Andvari - 01.01.2016, Page 152
150
HJALTI ÞORLEIFSSON
ANDVARI
ofurmennisástandið, þar sem maðurinn hefði yfirbugað allar kreddur, átti þó
að geta mildað þessa niðurdrepandi staðreynd, fyllt að einhverju leyti upp í
gapið sem tómhyggjan leiddi af sér.
Sigurður Nordal vildi í heimspeki sinni ljá einstaklingnum aðferðir til
að skapa sér tilgang eða sýn í lífinu: „Allur hærri siðferðisþroski heimtar
einhverja trú, einhverja skoðun á tilverunni í baksýn [...],t<45 sagði hann í
fyrirlestrunum um mikilvægi takmarks eða lífsskoðunar fyrir hvern mann.
Hann var mun jákvæðari gagnvart trúarbrögðum heldur en Nietzsche og átti
hið sama við um Bergson sem á tímabili var meira að segja veikur fyrir
kaþólsku (hann var gyðingur að uppruna). Fullyrðingar Sigurðar um mikil-
vægi jafnvægis milli einlyndis og marglyndis eru enn fremur hliðstæðar tví-
hyggju Nietzsches í Die Geburt der Tragödie (Fœðingu harmleiksins) um
hið apolloníska (hið skynsama og staðnaða) og díonýsíska (hið framsækna
og nýjungagjarna). Þar var lögð áhersla á að hins gullna meðalvegar væri
leitað á milli þessara mótsagna sem gengið var út frá að grundvölluðu efnis-
heiminn.46 Hugmyndin um togstreitu milli tveggja andstæðra afla, íhalds og
frjálslyndis, varð algeng á meðal listahreyfinga á fyrri hluta 20. aldar og bar
lífhyggjan og heimspeki Sigurðar keim af því.
Nokkrar birtingarmyndir lífhyggju í Fornum ástum
í smásagnasafninu Fornum ástum reyndi Sigurður að skýra hugtökin ein-
lyndi og marglyndi nánar og gefa dæmi um birtingarmynd þeirra í persónu-
leika manna. I áðurnefndri grein Þrastar Helgasonar kemur fram að lengi vel
hafi verið litið á þetta kver Sigurðar sem tímamótaverk, þá sérstaklega frá-
sagnarljóðið „Hel“, og það jafnvel verið talið eitt fyrsta verk framúrstefnu í
íslenskum bókmenntum. Núorðið þykir það orka tvímælis og eru fræðimenn
frekar á því að þar sé á ferð táknsæisstefna af hefðbundnara tagi. Þröstur
telur Sigurð þó hafa fengist við einhvers konar móderníska skáldskapargerð
í öðrum skrifum sínum, til dæmis í leikritinu Uppstigningu sem hann samdi
árið 1945.47 Sögurnar í Fornum ástum eru fimm talsins en hér verður aðal-
lega fjallað um „Hel“ sem jafnframt er efnismesti og líkast til þekktasti hluti
bókarinnar.
Til að byrja með er samt ágætt að staldra aðeins við einn þráð lífhyggjunn-
ar sem birtist í fyrstu sögunni, „Síðasta fullinu“, þar sem frásögnin hverfist
um mann sem kallaður er Þórir og hefur orðið áfengisbölinu að bráð. Yngri
bróðir hans og nafni hefur haldið sig á beinu brautinni og tekið við búi, ein-
beitt sér að rekstri þess og farnast vel. Líta má svo á að bræðurnir séu fulltrú-
ar hvor sinnar skapgerðarinnar. Sá eldri hefur misst jafnvægið og huggar sig
við drykkju og draumóra en sá yngri hefur haldið jafnvægi og náð árangri.