Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 50

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 50
En IL GRIDO er einhver daprasta mynd hans, full af örvœntingu og siólfsmorði sólarinnar og síðar lik- amans. Hugmyndina að IL GRIDO fékk Antonioni þegar hann vann að GENTE DEL PO, en varð að fresta gerð hennar þar til hann hafði lokið við VINKONURNAR, og hún ó raunar heima með fyrri myndum hans. í meginatriðum segir hún fró Aldo (Steve Cochran), sem reynir að finna einhvern tilgang í lífi sínu, þegar Irma (Alida Valli), stúlka sem hann hefur búið með í sjö ór, yfirgefur hann vegna annars manns. Hann tekur með sér litla dóttur þeirra á flakk um eyðilegt Pó-héraðið, en þótt hann komizt í kynni við margar kon- ur, gengur minning Irmu aftur í huga hans. Þessar minningar draga hann aftur til borgarinnar þar sem þau bjuggu og þar lýkur hann lífi sínu. Þessi mynd ber með sér hinn klass- íska hreinleika og margbreytileika persónanna innan mjóslegins sögu- þráðar, sem einkennir myndir Antoni- onis. A þessum gráu dögum sem einkenna líf Antonionis, sem myndir hans, kynnist hann manneskju sem virðist mikil áhrif hafa haft á persónulegt líf hans og lífsviðhorf og þar með myndir hans — Monicu Vitti. í þeim myndum sem hann hefur gert síðan hefur hún verið aðalpersónan og málpípa Antonionis. Og bjartsýnari Iífsviðhorf hans í þríverkinu ÆVIN- TÝRIÐ, NÓTTIN og SÓLMYRKVINN, má ef til vill rekja til kynna þeirra. Þríverk Antonionis er svo margbrotið og merkilegt að til að gera því nokk- ur skil þarf heila grein út af fyrir sig. Verður því aðeins fyrstu myndinni, ÆVINTÝRINU, gerð skil að sinni. Það er erfitt að rekja söguþráð í myndum Antonionis. Það liggur öll sagan í myndinni sem birtist á tjald- inu, atriðum sem verða að sjást en ekki segjast, svo óralangt frá hinu epíska hugarfari Islendingsins, sem þróast hefur við ytri lýsingar œviat- riða og landfrœðilegra sagna í hundruð ára. ÆVINTÝRIÐ fjallar um tilfinningar og fyrst og fremst um ástina. Tilfinningar sem skyggndar eru niður í sínar dýpstu rœtur, í óstöð- ugleika sínum og mótsögnum, veik- leika og styrkleika tilfinninga sem við rísum ekki undir. ÆVINTÝRIÐ, sem kallaði heimsfrœgð yfir bœði Antonioni og Monica Vitti, hefst á skemmtiferð milli eyja við strönd It- alíu. Anna (Lea Massari), ung yfir- stéttarstúlka, sem um tíma hefur ver- ið ástkona Sandros (Gabriele Ferzetti), ríks arkitekts, hverfur skyndilega án nokkurra skýringa. Leit er hafin að henni, en árangurslaust. (Það þykir lýsa vel Antonioni hverju hann svar- aði, spurður hvað orðið hefði um Önnu: ,,Ég veit það ekki. Einhver sagði mér að hún hefði framið sjálfs- morð, en ég trúi þvi ekki".) En á meðan á leitinni stendur, vakn- ar áhugi milli Sandro og vinkonu Önnu, Claudiu (Monica Vitti), sem verður að ást blandinni sektartilfinn- ingu gagnvart hinni horfnu vinkonu, hverrar minning hvílir yfir öllum sam- skiptum Sandro og Claudiu. Leitin að Önnu verður brátt aukaatriði og hverfur í bakgrunninn fyrir hinni nýju ást. Leitin að henni verður átylla fyrir þau að hittast. En brestur verður fljótt 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.