Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 157

Andvari - 01.01.2016, Page 157
ANDVARI HIN EILÍFA SAMÞÆTTA LÍFSHEILD 155 á sig mikið erfiði um hávetur til að komast að útigangshrossum, sópa saman heyleifum handa þeim og sjá þannig til þess að þau hjari. Um leið styrkir hann óvitandi líf smáfuglanna sem kroppa upp það sem til fellur. Þannig hefur fyrirhöfn ferðalagsins séð til þess að fleiri líf tóri en lá í augum uppi og stuðlað að áframhaldandi framrás hins heildstæða veruleika. í gegnum tíðina hafa menn oft lent í erfiðleikum með þá sérkennilegu samþættingu heildar- og einstaklingshyggju sem einkenndi lífhyggjuna. Þannig töluðu vítalistar ákveðið fyrir frelsi og heilbrigði hvers manns en um leið voru allir hagir einstaklings háðir hagsmunum þeirrar lífsheildar sem hann tilheyrði. Sigríður Matthíasdóttir gerir sömu þversögn að umtals- efni í áðurnefndri bók sinni og segir hana einkenni á málflutningi íslenskra þjóðernissinna allt frá því um 1900 og vel fram á íjórða áratug aldarinnar.66 Það var þó ekki séríslenskt og ekki bundið við þjóðernislega orðræðu. Hans Driesch talaði um „vandamál einstaklingseðlisins“ í fyrirlestrum í Bretlandi árið 1913. Skýrði hann stöðu einstaklingsins innan lífhyggjunnar á þann hátt að tilveran væri samsett keðja sjálfráðra einstaklinga þar sem hver hlekkur væri einstakur en væri þó fjötraður ósjálfrátt við aðra og með þeim myndaði hann heildstæða einingu sem lyti algjörri stjórn lífskraftsins. A endanum urðu allir hluti eilífðarfljótsins og runnu ákvarðanir og reynsla hvers og eins saman við hið stærra samhengi, hina lífrænu heild. Hver maður var agnar- smár þáttur af mörgum sem með samruna við aðra öðlaðist hins vegar hlut- deild í órjúfanlegri og gríðartraustri samfellu. Eilífleikinn var bundinn keðj- unni og hinu óljósa heildarmarkmiði sem hún, verðandin, stefndi að.67 Afstaða tengd einhvers konar hugmynd af þessu tagi kemur fram í „Hel“ þar sem einstaklingurinn er sem sandkorn á sjávarströnd sem fyrst verður mikilfenglegt þegar horft er á það út frá sjónarhóli heildarinnar, sandbreið- unnar sem það tilheyrir. A sama hátt fær hver og einn maður aukið vægi þegar hann rennur saman við þá viðleitni mannkynsins alls að sækjast stöð- ugt eftir æðri vitneskju: Mannkynið úir eins og maurar á þessu þingi [örlaganna], í örbirgð og óhófi, baráttu og svíma, gáleysi og gleymsku. Hver einstaklingur eins og sandkorn á sjávarströnd, og þó hver um sig möndull heimsins frá sínu sjónarmiði. En upp yfir þröngina blakta logarnir af viðleitni mannkynsins, logar lista og fórna, hugsana og bæna. Spekingar kafa ómæli rúms og tíma, og feta sig eftir orsakakeðju tilverunnar [.. ,].68 Örlög mannanna eru fjölbreytt og misjöfn og almennt virðist líf þeirra lítils- vert eins og tilvera mauranna í mauraþúfunni. En þegar heimar einstakling- anna renna út í eilífðarfljótið, verða hluti af orsakakeðju tilverunnar, er það sú viðleitni heildarinnar að miða sífellt að aukinni þekkingu manntegund- arinnar sem stendur upp úr. Heimur hvers og eins er þrunginn af einstakri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.