Andvari - 01.01.2016, Page 148
146
HJALTI ÞORLEIFSSON
ANDVARI
og sögu heildar sem við teldum okkur tilheyra. Greiningu á sögu þjóðar vildi
hann jafnvel líkja við sálgreiningu á einstaklingi þar sem í eðli sínu væri
þjóðin og einstaklingurinn ein heild sem lyti sömu lögmálum: „[...] [Þ]að er
fjöldamargt sem skýrist við það að skoða þjóðir sem stækkaðan einstakling
eða einstaklinginn sem smækkað þjóðfélag.“29 Því væri mögulegt og eðlilegt
að beita sambærilegum aðferðum við rannsóknir á hvoru tveggja og mun
Sigurður hafa haft það að leiðarljósi í riti sínu Islenzk menning. Sálkönnun
þjóðar taldi hann geta afhjúpað ýmis innanmein í rótum hennar sem stuðl-
uðu að sambærilegum ranghugmyndum og hjá einstaklingi. Nauðsynlegt
væri að komast að slíkum ágöllum til að uppræta þá, koma á jafnvægi og
stuðla þannig að bættu þjóðareðli.30
I umfjöllun í Ritinu árið 2012 bendir Þröstur Helgason bókmenntafræð-
ingur á skyldleika þjóðernishugsjóna Sigurðar við þá rótgrónu íhaldssömu
þjóðernisstefnu sem setti mark sitt á hugsunarhátt Evrópumanna fyrir og um
1900. Vitnar hann í Sigríði Matthíasdóttur sagnfræðing sem heldur því fram
að þjóðernisstefna Sigurðar hafi verið í samræmi við þær sögulegu aðstæð-
ur sem voru ríkjandi á mótunarárum hans, bæði hérlendis og í nágranna-
löndum. Sköpun þjóðernislegrar sjálfsmyndar Islendinga hafi verið skammt
á veg komin þegar Sigurður sneri aftur heim frá námi og hana hafi hann að
stórum hluta tekið að sér en að verulegu leyti flutt hana inn erlendis frá.31
I bók Sigríðar Hinn sanni Islendingur kemur fram að hugmynd um þjóðina
sem náttúrulega lífræna heild sem búi yfir ákveðnum eiginleikum líkt og
einstaklingur sé að uppruna til úr smiðju þýska heimspekingsins Herders.
Kenningar hans hafi verið undirstaða evrópskra þjóðernishreyfinga á 19. og
20. öld og þar hafi Island ekki verið undanskilið. Fjölnismenn hafi til að
mynda sótt í þær um 1840 og einnig sagnfræðingurinn Jón Jónsson Aðils
(1869-1920) um aldamótin.32 Eins og fjallað hefur verið um var heildarhugs-
un grundvallaratriði í lífhyggjunni á 20. öld, sem og í heimspeki Bergsons,
og tileinkuðu margir norrænir vítalistar sér afstöðu af þessu tagi til þjóðar-
hugtaksins.
Ahersla á gildi þjóðarvitundar fyrir einstakling kemur vel fram í við-
horfum Sigurðar gagnvart tæknivæddu fjöldasamfélagi nútímans. Þar á sér
jafnframt stað sú skörun sem Vassenden segir algenga á milli ólíkra þátta
lífhyggjunnar, í því tilfelli á milli framfarabjartsýni og efasemda um tækni-
hyggju. í heimi nútímans var í of miklum mæli, að mati Sigurðar, alið á
neikvæðum þáttum marglyndis sem hafði slæm áhrif á hjálpræði hverrar
persónu og jók líkur á samfélagslegum glundroða. A tímum alþjóðlegrar
tæknimenningar, sem einkenndi alla 20. öldina, sagði Páll Skúlason Sigurði
hafa fundist ýtt undir eðlishvatir og kenndir mannsins og spilað með þær
til að auka neyslu og framleiðni í hinu fjölþjóðlega markaðshagkerfi. Við
slíkar kringumstæður væri lítt hugað að grunngildum á borð við þjóðerni