Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 152

Andvari - 01.01.2016, Side 152
150 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI ofurmennisástandið, þar sem maðurinn hefði yfirbugað allar kreddur, átti þó að geta mildað þessa niðurdrepandi staðreynd, fyllt að einhverju leyti upp í gapið sem tómhyggjan leiddi af sér. Sigurður Nordal vildi í heimspeki sinni ljá einstaklingnum aðferðir til að skapa sér tilgang eða sýn í lífinu: „Allur hærri siðferðisþroski heimtar einhverja trú, einhverja skoðun á tilverunni í baksýn [...],t<45 sagði hann í fyrirlestrunum um mikilvægi takmarks eða lífsskoðunar fyrir hvern mann. Hann var mun jákvæðari gagnvart trúarbrögðum heldur en Nietzsche og átti hið sama við um Bergson sem á tímabili var meira að segja veikur fyrir kaþólsku (hann var gyðingur að uppruna). Fullyrðingar Sigurðar um mikil- vægi jafnvægis milli einlyndis og marglyndis eru enn fremur hliðstæðar tví- hyggju Nietzsches í Die Geburt der Tragödie (Fœðingu harmleiksins) um hið apolloníska (hið skynsama og staðnaða) og díonýsíska (hið framsækna og nýjungagjarna). Þar var lögð áhersla á að hins gullna meðalvegar væri leitað á milli þessara mótsagna sem gengið var út frá að grundvölluðu efnis- heiminn.46 Hugmyndin um togstreitu milli tveggja andstæðra afla, íhalds og frjálslyndis, varð algeng á meðal listahreyfinga á fyrri hluta 20. aldar og bar lífhyggjan og heimspeki Sigurðar keim af því. Nokkrar birtingarmyndir lífhyggju í Fornum ástum í smásagnasafninu Fornum ástum reyndi Sigurður að skýra hugtökin ein- lyndi og marglyndi nánar og gefa dæmi um birtingarmynd þeirra í persónu- leika manna. I áðurnefndri grein Þrastar Helgasonar kemur fram að lengi vel hafi verið litið á þetta kver Sigurðar sem tímamótaverk, þá sérstaklega frá- sagnarljóðið „Hel“, og það jafnvel verið talið eitt fyrsta verk framúrstefnu í íslenskum bókmenntum. Núorðið þykir það orka tvímælis og eru fræðimenn frekar á því að þar sé á ferð táknsæisstefna af hefðbundnara tagi. Þröstur telur Sigurð þó hafa fengist við einhvers konar móderníska skáldskapargerð í öðrum skrifum sínum, til dæmis í leikritinu Uppstigningu sem hann samdi árið 1945.47 Sögurnar í Fornum ástum eru fimm talsins en hér verður aðal- lega fjallað um „Hel“ sem jafnframt er efnismesti og líkast til þekktasti hluti bókarinnar. Til að byrja með er samt ágætt að staldra aðeins við einn þráð lífhyggjunn- ar sem birtist í fyrstu sögunni, „Síðasta fullinu“, þar sem frásögnin hverfist um mann sem kallaður er Þórir og hefur orðið áfengisbölinu að bráð. Yngri bróðir hans og nafni hefur haldið sig á beinu brautinni og tekið við búi, ein- beitt sér að rekstri þess og farnast vel. Líta má svo á að bræðurnir séu fulltrú- ar hvor sinnar skapgerðarinnar. Sá eldri hefur misst jafnvægið og huggar sig við drykkju og draumóra en sá yngri hefur haldið jafnvægi og náð árangri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.