Andvari - 01.01.2016, Síða 150
148
HJALTI ÞORLEIFSSON
ANDVARI
hann kennsluaðferðir í skólum og telur ítroðsluna sem þar sé stunduð ýta
undir rangan skilning landsmanna á sögu sinni:37
Það er að vísu saklaust, þótt minnishestar hámi í sig ógrynni fræða, sem þeir
reyna aldrei að melta, ef þetta er þeim gaman og metnaður. [...] íslendingar vita
of mikið um sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja. Meiri menntun
er í því fólgin að kunna fá atriði með yfirsýn um samhengi þeirra en vera
uppþembdur af ómeltum fróðleik.38
Ahersla á gildi tilfinninga og innlifunar við þekkingaröflun var í anda líf-
hyggjunnar þar sem hin sanna þekking þótti ekki fengin með leit að einum
helberum sannleika, heldur einmitt með því að lifa sjálfan sig inn í þann
veruleika sem til umfjollunar var hverju sinni.
Þjóðarsagan var Sigurði hugleikið viðfangsefni, eins og sjá má til dæmis í
Islenzkri menningu, og má tengja það heimspeki Herders, sem hann virðist
hafa aðhyllst, um nána tengingu kynslóðanna, það er að samofnar mynduðu
þær eina lífræna heild.39 Það sjónarmið hans var einnig í samræmi við kenn-
ingar Bergsons um heildarsamfellu tímans þar sem öll tilveran var nátengd
og streymdi stanslaust áfram. I fyrirlestrunum um einlyndi og marglyndi
komst Sigurður svo að orði að ,,[h]ver maður [... lifði] í móðurlífi og á æsku-
aldri sögu mannkynsins upp aftur [.,.]“40 og lagði þannig áherslu á að for-
tíðin væri síkvik og lifandi. Einstaklingur fæddist í ákveðið fyrirframgefið
heildarsamhengi og í gegnum lífið jók hann við reynslu innan þess og hafði
þannig áhrif á upplifun eftirkomenda sinna. Algjör skil við liðna tíð voru,
þegar á allt var litið, ómöguleg enda fólu þau aðeins í sér ofríki marglyndis-
þátta þar sem hið einlynda og íhaldssama, það rótfasta, var með öllu kveðið
í kútinn. Mestu skipti því að viðhalda jöfnum hreyfanleika, hinu stöðuga
flæði tíma og framþróunar. Danski rithöfundurinn og vítalistinn Johannes
V. Jensen hélt fram skoðunum af sama meiði og reyndi að afhjúpa ýmsar
tengingar nútímans við fortíðina sem alla jafna lágu ekki í augum uppi. Ut
frá því gerði hann mikið úr því náttúrulega samhengi sem mannkynið til-
heyrði. Það væri hluti líffræðilegrar þróunararfleifðar ásamt öðrum lífverum
sem tengdi það við hið forsögulega en um leið framvindunni, hinu ókomna.41
Þá margbreytni sem manninum var nauðsynleg taldi Sigurður heillavæn-
legast að sækja út í náttúruna og tiltók dæmi um ábúanda á afdalabæ sem
unnið gat gegn tilbreytingarleysi með því að fylgjast með síbreytilegum blæ-
brigðum í umhverfi sínu. Fyrir Sigurði var þjóðin öll samfléttuð ættjörðinni
sem fóstrað hafði hana gegnum súrt og sætt og því var gerlegt að greina
sögu heildarinnar og öðlast tengingu við fortíðina í gegnum landið sjálft:
„Hver hlutur á sér sína sögu, sín sambönd við heildina í allar áttir, í hverju
sandkorni mætast þúsundir vega, og eftir því hvern veginn þú gengur, lítur