Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 153

Andvari - 01.01.2016, Page 153
ANDVARl HIN EILÍFA SAMÞÆTTA LÍFSHEILD 151 Samkvæmt eftirmálanum er sagan rituð í Kaupmannahöfn árið 1909, ári eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bann við áfengisinnflutningi til Islands var samþykkt.48 Áfengisbannið er miðlægt í frásögninni og við það bundnar væntingar um betri framtíð drykkjumannsins. Bindindishreyfingin sem slík var alþjóðlegs eðlis og tengdist útivistar- og heilsubótarmenningu lífhyggj- unnar þar sem miðað var að eflingu mannkyns úti við uppsprettur lífsins í náttúrunni. Kjörorðið var heilbrigði líkama og sálar og voru alls kyns að- ferðir til að stuðla að því boðaðar. Johannes V. Jensen hvatti sem dæmi í bók sinni Den ny Verden árið 1907 til hjólreiða, leikfimiæfinga og bindindissemi en hann tók virkan þátt í starfi dönsku útivistarhreyfingarinnar.491 „Síðasta fullinu“ er að sjá sem viðhorfum af þessu tagi sé samsinnt og það viðurkennt að áfengisneysla auki á ójafnvægi í innra lífi einstaklings og því sé hún mein á samfélaginu í heild. Örlög Þóris eru ekki fullskýrð þar sem sögunni lýkur strax eftir að hann hefur teygað síðasta fullið og kastað áfengisbikarnum í klettagil. Hann aumkast yfir heilsuleysi sínu og telur að líftóran muni brátt bera sig á endastöð „[...] eins og reiðalaust og kjölfestulaust skip áfram að svelgnum mikla, hringiðunni, sem alla sogar í sig“.50 Þekktasti hluti sagnasafnsins er áðurnefnt prósaljóð, „Hel“, sem er afar ólíkt „Síðasta fullinu“ bæði að efnisvali og byggingu. Þar er á draumkennd- an hátt greint frá æviskeiði hins marglynda Álfs frá Vindhæli sem hvergi festir rætur og vinnur sig aldrei að neinu takmarki. Allt í lífsstefnu Álfs stuðlar að sundrung sálarkraftanna og kallast á við vangaveltur höfundar- ins í Einlyndi og marglyndi um „leikhyggju“ (dilettantism) sem fólst í til- hneigingu til að lifa lífinu af léttúð og koma sér undan hvers kyns streði. Álfur er sveimhugi sem þráir víðsýni og óskar sér að geta flogið líkt og fugl um allar trissur. Hins vegar er honum ógjörningur að einbeita sér að einum ákveðnum hlut og tekst því aldrei að öðlast neina sérhæfingu. Á einum stað þar sem hann bíður dóms hittir hann fyrir ónefndan prófessor og tekur að bera saman árangur þeirra í lífinu: „Þú hefur sótt þekkingu þína í myglaðar skræður, þú hefur starað úr þér augun, altaf starað á sama blettinn. Ef til vill hefurðu leiðrétt nokkur ártöl [...]. En hvar er víðsýni þín?“51 Sjálfur er hann ekki í vafa um að sitt líf hafi verið miklu fjörlegra og í sjálfu sér andmælir prófessorinn því ekki. Aftur á móti bendir hann Álfi á að þrátt fyrir að hafa sjálfsagt komist í kynni við ýmislegt á flakkinu hafi hann hvergi áunnið sér þekkingu á afmörkuðu sviði og því aldrei fundið takmörk sín: Þú vildir ekki gera neitt, sem yrði ekki aftur tekið. Þetta kallaðirðu að þekkja alla vegina. [...] Þú sérð, að öll mannleg þekking er ekkert annað en eyja, umflotin af óendanlegu hafi hins ókunna. Enginn, sem hefur séð þá sýn, verður samur maður eftir. Svo notarðu árin sem eftir eru til þess að velta fáeinum steinum í fjöruborðinu, og ímyndar þér, að þú sért að færa kvíar þekkingarinnar svolítið út.52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.