Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 37
Valur Gíslason, Arnar Jónsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Nína Sveinsdóttir
Leikstjórn: Thomas Mac Anna, Þýöing: Jónas Arnason
Abbeyleikhúsinu í Dyflinni fór fram , Þjóðleikhúsinu 21.
sept. sl.
Valur Glslason leikur Pat, fyrrverandi þóttakenda í frels-
isstrlðinu, sem hófst með póskauppreisninni 1916. Pat
kom bœklaður ó fœti úr þeirri viðureign og hefur lifað
ó því síðan að hafa verið með þó, þó hann atyrði Meg,
lagskonu sína, fyrir cettjarðaróst hennar, minnist hann
baróttuóranna með söknuði. Tilfinningasamur gamall
stríðsmaður, sem drekkur bjór og talar og syngur um
gamla daga þegar einhver vill hlusta ó hann. Og auð-
vitað finnst honum allt hafa verið miklu betra þegar hann
var ungur. Þessa margþvœldu og ekki ýkja svipmiklu per-
sónu tókst Val að glœða lífi og gera mjög ónœgjulega ó
að horfa og hlýða.
Meg Dillon, frúna í húsinu, leikur Helga Valtýrsdóttir.
Leikkonan hefur sýnilega ekki nóð fullum tökum ó hlut-
verkinu. Leikurinn var yfirborðslegur og óókveðinn, ýmis
sterk viðbrögð voru kannski ógcetlega leikin í sjólfu sér,
en þau féllu ekki inn í persónuna þar fyrir utan. Leikkon-
unni irðist ekki hafa tekizt að virkja þó innri krafta sem
nauðsynlegir eru til að koma persónunni heilli til skila
til óhorfenda.
Húseigandinn, Monsjúr, leikinn af Róbert Arnfinnssyni,
varð heil og skýr persóna. Róbert leikur Monsjúr þannig
að öll saga persónunnar verður lifandi í leiknum og þar
engan blóþróð að finna.
Ævar R. Kvaran og Erlingur Gíslason skiluðu hlutverkum
slnum að mínu viti I hinum rétta anda þessa leiks. Mr.
Mulleady I höndum Baldvins Halldórssonar varð ekki
mjög skýrt dregin persóna. Herdís Þorvaldsdóttir skilar
hlutverki Miss Gilchrist með yfirburðum. Þar fer saman
leikgleði, vald og innri sannfœring um réttmœli sköpunar
leikkonunnar og leikstjórans sem gerir Miss Gilchrist að
eftirminnilegustu persónu sýningarinnar, Kristln Magnús-
og Nlna Sveinsdóttir skiluðu bóðar hlutverkum slnum með
prýði.
Nýliðinn ó sviði Þjóðleikhússins I þetta sinn er Arnar
Jónsson. Hann ber sig mjög eðlilega, skilar vel og er
hvort tveggja mjög hrósvert. Sllkt hlutverk sem þetta er
samt ekki ó valdi nýliða, nema að hann sé sjólfur mjög
líkur manngerðinni, sem leika ó, og jafnvel það er ekki
einhlítt. Arnar Jónsson er ekki mjög líkur þvl sem hœgt
vœri að hugsa sér ungling úr austurhverfum Lundúna-