Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 55

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 55
Overture Svo sem á tveimur undanförnum ár- um hefur Sinfóníuhljómsveit íslands gefið út ársyfirlit um tónleikahald sitt á vetri komanda. Áskriftartónleikarn- ir munu verða 16 auk œskulýðstón- leika og flutnings ýmissa verka í út- varpssal. Alkunnugt er að þessi hljómsveit okkar er einstök í sinni röð: hún er sinfóníuhljómsveit, út- varpshljómsveit og leikhúshljómsveit. Ekki eru það litlar kröfur, sem gerðar eru til hennar. Neðan úr gryfju Þjóð- leikhússins hendist hún upp í út- varpssal, og þaðan er brennt vestur í Háskólabió — aðeins nógu löng lykkja lögð á leiðina svo að menn geti klœðst kjóli og hvítu taui — því að útlitið verður einnig að vera öllum til geðs. Framtíðarhorfur hafa oft verið skuggalegar og líkar það engum nema illmennum. Svo var og í sumar lengi vel, að ekkert fréttist um ákveð- inn stjórnanda. Óttaslegnir áhuga- menn spurðu mœðulega: Hvaö verð- ur um hljómsveitin nœsta vetur? Á meðan bruggaðist framtiðarplan sem nú er rétt ókomið á þrykk þ. e. a. s. ársprógrammið 1963—64. Þegar þessar línur eru ritaðar er ekki útlit fyrir annað en að komandi verði at- hyglisverðasta ár í sögu Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Langur listi hljómsveitarstjóra er henni œtlaður: Proinnsias O'Duinn, Páll P. Pálsson, Robert A. Ottósson, Gunther Schuller Olav Kielland og Igor Buketoff. Engu síðri og enn lengri er listi einleikara og söngvara inn- og erlendra, sem eiga að koma fram með hljómsveit- inni í vetur. Forvitnilegast alls eru þó hin ýmsu verkefni hljómsveitarinnar. Frumfluttur verður hljómsveitarkon- sert eftir Jón Nordal, sinfónía eftir Leif Þórarinsson og hljómsveitarverk eftir Magnús Bl. Jóhannsson. Auk þessa eru fjölmörg verk á áœtlaðri efnisskrá, sem aldrei hafa verið flutt hér áður þótt gömul og sígild séu. Þar gnœfir hœst Requiem W. A. Moz- arts. Annar tónleikahaldari hefur og gefið út ársprógramm, en það er Musica nova, sem nú œtlar á 4. starfsári loks að safna áskrifendum. Eftirtektar- verðast er það nýnœmi, að hljófœra- leikarar félagsins hafa beinlínis beð- ið nokkur tónskáld um að semja verk fyrir sig og munu þau verk heyrast í fyrsta sinn á jarðríki á síðustu tón- leikum Musica nova í vor. Ekkert hefur frétzt frá Tónlistarfélag- inu og Kammermúsikklúbbnum en líklegt er, að um líkt leyti og blað þetta kemur út verði öll tónleikastarf- semi vetrarins komin ! fullan gang og er það mikið tilhlökkunarefni. Leikhúsmál munu svo láta orð falla að þessari starfsemi — hlusta fyrst en tala svo — þegar þar að kemur Ljúft er Leikhúsmálum að árna heilla dómorganistanum, sem nú hefur átt- unda tug œviskeiðsins. Enginn tón- listarmaður er ástsœlli I landi sínu en Dr. Páll ísólfsson. Tónleikagestir hafa nú heiðrað hann með dynj- andi lófataki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.