Leikhúsmál - 01.11.1963, Side 29
Á íslandi hefur heimur listdansins til skamms tíma verið fjarlœg og
ókunn veröld. Við eigum enga danshefð og berum lítið skynbragð ó þau
margvíslegu og erfiðu spor, sem ballettdansarar stíga, í tróssi við þyngd-
arlögmálið. Það er því á fárra fœri hérlendis að reyna að „dœma" þá
frábœru list, sem Konunglegi danski ballettinn sýndi í Þjóðleikhúsinu 9—
16. september s.l., — þá miklu list, sem gert hefur garðinn frœgan
í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn í hartnœr tvœr aldir.
Af fákunnáttu og vanmœtti hafa LEIKHÚSMÁL kosið að birta, í stað gagn-
rýni, tvœr þýddar greinar. Er önnur eftir bandaríska listdansgagnrýnand-
ann John Martin og er formálsorð í nýlegri bók um Konunglega danska
ballettinn, ,,Balletten danser ud . . .". Hin er eftir ballettmeistara Kon-
unglega danska ballettsins, Niels Bjorn Lrsen, og birtist í Leikskrá Kon-
unglega leikhússins. Niels Björn Larsen var í hópi þeirra fimmtíu list-
dansara, er hingað komu.
Konunglegi
danski
ballettinn
eftir John Martin
Hvað, veldur þvl, að okkur finnst Konunglegi danski ball-
ettinn svo frábœr?
Áður en þeirri spurningu er svarað, verður að geta þess,
að þeir sárafáu ballettar sem verulega kveður að í heim-
inum I dag, eru auðvitað allir „frábœrir", því allt sem
mikið er og stórbrotið er nátengt hinu frábœra. Það liggur
þó I hlutarins eðli, að engir tveir þeirra eru frábœrir af
sömu sökum! Hverjar eru þá — í augum erlends listdans-
unnanda — höfuðorsakir hinna dönsku ballettsérkenna?
Ef til vill má svara því í stuttu máli: Hann er svo danskur.
Þannig er a.m.k. hluti af svarinu. Danmörk er lítið land,
en útsýni gott yfir heiminn og er Konunglega leikhúsið
byggt í samrœmi við það. Áhorfendasalurinn er vistlegur
og vinalegur, en leiksviðið virðist eins stórt og sá heimur,
sem þar sér yfir.
Þeir áhorfendur sem koma reglulega í leikhúsið Ijá sl-
gildu verkefnavali þess ástúð og djúpan skilning, sem
heita má að þeir hafi tekið I arf, þvi feður þeirra og for-
feður hafa verið því handgengnir um tveggja alda skeið.
En eins og fyrri kynslóðir, hafa leikhúsgestir vorra tlma
jafnframt mikinn áhuga á að sett séu á leikskrána ný
verk úr öllum heimshornum.
Leikhúsið tindrar af hlýju og frjóu sambandi milli sviðs
og salar. Hirðulaus meðferð hins listrœna arfs verður þvl
á engan hátt þoluð, né minnsta slökun á kröfum, er varða
ný viðfangsefni. Listin tilheyrir þjóðinni allri og ekki ein-
staka leikhússtjórum eða fjárhluthöfum leikhúsanna.
Sjálfur konungur landsins getur komið I leikhúsið hve-
nœr sem er. Oft lœðist hann inn I stúku slna eftir að Ijós-
in hafa verið slökkt I salnum og hverfur á brott áður en
þau hafa verið kveikt aftur, til þess að komast hjá við-
27