Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 12

Leikhúsmál - 01.11.1963, Síða 12
um það, sem Lárus vann að og afrekaði sér sjálfum til þroska og frama þau ár, sem hann dvaldist í borg kóngs- ins, og er þar stiklað á stóru. Lárus hafði margt lœrt. Á þessum tima voru nokkur umbrot í leikhússtíl álfunnar. Raunsœisstefnan hafði ráðið lofum og lögum. Oll svið og allir búningar voru nákvœmar eftirlíkingar af um- hverfinu og náttúrunni. Allt, secn hönd á festi og einhvern veginn gœti átt erindi inná svið, var tint til. Stássstofur urðu að forngripasöfnum, garðurinn fyrir utan húsið að bótanískri sýnikennslu. Og allt fullt af blúndum, dúkar, gluggatjöld, kvenfólk. En smám saman gerðust rusk og hrœringar með ýmsu leikhúsfólki álfunnar, málaralist- in var búin að feta sig gegnum mörg stig áleiðis til abstrakt-málunar, og leikstjórar og leikhúsfólk voru í óða önn að aðlaga hana leiklistinni — eða öfugt. T.d. mœndu margra augu til Berlínar, þar sem leikstjórinn Piscator o.fl. voru um þessar mundir að bjástra í tilraunaleikhús- um við kúbisma og jafnvel súrrealisma. Efniviður og lita- val breyttust og fóru smám saman að skýrast. Leiklistin fór að tifa þá braut, sem málaralistin hafði þegar rutt. En nú var það, að á árunum 1932 og 1933 gengu þungir tlmar og erfiðir yfir Danaveldi einsog aðrar þjóðir. Mögru kýrnar hans Farós voru á reiki um héruðin, og á skall kreppa. Allt brotnaði saman og yngri starfs- kröftum leikhúsanna var sagt upp. Þá var Lárus aðeins 27 ára gamall, hann fór þvl sömu leið og með nœsta skipi heim til íslands. Eru þvl síðasta haust liðin rétt 30 ár síðan hinn ungi maður kom aftur heim, forframaður úr stórborginni. „Jamm, strákar mínir, þannig var nú hjá Danskinum". Leikfélag Reykjavíkur og fleira Á þessum tíma voru mikil umbrot í islenzku leiklistarlífi. Leikfélag Reykjavíkur hafði þá starfað um þrjátíu og fimm ára skeið af framúrskarandi dugnaði þeirra, sem að því stóðu. Nú voru þeir smám saman að heltast úr lestinni, en nýir að taka við. Auk þess kom nú fram sú nýlunda, að í hópinn bœttust leikarar, sem voru útlœrðir úr leik- skólum, ákveðnir í því að gera leiklistina að aðalstarfi sínu eftir því sem föng vœru á. Það þótti furðuleg bírcefni í þá tíð. Hinni gömlu tradisíón var haldið áfram með nýju blóði. Félag sem Leikfélagið gat þvl sannarlega not- að kunnáttu og krafta manns á borð við „Lassa". Og kunni það líka. Fyrsta leiksviðið, sem Lárus málaði hér var við Stundum kvaka kanarífuglar eftir Lonsdale, sem leikið var „undir leiðbeinslu" Indriða Waage. Það var strax haustið 1933. Um jólin sama ár tróð Lárus fyrst hinar öldnu fjalir leik- hússins, eins og það heitir, í hlutverki Gríms meðhjálpara 1 Maður og kona, einnig undir leiðbeinslu Indriða Waage. Og þar með var Lárus kominn á skrið. Verður nú að fara fljótt yfir sögu og bregða aðeins upp svipmyndum „af öllu því diggadaríum", sem hann hefur fengizt við. „Nú, þetta var manns lifibrauð. Það varð að gjöra svo vel að lifa á þessu. Maður varð að láta sig hafa margt á þeim árum". Þannig varð Lárus fljótt einn helzti „altmúlíg- mann" bœjarins og koma víða við fyrir utan störf sin sem leiktjaldamálari og búningateiknari Leikfélagsins. — Tónlistarfélagið hafði þá verið nýstofnað og 1934 ílutti það fyrstu óperettuna á íslandi, Meyjarskemmuna, undir hljómsveitarstjórn dr. Franz Mixa og leikstjórn Ragnars 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.