. Vildi Nietzsche binda enda á kyrrstöðuna, hefja mannkynið upp yfir allt vol og víl og skapa því nýjan efnislegan heim.8 í bók sinni um lífhyggju í dönskum aldamótabókmenntum horfir Dam nánast fram hjá Bergson, þrátt fyrir að viðurkenna mikilsvert framlag hans, á þeim forsendum að Schopenhauer og Nietzsche hafi verið mikilvægari í dönsku samhengi.9 Það má til sanns vegar færa en heimspeki Bergsons, sem bar vissan keim af hugmyndum Nietzsches, er þó miðlæg í lífhyggju 20. aldar. Bergson var á sínum tíma mikið lesinn, þar með talið á Islandi, og áhrifamikill jafnt innan vísinda sem í samfélagsumræðu. Hlaut hann Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir árið 1927 (tók við þeim ári síðar) sem mörgum þótti kostulegt, ekki síst vegna fullyrðinga Nóbelsnefndarinnar um fagurfræðilegt gildi verka hans sem lengst af höfðu verið álitin af vísindaleg- um toga. Sú staðreynd að almenningur lét sig rit þeirra tveggja, Nietzsches og Bergsons, varða á ef til vill stóran þátt í því hve útbreidd lífhyggjan varð. Also sprach Zarathustra (Svo mælti Zaraþústra) varð hægt og bítandi að umtalaðri metsölubók en hana ritaði Nietzsche í skáldsöguformi og höfðaði þannig til breiðs lesendahóps. Meginboðskapur hans var þar fólginn í ákafri einstaklingshyggju og hugsun um eilífa endurkomu þess sama, að öll ver- öldin snerist fram og aftur líkt og hjól. Ef til vill má greina áhrif síðarnefndu hugmyndarinnar á kenningu Bergsons um tímaflæði en þó er þungamiðja heimspeki þeirra afar ólík. Þar sem Nietzsche gerði ráð fyrir að enginn til- gangur væri í athöfnum mannsins og að ekkert væri nýtt undir sólinni leit Bergson svo á að allar framfarir ættu rætur sínar í fortíðinni og væru ein- stakar og óafturkræfar. Þær væru bein afleiðing af athöfnum einstaklinga sem þokuðu þeirri heild sem þeir tilheyrðu smátt og smátt áleiðis að bættum heimi og þar af leiðandi væri fullyrðingin um hina eilífu endurkomu röng. Tímafljót Bergsons rann í eina átt en dýpkaði og breiddi úr sér eftir því sem lífinu fleytti fram. Þannig veitti það mannkyninu von um ákveðið tilvistar- legt takmark þar sem gjörðir þess og barátta öðlaðist tilgang í óljósu heildar- markmiði.10 I höfuðriti sínu L’évolution créatrice (Skapandi þróun) frá 1907, sem Nóbelsnefndin leyfði sér síðar að kalla ljóð, setti Bergson fram sjálfstæða kenningu um lífskraft sem hann kallaði „élan vital“. Sannfæring hans var sú að eitthvað hlyti að knýja sköpunarverkið áfram, einhver máttur sem leiddi af sér óregluleg og nýstárleg afbrigði sem hefðu í för með sér vöxt og við- gang lífsins. Þótti honum mikilvægt að hugað væri að hinu stærra samhengi og var á því að nýsköpun frá grunni væri ómöguleg þar sem heildarsam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.